Skoðaði hvað fólk gerði á Facebook án samþykkis Árni Sæberg skrifar 25. október 2024 11:31 Samfylkingin skoðaði hvað fólk líkaði við á Facebook í aðdraganda síðustu kosninga. Síðan þá hefur ný forysta tekið við í flokknum. Vísir/Ívar Fannar Samfylkingin skar sig úr í frumkvæðisathugun Persónuverndar á notkun stjórnmálasamtaka á samfélagsmiðlum fyrir kosningar til Alþingis 2021, með víðtækri notkun persónusniða á grundvelli skráningar Facebook á áhugamálum notenda. Viðreisn nýtti sér upplýsingar um þá sem líkað höfðu við flokkinn á Facebook og Instagram og heimsótt vefsíðu hans. Þó var ekki talið tilefni til að beita valdheimildum Persónuverndar. Persónuvernd hefur gefið út álit í framhaldi af athugun á notkun stjórnmálasamtaka á samfélagsmiðlum fyrir kosningar til Alþingis 2021. Með álitinu er kannað hvort unnið hafi verið í samræmi við fyrra álit á þessu sviði frá 5. mars 2020 og er þar að finna niðurstöður um hvernig umrædd vinnsla horfir við ákvæðum persónuverndarlöggjafarinnar. Þá er þar að finna áminningu vegna komandi kosninga. Notaði upplýsingar um hvað fólk líkaði við Í niðurstöðu Persónuverndar segir að almennt hafi stjórnmálasamtök eingöngu notast við breytur mjög almenns eðlis, það er aldursbil og grófa staðsetningu. Einn flokkur, Samfylkingin, hafi þó skorið sig úr með víðtækri notkun persónusniða á grundvelli skráningar Facebook á áhugamálum notenda. Þá hafi hún sent auglýsingar á þá sem líkað höfðu við tiltekið efni á samfélagsmiðlum, samhliða heimsókn á vefsíðu flokksins eða áhorfi á myndbönd hans, svo og þá sem álitnir voru líkjast þeim hópum. Ekkert samþykki lá fyrir Jafnframt hafi Viðreisn notast við upplýsingar um þá sem líkað höfðu við flokkinn á Facebook og Instagram og heimsótt vefsíðu hans, sem og vini umræddra Facebook-notenda og þá sem svipaði til þeirra á miðlinum. Ekki verði á því byggt að hjá umræddum flokkum hafi legið fyrir samþykki hinna skráðu í samræmi við gagnsæiskröfur, en einnig verði að líta til nærgönguls eðlis umræddrar vinnslu. „Að þessu virtu, svo og kröfu um að notkun persónusniða samrýmist lýðræðislegum gildum, reynir jafnframt á hvort meðalhófs hafi verið gætt.“ Í ljósi þess að á samevrópskum vettvangi sé enn beðið úrlausnar, sem skipta muni máli í þessu samhengi, gefist hins vegar ekki tilefni til beitingar valdheimilda Persónuverndar. Ekkert Tiktok síðast Samhliða álitinu hefur Persónuvernd gefið út áminningu vegna komandi kosninga. Þar segir að brýnt sé að farið verði að þeim sjónarmiðum sem lýst er í álitinu hvað snertir nálgun við kjósendur á samfélagsmiðlum. Meðal annars þurfi að fylgja sameiginlegum verklagsreglum stjórnmálasamtaka til að tryggja gagnsæi við vinnslu persónuupplýsinga á samfélagsmiðlum vegna kosninga, hafa tilvísun til viðeigandi fræðslu í auglýsingum og tryggja að auglýsingastofur og greiningaraðilar gæti einnig þeirra sjónarmiða sem lýst er í álitinu. Álitið sé óháð því hvaða samfélagsmiðlar eru notaðir hverju sinni. Komið hafi fram á sjónarsviðið nýir slíkar miðlar og megi þar nefna Tiktok, sem ekki hafi verið nýttur til auglýsinga í tengslum við alþingiskosningarnar 2021 en hafi síðan notið sívaxandi vinsælda, einkum meðal yngra fólks. Öll þau sjónarmið sem rakin eru í álitinu eigi við um þann miðil með sama hætti og aðra samfélagsmiðla, þar á meðal Facebook, sem hingað til hafi mest verið notað af almenningi og við afmörkun markhópa við birtingu auglýsinga fyrir tilteknum einstaklingum á netinu. Samfylkingin Viðreisn Persónuvernd Alþingiskosningar 2024 Samfélagsmiðlar Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Sjá meira
Persónuvernd hefur gefið út álit í framhaldi af athugun á notkun stjórnmálasamtaka á samfélagsmiðlum fyrir kosningar til Alþingis 2021. Með álitinu er kannað hvort unnið hafi verið í samræmi við fyrra álit á þessu sviði frá 5. mars 2020 og er þar að finna niðurstöður um hvernig umrædd vinnsla horfir við ákvæðum persónuverndarlöggjafarinnar. Þá er þar að finna áminningu vegna komandi kosninga. Notaði upplýsingar um hvað fólk líkaði við Í niðurstöðu Persónuverndar segir að almennt hafi stjórnmálasamtök eingöngu notast við breytur mjög almenns eðlis, það er aldursbil og grófa staðsetningu. Einn flokkur, Samfylkingin, hafi þó skorið sig úr með víðtækri notkun persónusniða á grundvelli skráningar Facebook á áhugamálum notenda. Þá hafi hún sent auglýsingar á þá sem líkað höfðu við tiltekið efni á samfélagsmiðlum, samhliða heimsókn á vefsíðu flokksins eða áhorfi á myndbönd hans, svo og þá sem álitnir voru líkjast þeim hópum. Ekkert samþykki lá fyrir Jafnframt hafi Viðreisn notast við upplýsingar um þá sem líkað höfðu við flokkinn á Facebook og Instagram og heimsótt vefsíðu hans, sem og vini umræddra Facebook-notenda og þá sem svipaði til þeirra á miðlinum. Ekki verði á því byggt að hjá umræddum flokkum hafi legið fyrir samþykki hinna skráðu í samræmi við gagnsæiskröfur, en einnig verði að líta til nærgönguls eðlis umræddrar vinnslu. „Að þessu virtu, svo og kröfu um að notkun persónusniða samrýmist lýðræðislegum gildum, reynir jafnframt á hvort meðalhófs hafi verið gætt.“ Í ljósi þess að á samevrópskum vettvangi sé enn beðið úrlausnar, sem skipta muni máli í þessu samhengi, gefist hins vegar ekki tilefni til beitingar valdheimilda Persónuverndar. Ekkert Tiktok síðast Samhliða álitinu hefur Persónuvernd gefið út áminningu vegna komandi kosninga. Þar segir að brýnt sé að farið verði að þeim sjónarmiðum sem lýst er í álitinu hvað snertir nálgun við kjósendur á samfélagsmiðlum. Meðal annars þurfi að fylgja sameiginlegum verklagsreglum stjórnmálasamtaka til að tryggja gagnsæi við vinnslu persónuupplýsinga á samfélagsmiðlum vegna kosninga, hafa tilvísun til viðeigandi fræðslu í auglýsingum og tryggja að auglýsingastofur og greiningaraðilar gæti einnig þeirra sjónarmiða sem lýst er í álitinu. Álitið sé óháð því hvaða samfélagsmiðlar eru notaðir hverju sinni. Komið hafi fram á sjónarsviðið nýir slíkar miðlar og megi þar nefna Tiktok, sem ekki hafi verið nýttur til auglýsinga í tengslum við alþingiskosningarnar 2021 en hafi síðan notið sívaxandi vinsælda, einkum meðal yngra fólks. Öll þau sjónarmið sem rakin eru í álitinu eigi við um þann miðil með sama hætti og aðra samfélagsmiðla, þar á meðal Facebook, sem hingað til hafi mest verið notað af almenningi og við afmörkun markhópa við birtingu auglýsinga fyrir tilteknum einstaklingum á netinu.
Samfylkingin Viðreisn Persónuvernd Alþingiskosningar 2024 Samfélagsmiðlar Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Sjá meira