Býst við að hætta áður en VAR nær til Íslands Sindri Sverrisson skrifar 28. október 2024 11:01 Pétur Guðmundsson þótti skara fram úr í dómgæslunni í Bestu deild karla í ár. Stöð 2 Sport Pétur Guðmundsson er dómari ársins í Bestu deild karla í fótbolta, bæði að mati Stúkunnar á Stöð 2 Sport og að mati leikmanna deildarinnar. Guðmundur Benediktsson ræddi við hann eftir lokaleik deildarinnar í gær. Pétur átti frábært sumar og lagði sitt að mörkum við að gera deildina skemmtilega enda þekktur fyrir að vilja sem minnst þurfa að stöðva leikinn. Guðmundur benti á að það hlyti þó að verða sífellt erfiðara að dæma leiki, með síauknum hraða og gervigrasvæðingu: „Þetta er orðið meira krefjandi. Þetta er vissulega orðinn hraðari leikur, sem betur fer, við máttum nú alveg við því. Og við þolum það alveg. Við höndlum þetta. Við komum alltaf vel undirbúnir og æfum okkur vel fyrir mót, en vissulega geta hraðir leikir hjá góðum liðum verið mjög krefjandi, eins og við sáum hérna [í leik Víkings og Breiðabliks]. Þá þurfa menn að vera í toppstandi til að halda í við þetta,“ sagði Pétur sem meðal annars hlaut þann heiður að dæma bikarúrslitaleikinn í ár. Dómarar tilbúnir en strandar á peningum Sífellt fleiri deildir notast við myndbandsdómgæslu en hennar nýtur þó ekki við í Bestu deildinni. Pétur reiknar ekki með að eiga eftir að kíkja í VAR-sjána áður en dómaraferlinum lýkur: „Nei, ég á það stutt eftir af þessu þannig að ég hugsa að ég nái því nú ekki. En ég held að VAR hljóti að koma í framtíðinni. Við erum klárir og búnir að þjálfa okkar bestu menn í þetta. Þeir eru tilbúnir en ég held að þetta strandi bara á peningum. En ég hef trú á að þetta komi,“ segir Pétur. Guðmundur hvatti Pétur, sem verður 55 ára í næsta mánuði, til að dæma áfram sem lengst. „Við megum dæma óaldurstengt, þannig að ef að menn ná þrektestinu þá mega þeir dæma,“ segir Pétur sem hvetur jafnframt fólk til að spreyta sig á dómgæslu því þörfin sé vissulega til staðar fyrir fleiri dómara. Besta deild karla Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Sjá meira
Pétur átti frábært sumar og lagði sitt að mörkum við að gera deildina skemmtilega enda þekktur fyrir að vilja sem minnst þurfa að stöðva leikinn. Guðmundur benti á að það hlyti þó að verða sífellt erfiðara að dæma leiki, með síauknum hraða og gervigrasvæðingu: „Þetta er orðið meira krefjandi. Þetta er vissulega orðinn hraðari leikur, sem betur fer, við máttum nú alveg við því. Og við þolum það alveg. Við höndlum þetta. Við komum alltaf vel undirbúnir og æfum okkur vel fyrir mót, en vissulega geta hraðir leikir hjá góðum liðum verið mjög krefjandi, eins og við sáum hérna [í leik Víkings og Breiðabliks]. Þá þurfa menn að vera í toppstandi til að halda í við þetta,“ sagði Pétur sem meðal annars hlaut þann heiður að dæma bikarúrslitaleikinn í ár. Dómarar tilbúnir en strandar á peningum Sífellt fleiri deildir notast við myndbandsdómgæslu en hennar nýtur þó ekki við í Bestu deildinni. Pétur reiknar ekki með að eiga eftir að kíkja í VAR-sjána áður en dómaraferlinum lýkur: „Nei, ég á það stutt eftir af þessu þannig að ég hugsa að ég nái því nú ekki. En ég held að VAR hljóti að koma í framtíðinni. Við erum klárir og búnir að þjálfa okkar bestu menn í þetta. Þeir eru tilbúnir en ég held að þetta strandi bara á peningum. En ég hef trú á að þetta komi,“ segir Pétur. Guðmundur hvatti Pétur, sem verður 55 ára í næsta mánuði, til að dæma áfram sem lengst. „Við megum dæma óaldurstengt, þannig að ef að menn ná þrektestinu þá mega þeir dæma,“ segir Pétur sem hvetur jafnframt fólk til að spreyta sig á dómgæslu því þörfin sé vissulega til staðar fyrir fleiri dómara.
Besta deild karla Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Sjá meira