Sakborningur á áttræðisaldri segist hafa fengið greiðslur frá syni sínum Jón Þór Stefánsson skrifar 29. október 2024 16:35 Sakborningar Sólheimajökulsmálsins eru á annan tug og því hefur verið þéttsetinn dómsalur í Héraðdómi Reykjavíkur vegna málsins. Vísir/Vilhelm Karlmaður á áttræðisaldri sem er einn sakborninga Sólheimajökulsmálsins svokallaða gaf skýrslu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hann er ákærður fyrir að hafa haft í vörslu sinni 170 grömm af amfetamíni og 667 grömm af kókaíni. Efnin fundust á heimili mannsins í Reykjavík en þau eru sögð hafa verið ætluð til söludreifingar hér á landi. Málið hefur verið kennt við Sólheimajökul sem var nafn á hópspjalli sakborninga á samskiptaforritinu Signal. Sakborningarnir voru upphaflega átján talsins en þrír ákærðu hafa játað sök. Mál þeirra verða tekin fyrir sérstaklega. Þeim er gefið að sök að hafa staðið í skipulagðri brotastarfsemi, með innflutningi, vörslu og sölu á fíkniefnum. Maðurinn er faðir annars sakbornings málsins, hvers þáttur er talinn vera stærri, en sá er grunaður um að taka þátt í skipulagðri brotastarfsemi. Fyrir dómi í dag neitaði maðurinn sök, en neitaði jafnframt að svara flestum spurningum ákæruvaldsins. „Ég ætla ekki að tjá mig neitt um þetta,“ sagði hann, en svör hans við flestum spurningum Karls Inga Vilbergssonar saksóknara voru á þá leið. Maðurinn var spurður út í hvort hann hefði fengið einhverjar greiðslur í tengslum við málið. „Voða litlar,“ sagði hann. „Hversu litlar?“ spurði Karl Ingi. „Svona upp og ofan.“ Hann sagðist hafa fengið þessar greiðslur frá syni sínum. Hann neitaði hins vegar að tjá sig um hvenær eða hversu oft hann hefði fengið þessar greiðslur. Maðurinn var einnig spurður út í skilaboð á samskiptamiðlum, en í lögreglugögnum sagði að hann hefði á einhverjum tímapunkti verið ósáttur með að fá ekki hundrað þúsund krónur. Hann neitað alfarið að tjá sig um það. Elstu tveir sakborningar málsins, maðurinn sem er 71 árs og eldri kona sem er 63 ára gömul, hafa nú bæði gefið skýrslu, en þau eru bæði ákærð fyrir vörslu fíkniefna. Nánar má lesa um framburð konunnar, sem og dóttur hennar, hér. Sólheimajökulsmálið Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Sjá meira
Efnin fundust á heimili mannsins í Reykjavík en þau eru sögð hafa verið ætluð til söludreifingar hér á landi. Málið hefur verið kennt við Sólheimajökul sem var nafn á hópspjalli sakborninga á samskiptaforritinu Signal. Sakborningarnir voru upphaflega átján talsins en þrír ákærðu hafa játað sök. Mál þeirra verða tekin fyrir sérstaklega. Þeim er gefið að sök að hafa staðið í skipulagðri brotastarfsemi, með innflutningi, vörslu og sölu á fíkniefnum. Maðurinn er faðir annars sakbornings málsins, hvers þáttur er talinn vera stærri, en sá er grunaður um að taka þátt í skipulagðri brotastarfsemi. Fyrir dómi í dag neitaði maðurinn sök, en neitaði jafnframt að svara flestum spurningum ákæruvaldsins. „Ég ætla ekki að tjá mig neitt um þetta,“ sagði hann, en svör hans við flestum spurningum Karls Inga Vilbergssonar saksóknara voru á þá leið. Maðurinn var spurður út í hvort hann hefði fengið einhverjar greiðslur í tengslum við málið. „Voða litlar,“ sagði hann. „Hversu litlar?“ spurði Karl Ingi. „Svona upp og ofan.“ Hann sagðist hafa fengið þessar greiðslur frá syni sínum. Hann neitaði hins vegar að tjá sig um hvenær eða hversu oft hann hefði fengið þessar greiðslur. Maðurinn var einnig spurður út í skilaboð á samskiptamiðlum, en í lögreglugögnum sagði að hann hefði á einhverjum tímapunkti verið ósáttur með að fá ekki hundrað þúsund krónur. Hann neitað alfarið að tjá sig um það. Elstu tveir sakborningar málsins, maðurinn sem er 71 árs og eldri kona sem er 63 ára gömul, hafa nú bæði gefið skýrslu, en þau eru bæði ákærð fyrir vörslu fíkniefna. Nánar má lesa um framburð konunnar, sem og dóttur hennar, hér.
Sólheimajökulsmálið Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Sjá meira