„Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 31. október 2024 07:03 Birna Rún Eiríksdóttir er viðmælandi í Einkalífinu. Vísir/Vilhelm „Ég hef alltaf verið með mikla tjáningarþörf. Það er smá pönkari í mér og mér finnst mikilvægt að pota aðeins, því ég vil að við séum stöðugt að vaxa,“ segir leikkonan Birna Rún sem er viðmælandi í Einkalífinu. Hér má sjá viðtalið við Birnu Rún í heild sinni: Triggerandi fyrir undirliggjandi átröskun Birna Rún hefur í gegnum tíðina rætt opinskátt um kvíða, ADHD og átröskun. Í kjölfar MeToo bylgjunnar skrifar Birna Rún pistil um sína upplifun og reynslu af leiklistarheiminum og LHÍ. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég hendi einhverju út þar sem ég er að segja: „Þetta er ekki mín ábyrgð“ og ég fékk rosalega mikið út úr því. Ég skrifaði um þá staðreynd að ég væri bara að útskrifast úr LHÍ en ég viti samt fullvel út frá eigin reynslu að þetta sé í gangi í okkar bransa. Það sem var til dæmis í gangi þarna var að þú varst ekki að fara að taka upp súkkulaðistykki og vera stolt af því. Þar liggur átröskunarhegðun og það hvernig við ræddum líkamsvirðingu. Ef þú varst með undirliggjandi átröskun þá var þetta að fara að triggera þetta. Ég þurfti líka að láta vita af áreiti í skólanum og svörin sem ég fékk var þú verður að vera skýrari við manneskjuna sem er að áreita þig. Ég var að vera mjög skýr,“ segir Birna. Ákveðið fólk sem tók þessu ekki vel Pistillinn fór sem eldur um sinu á Internetinu og fékk Birna bæði jákvæð og neikvæð viðbrögð. „Ég skrifaði þennan pistil og þetta var bara komið á alla fjölmiðla strax en það voru ofboðslega margar konur sem höfðu samband og voru að þakka mér fyrir. Þetta er búið að bitna á mér líka, það var ákveðið fólk sem tók þessu ekki vel og átti erfitt með þetta en það er bara hluti af því þegar maður vill breyta einhverju, það eru ekki allir sammála þér.“ Hún segist blessunarlega telja að þetta sé að breytast aðeins í bransanum núna. „Ég held samt að ef þú ert leikkona og mættir velja að vera grannvaxin þá myndirðu velja það. Mér finnst það samt að breytast og sem betur fer er meiri fjölbreytni í líkömum, bæði í leikhúsi og kvikmyndum. Það er mikilvægt að vita að hæfileikarnir okkar hafa ekkert með kílóin að gera.“ Aðspurð hvernig samband hennar við sjálfa sig sé í dag svarar Birna: „Ég viðurkenni að það sé upp og niður. Ég fer aldrei í þannig lægð að það fer að stjórna mér, ég beiti mig ekki ofbeldi lengur eða neita mér um mat. Ég er að byggja mig upp og ég ætla ekki að hreyfa mig nema það sé hreyfing sem mér finnst skemmtileg. Ég er að reyna að gera það sem mér finnst ógeðslega gaman. Ég er alveg hætt að hreyfa mig til að refsa mér. Ég borða það sem ég vil því ég elska mig.“ Einkalífið Geðheilbrigði MeToo Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Lífið Fleiri fréttir Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Sjá meira
Hér má sjá viðtalið við Birnu Rún í heild sinni: Triggerandi fyrir undirliggjandi átröskun Birna Rún hefur í gegnum tíðina rætt opinskátt um kvíða, ADHD og átröskun. Í kjölfar MeToo bylgjunnar skrifar Birna Rún pistil um sína upplifun og reynslu af leiklistarheiminum og LHÍ. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég hendi einhverju út þar sem ég er að segja: „Þetta er ekki mín ábyrgð“ og ég fékk rosalega mikið út úr því. Ég skrifaði um þá staðreynd að ég væri bara að útskrifast úr LHÍ en ég viti samt fullvel út frá eigin reynslu að þetta sé í gangi í okkar bransa. Það sem var til dæmis í gangi þarna var að þú varst ekki að fara að taka upp súkkulaðistykki og vera stolt af því. Þar liggur átröskunarhegðun og það hvernig við ræddum líkamsvirðingu. Ef þú varst með undirliggjandi átröskun þá var þetta að fara að triggera þetta. Ég þurfti líka að láta vita af áreiti í skólanum og svörin sem ég fékk var þú verður að vera skýrari við manneskjuna sem er að áreita þig. Ég var að vera mjög skýr,“ segir Birna. Ákveðið fólk sem tók þessu ekki vel Pistillinn fór sem eldur um sinu á Internetinu og fékk Birna bæði jákvæð og neikvæð viðbrögð. „Ég skrifaði þennan pistil og þetta var bara komið á alla fjölmiðla strax en það voru ofboðslega margar konur sem höfðu samband og voru að þakka mér fyrir. Þetta er búið að bitna á mér líka, það var ákveðið fólk sem tók þessu ekki vel og átti erfitt með þetta en það er bara hluti af því þegar maður vill breyta einhverju, það eru ekki allir sammála þér.“ Hún segist blessunarlega telja að þetta sé að breytast aðeins í bransanum núna. „Ég held samt að ef þú ert leikkona og mættir velja að vera grannvaxin þá myndirðu velja það. Mér finnst það samt að breytast og sem betur fer er meiri fjölbreytni í líkömum, bæði í leikhúsi og kvikmyndum. Það er mikilvægt að vita að hæfileikarnir okkar hafa ekkert með kílóin að gera.“ Aðspurð hvernig samband hennar við sjálfa sig sé í dag svarar Birna: „Ég viðurkenni að það sé upp og niður. Ég fer aldrei í þannig lægð að það fer að stjórna mér, ég beiti mig ekki ofbeldi lengur eða neita mér um mat. Ég er að byggja mig upp og ég ætla ekki að hreyfa mig nema það sé hreyfing sem mér finnst skemmtileg. Ég er að reyna að gera það sem mér finnst ógeðslega gaman. Ég er alveg hætt að hreyfa mig til að refsa mér. Ég borða það sem ég vil því ég elska mig.“
Einkalífið Geðheilbrigði MeToo Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Lífið Fleiri fréttir Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Sjá meira