Höldum áfram að nýta tækifærin, virkjum til framtíðar og tryggjum orkuöryggi Viktor Klimaszewski skrifar 3. nóvember 2024 09:01 Síðustu 10 ár eða allt frá 18 ára aldri hef ég margoft verið spurður afhverju ég kýs Sjálfstæðisflokkinn? Þeir vinna jú bara fyrir ríka fólkið. Vissulega er ég ekki ríkur í aurum talið, en ég er svo sannarlega ríkur af mörgu öðru. Hér á ég góða vinnu, heimili - fjölskyldu. Stutta og einfalda svarið er að ég kýs einstaklingsfrelsi. Hér á Íslandi, sem auðvelt er að kalla land tækifæranna, er einstaklingsfrelsið mikið. Hér er nákvæmlega ekkert sem kemur í veg fyrir að ég verði það sem ég kýs að vera, nema auðvitað ég sjálfur. En það er í mörgu sem hægt er að gera betur. Þar má helst nefna orkumálin. Hér höfum við stór fyrirtæki sem standa á sterkum grunni og reiða sig alfarið á orku - græna orku sem landið okkar hefur upp á að bjóða, öllum til hagsbóta. Núna uppá síðkastið höfum við þurft að þola miklar orkuskerðingar sökum skorts á orku og það er aðeins ein ástæða þess. Við erum ekki að nýta tækifærin sem landið færir okkur. Hvernig ætlum við að tala um framtíðina og klára orkuskiptin þegar við erum hálfpartinn komin aftur á steinöld miðað við þau lönd sem við gjarnast berum okkur saman við? Vissulega eru ekki allir sammála, en það er fegurðin við einstaklingsfrelsið. Um eitt geta þó allir verið sammála, og það er að engum sé til hagsbóta að brenna olíu til þess eitt að framleiða rafmagn, hvorki fyrirtækjum né umhverfinu. Við íbúar Fjarðabyggðar stólum einna mest á orku, enda engin hitaveita til staðar á svæðinu nema á Eskifirði. Rafmagn er okkur mikið öryggismál enda stór hluti fólks með atvinnu í álverinu á Reyðarfirði sem og stórútgerðunum á Fáskrúðsfirði, Eskifirði og Norðfirði. Höldum áfram að nýta tækifærin, virkjum til framtíðar og tryggjum orkuöryggi og trygga afkomu fyrir land og þjóð. Höfundur er álversstarfsmaður og stjórnarmaður Hávarr, félags ungra sjálfstæðismanna í Fjarðabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjarðabyggð Sjálfstæðisflokkurinn Orkumál Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Síðustu 10 ár eða allt frá 18 ára aldri hef ég margoft verið spurður afhverju ég kýs Sjálfstæðisflokkinn? Þeir vinna jú bara fyrir ríka fólkið. Vissulega er ég ekki ríkur í aurum talið, en ég er svo sannarlega ríkur af mörgu öðru. Hér á ég góða vinnu, heimili - fjölskyldu. Stutta og einfalda svarið er að ég kýs einstaklingsfrelsi. Hér á Íslandi, sem auðvelt er að kalla land tækifæranna, er einstaklingsfrelsið mikið. Hér er nákvæmlega ekkert sem kemur í veg fyrir að ég verði það sem ég kýs að vera, nema auðvitað ég sjálfur. En það er í mörgu sem hægt er að gera betur. Þar má helst nefna orkumálin. Hér höfum við stór fyrirtæki sem standa á sterkum grunni og reiða sig alfarið á orku - græna orku sem landið okkar hefur upp á að bjóða, öllum til hagsbóta. Núna uppá síðkastið höfum við þurft að þola miklar orkuskerðingar sökum skorts á orku og það er aðeins ein ástæða þess. Við erum ekki að nýta tækifærin sem landið færir okkur. Hvernig ætlum við að tala um framtíðina og klára orkuskiptin þegar við erum hálfpartinn komin aftur á steinöld miðað við þau lönd sem við gjarnast berum okkur saman við? Vissulega eru ekki allir sammála, en það er fegurðin við einstaklingsfrelsið. Um eitt geta þó allir verið sammála, og það er að engum sé til hagsbóta að brenna olíu til þess eitt að framleiða rafmagn, hvorki fyrirtækjum né umhverfinu. Við íbúar Fjarðabyggðar stólum einna mest á orku, enda engin hitaveita til staðar á svæðinu nema á Eskifirði. Rafmagn er okkur mikið öryggismál enda stór hluti fólks með atvinnu í álverinu á Reyðarfirði sem og stórútgerðunum á Fáskrúðsfirði, Eskifirði og Norðfirði. Höldum áfram að nýta tækifærin, virkjum til framtíðar og tryggjum orkuöryggi og trygga afkomu fyrir land og þjóð. Höfundur er álversstarfsmaður og stjórnarmaður Hávarr, félags ungra sjálfstæðismanna í Fjarðabyggð.
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun