Tók til baka það sem hún sagði um grunaðan höfuðpaur Jón Þór Stefánsson skrifar 30. október 2024 13:33 Jón Ingi Sveinsson er grunaður höfuðpaur málsins. Vísir/Vilhelm Kona sem sagði við lögregluna í upphafi apríl að hún hefði fengið fíkniefni frá Jóni Inga Sveinssyni, grunuðum höfuðpaur í Sólheimajökulsmálinu svokallaða, kannaðist ekki við það þegar hún bar vitni í dómsal í dag. Málið hefur verið kennt við Sólheimajökul sem var nafn á hópspjalli sakborninga á samskiptaforritinu Signal. Sakborningarnir eru á annan tug, en þeir eru flestir grunaðir um skipulagða brotastarfsemi í tengslum við vörslu, sölu og sölu innflutning fíkniefna. Konan var handtekinn þann 4. apríl með fíkniefni á heimili sínu. Hún sagði við lögreglu að hún hefði keypt þau af Jóni Inga. En fyrir dómi í dag sagðist hún hafa keypt þau af „einhverjum“ á Telegram. „Þetta var bara, ég veit ekki alveg hvað ég var að hugsa þarna,“ sagði hún og tók fram að þegar hún hefði haldið þessu fram hefði hún verið búin að vaka lengi og verið undir áhrifum amfetamíns. Hún sagði lögregluna hafa „matað“ sig með nöfnum, og flest hafi hún ekki kannast við, en hún hafi þekkt Jón Inga. Jón Ingi hefur þegar gefið skýrslu þrisvar í málinu. Í fyrstu skýrslutökunni neitaði hann sök í ákæru sem varðar skipulagða brotastarfsemi varðandi sölu og vörslu fíkniefna. Í annarri skýrslutökunni neitaði hann sök sem varðaði peningaþvætti á mörgum milljónum króna sem eru sagðar hafa verið ágóði úr skipulagðri brotastarfsemi. Í morgun viðurkenndi hann síðan að hafa átt þátt í innflutningi á fíkniefnum sem komu til landsins með skemmtiferðarskipinu AIDAsol. Hann sagðist þó ekki hafa skipulagt það. Sólheimajökulsmálið Fíkniefnabrot Dómsmál Tengdar fréttir Segist aldrei hafa skoðað í poka sem innihélt sextán milljónir Maður á fimmtugsaldri sem er ákærður fyrir peningaþvætti í tengslum við umfangsmikið fíkniefnamál, Sólheimajökulsmálið svokallaða, kannast við að hafa geymt hluti fyrir vin sinn sem er ákærður fyrir skipulagða brotastarfsemi í málinu. 29. október 2024 15:01 Sakborningur á áttræðisaldri segist hafa fengið greiðslur frá syni sínum Karlmaður á áttræðisaldri sem er einn sakborninga Sólheimajökulsmálsins svokallaða gaf skýrslu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hann er ákærður fyrir að hafa haft í vörslu sinni 170 grömm af amfetamíni og 667 grömm af kókaíni. 29. október 2024 16:35 „Ég veit ekki af hverju hann segir ósatt“ Jón Ingi Sveinsson, grunaður höfuðpaur í umfangsmiklu fíkniefnamáli, gaf skýrslu í annað sinn á tveimur dögum í aðalmeðferð Sólheimajökulsmálsins svokallaða. Áætlað er að hann muni gefa skýrslu aftur. 29. október 2024 13:01 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
Málið hefur verið kennt við Sólheimajökul sem var nafn á hópspjalli sakborninga á samskiptaforritinu Signal. Sakborningarnir eru á annan tug, en þeir eru flestir grunaðir um skipulagða brotastarfsemi í tengslum við vörslu, sölu og sölu innflutning fíkniefna. Konan var handtekinn þann 4. apríl með fíkniefni á heimili sínu. Hún sagði við lögreglu að hún hefði keypt þau af Jóni Inga. En fyrir dómi í dag sagðist hún hafa keypt þau af „einhverjum“ á Telegram. „Þetta var bara, ég veit ekki alveg hvað ég var að hugsa þarna,“ sagði hún og tók fram að þegar hún hefði haldið þessu fram hefði hún verið búin að vaka lengi og verið undir áhrifum amfetamíns. Hún sagði lögregluna hafa „matað“ sig með nöfnum, og flest hafi hún ekki kannast við, en hún hafi þekkt Jón Inga. Jón Ingi hefur þegar gefið skýrslu þrisvar í málinu. Í fyrstu skýrslutökunni neitaði hann sök í ákæru sem varðar skipulagða brotastarfsemi varðandi sölu og vörslu fíkniefna. Í annarri skýrslutökunni neitaði hann sök sem varðaði peningaþvætti á mörgum milljónum króna sem eru sagðar hafa verið ágóði úr skipulagðri brotastarfsemi. Í morgun viðurkenndi hann síðan að hafa átt þátt í innflutningi á fíkniefnum sem komu til landsins með skemmtiferðarskipinu AIDAsol. Hann sagðist þó ekki hafa skipulagt það.
Sólheimajökulsmálið Fíkniefnabrot Dómsmál Tengdar fréttir Segist aldrei hafa skoðað í poka sem innihélt sextán milljónir Maður á fimmtugsaldri sem er ákærður fyrir peningaþvætti í tengslum við umfangsmikið fíkniefnamál, Sólheimajökulsmálið svokallaða, kannast við að hafa geymt hluti fyrir vin sinn sem er ákærður fyrir skipulagða brotastarfsemi í málinu. 29. október 2024 15:01 Sakborningur á áttræðisaldri segist hafa fengið greiðslur frá syni sínum Karlmaður á áttræðisaldri sem er einn sakborninga Sólheimajökulsmálsins svokallaða gaf skýrslu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hann er ákærður fyrir að hafa haft í vörslu sinni 170 grömm af amfetamíni og 667 grömm af kókaíni. 29. október 2024 16:35 „Ég veit ekki af hverju hann segir ósatt“ Jón Ingi Sveinsson, grunaður höfuðpaur í umfangsmiklu fíkniefnamáli, gaf skýrslu í annað sinn á tveimur dögum í aðalmeðferð Sólheimajökulsmálsins svokallaða. Áætlað er að hann muni gefa skýrslu aftur. 29. október 2024 13:01 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
Segist aldrei hafa skoðað í poka sem innihélt sextán milljónir Maður á fimmtugsaldri sem er ákærður fyrir peningaþvætti í tengslum við umfangsmikið fíkniefnamál, Sólheimajökulsmálið svokallaða, kannast við að hafa geymt hluti fyrir vin sinn sem er ákærður fyrir skipulagða brotastarfsemi í málinu. 29. október 2024 15:01
Sakborningur á áttræðisaldri segist hafa fengið greiðslur frá syni sínum Karlmaður á áttræðisaldri sem er einn sakborninga Sólheimajökulsmálsins svokallaða gaf skýrslu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hann er ákærður fyrir að hafa haft í vörslu sinni 170 grömm af amfetamíni og 667 grömm af kókaíni. 29. október 2024 16:35
„Ég veit ekki af hverju hann segir ósatt“ Jón Ingi Sveinsson, grunaður höfuðpaur í umfangsmiklu fíkniefnamáli, gaf skýrslu í annað sinn á tveimur dögum í aðalmeðferð Sólheimajökulsmálsins svokallaða. Áætlað er að hann muni gefa skýrslu aftur. 29. október 2024 13:01