Ræddi við konuna og fékk bingó: „Tími til að fara aftur til Eyja Aron Guðmundsson skrifar 26. október 2024 09:31 Þorlákur Árnason, nýr þjálfari karlaliðs ÍBV í fótbolta þekkir vel til Vestmannaeyja og er spenntur fyrir því að snúa þangað aftur. Mynd: ÍBV Eftir ævintýri í Hong Kong, Portúgal og Svíþjóð er komið að næsta kafla á þjálfaraferli Þorláks Árnasonar sem hefur verið ráðinn þjálfari ÍBV sem leikur í Bestu deildinni á næsta ári. Láki, eins og hann er jafnan kallaður, er spenntur að snúa aftur til Eyja þar sem að hann átti góðar stundir sem krakki. Hann vill að ÍBV liðið sýni hinn sanna anda sem einkennir Eyjamenn. Aðdragandinn að samstarfi Þorláks og ÍBV var stuttur. Hann var að eigin sögn ný lagstur í sófann eftir að hætt sem þjálfari portúgalska kvennaliðsins Damaiense sem náði sínum besta árangri frá upphafi í úrvalsdeildinni, þegar að kallið kom úr Vestmannaeyjum eftir að Hermann Hreiðarsson hafði óvænt sagt upp störfum sem þjálfari liðsins. Þorlákur mun flytja til Eyja, fjölskyldan verður eftir á höfuðborgarsvæðinu, Láki þekkir lífið á eyjunni vel og segir það einna helst tvennt sem heilli hann við það tækifæri að taka við ÍBV á þessum tímapunkti. „Ég er náttúrulega alinn upp í Vestmannaeyjum. Bjó þar sem krakki og fannst núna vera kominn tími til að fara aftur til Eyja. Síðan finnst mér þetta ÍBV lið mjög spennandi. Það eru leikmenn þarna á góðum aldri. Leikmenn á aldrinum 22-27 ára. Margir leikmenn sem geta bætt sig að mínu mati. Þetta tvennt gerði útslagið fyrir mig.“ ÍBV tryggði sig beint upp í Bestu deildina með því að verða Lengjudeildarmeistari. Fótboltahefðin er mikil í Eyjum, margir sem horfa á ÍBV sem félag sem á heima í efstu deild en karlaliðið hefur verið yoyo undanfarin ár. „Lengjudeildin er gríðarlega erfið og jöfn deild eins og þú sagðir sjálfur. Ég er búinn að þjálfa í henni nokkrum sinnum. Ég held bara að það sé stemning í þessum leikmannahópi. Aðkomumennirnir sem hafa verið á mála hjá liðinu eru orðnir að miklu leiti bara Eyjamenn. Það er nauðsynlegt. Stemningin er svo mikilvægur þáttur í þessu þegar að þú ert að spila fyrir ÍBV. Þeir áttu skilið að fara upp. Nú snýst þetta bara um að sanna sig í Bestu deildinni.“ „Ég held að í grunnin sé það akkúrat það sem þessir hlutlausu hugsa. Er ÍBV að fara að vera áfram eitthvað yoyo lið? Ég hef trú á því að við verðum með frambærilegt lið á næsta ári. Það hefur allavegana engin áhrif á mig.“ Eyjamenn breytast í Spartverja Láki ætlar að flytjast búferlum til Vestmannaeyja. „Stutt spjall við konuna og bingó,“ segir Láki sem heldur þó einn til Vestmannaeyja. „Konan er æviráðin íþróttakennari hérna konan og fer ekki fet. Við höfum þó náð góðu jafnvægi í sambandið með því að vera í fjarbúð. Það verður ekkert vandamál.“ Fram undan spennandi tímar í Vestmannaeyjum þar sem að Láki skrifaði undir þriggja ára samning við ÍBV. Hvernig horfir hann á þessi þrjú ár fram undan varðandi liðið og fótboltann? „Ég hef lært að hugsa þetta bara eitt ár fram í tímann. Fyrsta verkið núna er að hitta leikmenn, fara yfir stöðuna með þeim. Fá það á hreint hvaða leikmenn verða áfram. Það eru einhverjir leikmenn sem eru að hætta, aðrir sem eru að færa sig um set. Síðan förum við í að reyna fá leikmenn inn í stað þeirra sem eru að fara. Ég sest niður með leikmönnum og fer yfir markmiðin. Ég bara vonast til að við verðum með lið sem getur verið með þennan eyja anda. Að við höldum honum. Það er bara þannig í heimamönnunum sem og þeim sem fara til Eyja að þeir breytast í einhverja Spartverja þegar að leikurinn er flautaður á. Svo viljum við líka spila góðan fótbolta. Blanda þessu tvennu saman. Spilað stutt og langt, hafa baráttu en líka tæknilega getu. Það er það sem skiptir mig mestu máli. Að hafa þessi einkennismerki, DNA-ið í liðinu verði spennandi.“ Besta deild karla ÍBV Vestmannaeyjar Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Sjá meira
Aðdragandinn að samstarfi Þorláks og ÍBV var stuttur. Hann var að eigin sögn ný lagstur í sófann eftir að hætt sem þjálfari portúgalska kvennaliðsins Damaiense sem náði sínum besta árangri frá upphafi í úrvalsdeildinni, þegar að kallið kom úr Vestmannaeyjum eftir að Hermann Hreiðarsson hafði óvænt sagt upp störfum sem þjálfari liðsins. Þorlákur mun flytja til Eyja, fjölskyldan verður eftir á höfuðborgarsvæðinu, Láki þekkir lífið á eyjunni vel og segir það einna helst tvennt sem heilli hann við það tækifæri að taka við ÍBV á þessum tímapunkti. „Ég er náttúrulega alinn upp í Vestmannaeyjum. Bjó þar sem krakki og fannst núna vera kominn tími til að fara aftur til Eyja. Síðan finnst mér þetta ÍBV lið mjög spennandi. Það eru leikmenn þarna á góðum aldri. Leikmenn á aldrinum 22-27 ára. Margir leikmenn sem geta bætt sig að mínu mati. Þetta tvennt gerði útslagið fyrir mig.“ ÍBV tryggði sig beint upp í Bestu deildina með því að verða Lengjudeildarmeistari. Fótboltahefðin er mikil í Eyjum, margir sem horfa á ÍBV sem félag sem á heima í efstu deild en karlaliðið hefur verið yoyo undanfarin ár. „Lengjudeildin er gríðarlega erfið og jöfn deild eins og þú sagðir sjálfur. Ég er búinn að þjálfa í henni nokkrum sinnum. Ég held bara að það sé stemning í þessum leikmannahópi. Aðkomumennirnir sem hafa verið á mála hjá liðinu eru orðnir að miklu leiti bara Eyjamenn. Það er nauðsynlegt. Stemningin er svo mikilvægur þáttur í þessu þegar að þú ert að spila fyrir ÍBV. Þeir áttu skilið að fara upp. Nú snýst þetta bara um að sanna sig í Bestu deildinni.“ „Ég held að í grunnin sé það akkúrat það sem þessir hlutlausu hugsa. Er ÍBV að fara að vera áfram eitthvað yoyo lið? Ég hef trú á því að við verðum með frambærilegt lið á næsta ári. Það hefur allavegana engin áhrif á mig.“ Eyjamenn breytast í Spartverja Láki ætlar að flytjast búferlum til Vestmannaeyja. „Stutt spjall við konuna og bingó,“ segir Láki sem heldur þó einn til Vestmannaeyja. „Konan er æviráðin íþróttakennari hérna konan og fer ekki fet. Við höfum þó náð góðu jafnvægi í sambandið með því að vera í fjarbúð. Það verður ekkert vandamál.“ Fram undan spennandi tímar í Vestmannaeyjum þar sem að Láki skrifaði undir þriggja ára samning við ÍBV. Hvernig horfir hann á þessi þrjú ár fram undan varðandi liðið og fótboltann? „Ég hef lært að hugsa þetta bara eitt ár fram í tímann. Fyrsta verkið núna er að hitta leikmenn, fara yfir stöðuna með þeim. Fá það á hreint hvaða leikmenn verða áfram. Það eru einhverjir leikmenn sem eru að hætta, aðrir sem eru að færa sig um set. Síðan förum við í að reyna fá leikmenn inn í stað þeirra sem eru að fara. Ég sest niður með leikmönnum og fer yfir markmiðin. Ég bara vonast til að við verðum með lið sem getur verið með þennan eyja anda. Að við höldum honum. Það er bara þannig í heimamönnunum sem og þeim sem fara til Eyja að þeir breytast í einhverja Spartverja þegar að leikurinn er flautaður á. Svo viljum við líka spila góðan fótbolta. Blanda þessu tvennu saman. Spilað stutt og langt, hafa baráttu en líka tæknilega getu. Það er það sem skiptir mig mestu máli. Að hafa þessi einkennismerki, DNA-ið í liðinu verði spennandi.“
Besta deild karla ÍBV Vestmannaeyjar Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Sjá meira