Gervigreind: Óseðjandi orkuþörf og ósvífin bjartsýni Jean-Rémi Chareyre skrifar 30. október 2024 11:00 Eins og margar tækninýjungar sem á undan hafa komið vekur gervigreindin blendnar tilfinningar. Bjartsýnir spekúlantar sjá í henni endalaus tækifæri til að bæta mannleg kerfi, bæta skilvirkni og auka þekkingu. Aðrir eru svartsýnni og óttast að hún geti leitt til atvinnuleysis, upplýsingaóreiðu eða jafnvel yfirráðs gervigreinda yfir mannkynið. Allri nýrri tækni fylgir áskoranir, en vestræn nútímamenning einkennist meðal annars af nýjungagirni, sem verður til þess að tækninýjungar eru yfirleitt látnar breiðast út um samfélagið óhindrað þangað til slysin gerast, og þá er reynt að bregðast við afleiðingarnar eftirá („innleiða fyrst, hugsa síðan“ virðist vera mottóið). Gervigreindin er engin undantekning frá þessu. Þrátt fyrir aðvörunarorð margra er hún að mestu leyti látin þróast afskiptalaus og það virðist vera gert ráð fyrir því að kostir hennar hljóti á endanum að vega þyngra en gallarnir. Einn ókostur hennar hefur síður verið ræddur, en mun ef til vill reynast sá alvarlegasti: gervigreindin er gríðarlega orkufrekur iðnaður. Starfsemi hennar snýst um að róta í aragrúa tölvugagna og til þess þarf hún sífellt öflugri reiknigetu, sem aftur kallar á nánast endalausa aukningu í eftirspurn eftir raforku. Í heimi þar sem liggur á að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis, sem er meðal annars notað til raforkuframleiðslu, má spyrja sig hvort slík tækni eigi yfirleitt rétt á sér. „Hvernig getur heimurinn náð kolefnishlutleysi ef við höldum áfram að finna upp nýjar aðferðir við að neyta orku?“ spurði gáttaður blaðamaður í nýlegri grein á New Yorker. Greinin vísar meðal annars í rannsóknir Alex De Vries, vísindamanns frá Hollandi sem tók að sér fyrir nokkrum árum að reikna út orkunotkun Bitcoin-námugraftar og birti niðurstöður sínar á vefsíðunni Digiconomist. Samkvæmt síðustu tölum hans gleypur Bitcoin-gröftur nú í sig 45 milljarðar kílówattstundir á ári, sem er meira en öll raforkunotkun Hollands. Nýlega hóf de Vries að rannsaka orkuþörf gervigreindar á borð við ChatGPT og gaf meðal annars út vísindagrein í tímarítinu Joules, en í henni kemur fram að leit í ChatGPT kallar á tíu sinnum meiri orkunotkun en hefðbundin leit í Google, og að Google-leit sem styðst við gervigreind gæti kallað á 30 sinnum meiri orkunotkun, en samkvæmt tölum Alþjóðaorkumálastofnunar (IEA) gleypa gagnaver heimsins nú þegar 2-3% af raforkuframleiðslu heimsins. Gervigreindar-gúrúinn Sam Altman er reyndar vel meðvitaður um þessa stöðu, en er samt sem áður bjartsýnn á framtíðina. Það er gott og blessað, en stundum er fín lína milli þess sem kallast bjartsýni annars vegar og óskhyggju hins vegar. Sam Altman telur að gervigreindin muni gera heiminn að betri stað til að búa á, og muni jafnvel leiða til umbóta á menntakerfum okkar. Það er þó ekki að sjá að fyrri tækninýjungar svo sem snjallsímar, spjaldtölvur, Facebook og Tiktok hafi bætt skólaumhverfið sérstaklega (þvert á móti, ef marka má rannsóknir). Hvað orkuþörf gervigreindar varðar er Sam Altman líka bjartsýnn: kjarnasamruni mun veita okkur aðgang að endalausri hreinni orku og gera gervigreindarbyltinguna mögulega… Gagnaver gleypa nú þegar 2-3% af raforkuframleiðslu heims. Vöxtur gervigreindar kallar á enn meiri orkunotkun, ásamt aukinni þörf á kopar og öðrum málmum sem eru nauðsynleg í framleiðslu búnaðarins.iStock Aðrir eru enn bjartsýnni en Altman og trúa því að gervigreind geti hjálpað mannkyninu í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Það er þó erfitt að átta sig á því hvernig gervigreind ætti að draga úr áhrifum þurrka, hitabylgna eða fellibylja, hvernig hún ætti að koma í veg fyrir bráðnun Grænlandsjökuls, hækkun sjávar eða stöðvun AMOC-hringrásarinnar. Ekki áttar sig maður heldur á því hvernig hún á að sannfæra íbúa iðnríkjanna um að segja skilið við bílamenninguna eða sannfæra íbúa annara ríkja um að halda sig við bíllausa lífsstílinn, eða hvernig hvernig hún á að vernda líf í hafinu og sannfæra dýrategundir í útrýmingarhættu um að staldra við aðeins lengur. Það er sömuleiðis erfitt að sjá hvernig gervigreindin á að hafa áhrif á mannlegt eðli, sem gerir það að verkum að við þráum alltaf meira af öllu (og Sam Altman er sjálfur gott dæmi um það). Blaðamenn hjá Jocobin-miðlinum léku sér að því að spyrja gervigreindina að því hversu mikla orku hún notaði til að svara hinni sömu spurningu. Svarið var svo loðið að reyndur stjórnmálamaður hefði ekki getað gert betur: Líklegast er, að gervigreind verði bara enn ein græjan í leikfangakistunni okkar sem mun lítið annað gera en að auka enn frekar á eftirspurn eftir náttúruauðlindum, hvort sem það er orka, vatn eða málmar, og gera okkur enn erfiðara fyrir að standa við ákvörðun okkar um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda hratt og örugglega. Kolefnisspor Google hefur nú þegar aukist um nær 50% á síðustu 5 árum vegna notkunar á gervigreind og BHP, stærsta námafyrirtæki heimsins, hefur varað við að vöxtur gervigreindar muni auka enn frekar líkur á koparskorti á næstu áratugum… Það er ekki að sjá að íslensk yfirvöld séu meðvituð um þessa hlið gervigreindar. Á vefsíðu Stjórnarráðsins er afstaða hins opinbera gagnvart gervigreind skýrð. Af titlinum að ráða sjá yfirvöld fyrst og fremst „tækifærin“ sem innleiðing gervigreindar felur í sér: „Gervigreind skapar tækifæri í opinberri þjónustu“ Slík „tækifæri“ eru ekki af verri endanum því samkvæmt síðunni er um að ræða hvorki meira né minna en „tækifæri til umbyltingar á ýmsum sviðum“, hvað sem það svo þýðir. Neðar í textanum er reyndar minnst á mögulega ókosti hennar „svo sem hugsanlega hlutdrægni og skort á gagnsæi“ en hvergi er minnst einu orði á umhverfisáhrif hennar. Höfundur er sjálfstætt starfandi blaðamaður og pistlahöfundur á kolefniogmenn.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gervigreind Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Eins og margar tækninýjungar sem á undan hafa komið vekur gervigreindin blendnar tilfinningar. Bjartsýnir spekúlantar sjá í henni endalaus tækifæri til að bæta mannleg kerfi, bæta skilvirkni og auka þekkingu. Aðrir eru svartsýnni og óttast að hún geti leitt til atvinnuleysis, upplýsingaóreiðu eða jafnvel yfirráðs gervigreinda yfir mannkynið. Allri nýrri tækni fylgir áskoranir, en vestræn nútímamenning einkennist meðal annars af nýjungagirni, sem verður til þess að tækninýjungar eru yfirleitt látnar breiðast út um samfélagið óhindrað þangað til slysin gerast, og þá er reynt að bregðast við afleiðingarnar eftirá („innleiða fyrst, hugsa síðan“ virðist vera mottóið). Gervigreindin er engin undantekning frá þessu. Þrátt fyrir aðvörunarorð margra er hún að mestu leyti látin þróast afskiptalaus og það virðist vera gert ráð fyrir því að kostir hennar hljóti á endanum að vega þyngra en gallarnir. Einn ókostur hennar hefur síður verið ræddur, en mun ef til vill reynast sá alvarlegasti: gervigreindin er gríðarlega orkufrekur iðnaður. Starfsemi hennar snýst um að róta í aragrúa tölvugagna og til þess þarf hún sífellt öflugri reiknigetu, sem aftur kallar á nánast endalausa aukningu í eftirspurn eftir raforku. Í heimi þar sem liggur á að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis, sem er meðal annars notað til raforkuframleiðslu, má spyrja sig hvort slík tækni eigi yfirleitt rétt á sér. „Hvernig getur heimurinn náð kolefnishlutleysi ef við höldum áfram að finna upp nýjar aðferðir við að neyta orku?“ spurði gáttaður blaðamaður í nýlegri grein á New Yorker. Greinin vísar meðal annars í rannsóknir Alex De Vries, vísindamanns frá Hollandi sem tók að sér fyrir nokkrum árum að reikna út orkunotkun Bitcoin-námugraftar og birti niðurstöður sínar á vefsíðunni Digiconomist. Samkvæmt síðustu tölum hans gleypur Bitcoin-gröftur nú í sig 45 milljarðar kílówattstundir á ári, sem er meira en öll raforkunotkun Hollands. Nýlega hóf de Vries að rannsaka orkuþörf gervigreindar á borð við ChatGPT og gaf meðal annars út vísindagrein í tímarítinu Joules, en í henni kemur fram að leit í ChatGPT kallar á tíu sinnum meiri orkunotkun en hefðbundin leit í Google, og að Google-leit sem styðst við gervigreind gæti kallað á 30 sinnum meiri orkunotkun, en samkvæmt tölum Alþjóðaorkumálastofnunar (IEA) gleypa gagnaver heimsins nú þegar 2-3% af raforkuframleiðslu heimsins. Gervigreindar-gúrúinn Sam Altman er reyndar vel meðvitaður um þessa stöðu, en er samt sem áður bjartsýnn á framtíðina. Það er gott og blessað, en stundum er fín lína milli þess sem kallast bjartsýni annars vegar og óskhyggju hins vegar. Sam Altman telur að gervigreindin muni gera heiminn að betri stað til að búa á, og muni jafnvel leiða til umbóta á menntakerfum okkar. Það er þó ekki að sjá að fyrri tækninýjungar svo sem snjallsímar, spjaldtölvur, Facebook og Tiktok hafi bætt skólaumhverfið sérstaklega (þvert á móti, ef marka má rannsóknir). Hvað orkuþörf gervigreindar varðar er Sam Altman líka bjartsýnn: kjarnasamruni mun veita okkur aðgang að endalausri hreinni orku og gera gervigreindarbyltinguna mögulega… Gagnaver gleypa nú þegar 2-3% af raforkuframleiðslu heims. Vöxtur gervigreindar kallar á enn meiri orkunotkun, ásamt aukinni þörf á kopar og öðrum málmum sem eru nauðsynleg í framleiðslu búnaðarins.iStock Aðrir eru enn bjartsýnni en Altman og trúa því að gervigreind geti hjálpað mannkyninu í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Það er þó erfitt að átta sig á því hvernig gervigreind ætti að draga úr áhrifum þurrka, hitabylgna eða fellibylja, hvernig hún ætti að koma í veg fyrir bráðnun Grænlandsjökuls, hækkun sjávar eða stöðvun AMOC-hringrásarinnar. Ekki áttar sig maður heldur á því hvernig hún á að sannfæra íbúa iðnríkjanna um að segja skilið við bílamenninguna eða sannfæra íbúa annara ríkja um að halda sig við bíllausa lífsstílinn, eða hvernig hvernig hún á að vernda líf í hafinu og sannfæra dýrategundir í útrýmingarhættu um að staldra við aðeins lengur. Það er sömuleiðis erfitt að sjá hvernig gervigreindin á að hafa áhrif á mannlegt eðli, sem gerir það að verkum að við þráum alltaf meira af öllu (og Sam Altman er sjálfur gott dæmi um það). Blaðamenn hjá Jocobin-miðlinum léku sér að því að spyrja gervigreindina að því hversu mikla orku hún notaði til að svara hinni sömu spurningu. Svarið var svo loðið að reyndur stjórnmálamaður hefði ekki getað gert betur: Líklegast er, að gervigreind verði bara enn ein græjan í leikfangakistunni okkar sem mun lítið annað gera en að auka enn frekar á eftirspurn eftir náttúruauðlindum, hvort sem það er orka, vatn eða málmar, og gera okkur enn erfiðara fyrir að standa við ákvörðun okkar um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda hratt og örugglega. Kolefnisspor Google hefur nú þegar aukist um nær 50% á síðustu 5 árum vegna notkunar á gervigreind og BHP, stærsta námafyrirtæki heimsins, hefur varað við að vöxtur gervigreindar muni auka enn frekar líkur á koparskorti á næstu áratugum… Það er ekki að sjá að íslensk yfirvöld séu meðvituð um þessa hlið gervigreindar. Á vefsíðu Stjórnarráðsins er afstaða hins opinbera gagnvart gervigreind skýrð. Af titlinum að ráða sjá yfirvöld fyrst og fremst „tækifærin“ sem innleiðing gervigreindar felur í sér: „Gervigreind skapar tækifæri í opinberri þjónustu“ Slík „tækifæri“ eru ekki af verri endanum því samkvæmt síðunni er um að ræða hvorki meira né minna en „tækifæri til umbyltingar á ýmsum sviðum“, hvað sem það svo þýðir. Neðar í textanum er reyndar minnst á mögulega ókosti hennar „svo sem hugsanlega hlutdrægni og skort á gagnsæi“ en hvergi er minnst einu orði á umhverfisáhrif hennar. Höfundur er sjálfstætt starfandi blaðamaður og pistlahöfundur á kolefniogmenn.is
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun