xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar 1. nóvember 2024 11:46 Það hefur orðið veruleg breyting á húsnæðismarkaðnum undanfarin ár, þar sem fjárfestar hafa keypt upp sífellt stærri hluta markaðarins á kostnað einstaklinga sem vilja einfaldlega eignast heimili. Frá fjármálahruninu hefur hlutfall fasteigna sem eru keyptar af fjárfestum vaxið úr um 50% í 90% á þessu ári. Þetta hefur ýtt undir hækkun leiguverðs, sem síðan dregur fasteignaverð upp og þrengir að ungu fólki sem á erfitt með að komast í eigið húsnæði. Kaldhæðnin í þessu er sú að ungt sjálfstæðisfólk talar mikið um „frelsi einstaklingsins“ og jafna möguleika, en aldrei um húsnæðismarkaðinn. Þau fjalla fjálglega um það að allir eigi að hafa sömu tækifæri til að skapa sitt eigið líf, en fjarlægjast alveg þau raunverulegu vandamál sem koma upp þegar frelsi einstaklingsins er ekki lengur tryggt til að eignast eigið heimili eða ná endum saman á síhækkandi leigumarkaði. Þannig finnur unga fólkið, sem er fast á leigumarkaði og á í erfiðleikum með að komast í eigið húsnæði, lítið fyrir þessum „frelsisanda“ sem boðaður er. Þess í stað þarf það að kljást við sífellt hærri leigu og draumurinn um eigin íbúð fjarlægist stöðugt. Frelsi einstaklingsins snýst þá ekki um frelsi til að bæta líf sitt, heldur frelsi þeirra efnameiri til að nýta leigumarkaðinn til gróða – oft á kostnað þeirra sem standa höllum fæti. Frelsið til þess að græða á ungu fólki á leigumarkaði hefur vaxið svo hratt að fylgni milli fasteignaverðs og leiguverðs hér á landi er tvöfalt meiri en víða annars staðar í Evrópu. Í raun er leiguverðið orðið einn stærsti drifkrafturinn í hækkun fasteignaverðs; þegar leigan hækkar, hækkar fasteignaverðið einnig. Þetta er vítahringur þar sem leiguverðið, sem ungt fólk þarf að greiða, þrengir að kaupmætti þess og veldur því að draumurinn um eigið húsnæði verður fjarlægari. Ef ungt fólk vinnur aukalega til að safna fyrir útborgun eða eignast húsnæði missir það húsnæðisstuðninginn sem það gæti þurft á að halda – enda skerðast leigubætur í samræmi við auknar tekjur. Á meðan eru þeir sem þegar eiga eignir og græða á leigumarkaði lausir við slíkar skerðingar. Þeir geta leigt út og hagnast óhindrað, á meðan unga fólkið er fast í kerfi sem refsar því fyrir að leggja til hliðar. Þannig verður frelsi einstaklingsins að handvöldum lúxus fyrir suma, á meðan það þrengir að öðrum. Á endanum má segja að þetta lofaða „frelsi til að græða“ sé orðið rándýrt fyrir samfélagið og jafnvel heftandi á möguleika ungs fólks til að standa á eigin fótum. Þetta er ekki frelsi fyrir alla; það er frelsi sumra til að halda öðrum niðri. Höfundur er varaformaður leigjendasamtakanna og tölvuleikjahönnuður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Leigumarkaður Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Það hefur orðið veruleg breyting á húsnæðismarkaðnum undanfarin ár, þar sem fjárfestar hafa keypt upp sífellt stærri hluta markaðarins á kostnað einstaklinga sem vilja einfaldlega eignast heimili. Frá fjármálahruninu hefur hlutfall fasteigna sem eru keyptar af fjárfestum vaxið úr um 50% í 90% á þessu ári. Þetta hefur ýtt undir hækkun leiguverðs, sem síðan dregur fasteignaverð upp og þrengir að ungu fólki sem á erfitt með að komast í eigið húsnæði. Kaldhæðnin í þessu er sú að ungt sjálfstæðisfólk talar mikið um „frelsi einstaklingsins“ og jafna möguleika, en aldrei um húsnæðismarkaðinn. Þau fjalla fjálglega um það að allir eigi að hafa sömu tækifæri til að skapa sitt eigið líf, en fjarlægjast alveg þau raunverulegu vandamál sem koma upp þegar frelsi einstaklingsins er ekki lengur tryggt til að eignast eigið heimili eða ná endum saman á síhækkandi leigumarkaði. Þannig finnur unga fólkið, sem er fast á leigumarkaði og á í erfiðleikum með að komast í eigið húsnæði, lítið fyrir þessum „frelsisanda“ sem boðaður er. Þess í stað þarf það að kljást við sífellt hærri leigu og draumurinn um eigin íbúð fjarlægist stöðugt. Frelsi einstaklingsins snýst þá ekki um frelsi til að bæta líf sitt, heldur frelsi þeirra efnameiri til að nýta leigumarkaðinn til gróða – oft á kostnað þeirra sem standa höllum fæti. Frelsið til þess að græða á ungu fólki á leigumarkaði hefur vaxið svo hratt að fylgni milli fasteignaverðs og leiguverðs hér á landi er tvöfalt meiri en víða annars staðar í Evrópu. Í raun er leiguverðið orðið einn stærsti drifkrafturinn í hækkun fasteignaverðs; þegar leigan hækkar, hækkar fasteignaverðið einnig. Þetta er vítahringur þar sem leiguverðið, sem ungt fólk þarf að greiða, þrengir að kaupmætti þess og veldur því að draumurinn um eigið húsnæði verður fjarlægari. Ef ungt fólk vinnur aukalega til að safna fyrir útborgun eða eignast húsnæði missir það húsnæðisstuðninginn sem það gæti þurft á að halda – enda skerðast leigubætur í samræmi við auknar tekjur. Á meðan eru þeir sem þegar eiga eignir og græða á leigumarkaði lausir við slíkar skerðingar. Þeir geta leigt út og hagnast óhindrað, á meðan unga fólkið er fast í kerfi sem refsar því fyrir að leggja til hliðar. Þannig verður frelsi einstaklingsins að handvöldum lúxus fyrir suma, á meðan það þrengir að öðrum. Á endanum má segja að þetta lofaða „frelsi til að græða“ sé orðið rándýrt fyrir samfélagið og jafnvel heftandi á möguleika ungs fólks til að standa á eigin fótum. Þetta er ekki frelsi fyrir alla; það er frelsi sumra til að halda öðrum niðri. Höfundur er varaformaður leigjendasamtakanna og tölvuleikjahönnuður.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun