Með samvinnu, stuðning og skilningi er hægt að finna nýjar leiðir til að vera félagslega virkur – jafnvel í erfiðum aðstæðum Kolbrún Halla Guðjónsdóttir skrifar 25. október 2024 11:00 Þegar einstaklingur greinist með krabbamein verður lífið fyrir miklum breytingum. Orkuleysi, þreyta og aukin hætta á sýkingum veldur því oft að fólk dregur sig í hlé úr félagslegri þátttöku sinni. Fólk sem var áður virkt í t.d. líkamsrækt eða útivist með vinum getur ekki tekið þátt á sama hátt. Það er ekki lengur möguleiki að fara í fjallgöngur eða kvöldskemmtanir með vinkonunum. Helgarfrí með barnabörnunum verður of krefjandi og áfram má telja. Þeir sem búa einir eða eru með takmarkað tengslanet eru viðkvæmari fyrir og geta upplifað sig enn einangraðri. Einangrunin getur haft áhrif á líkamlega, andlega og tilfinningalega líðan og ýtt undir kvíða og þunglyndi. Aukin hætta er á að einstaklingar missi tengslin við það sem áður gaf þeim tilgang s.s. vinnu, tómstundaiðju og stuðningsnetið sitt. Því lengur sem einangrunin varir því erfiðara reynist einstaklingum að komast út aftur í hið daglega líf. Félagsleg þátttaka er mikilvæg fyrir andlega líðan og heilsu einstaklinga. Samvera með öðrum getur minnkað streitu og vanlíðan, bætt sjálfsmynd og stuðlað að bættri andlegri líðan. Iðjuþjálfar beina sjónum sínum að því hvernig hægt er að viðhalda og efla félagslega þátttöku einstaklinga í ýmsum aðstæðum og hvernig hægt er að útfæra hana á nýjan hátt þegar þörf krefur. Í Ljósinu starfar hópur iðjuþjálfa sem styðja einstaklinga í gegnum endurhæfinguna eftir krabbameinsgreiningu. Eitt af okkar markmiðum er m.a. að styðja skjólstæðinga okkar í að viðhalda félagslegri þátttöku sinni og finna leiðir til að aðlaga hana þegar þarf. Ýmsar leiðir eru til að aðlaga félagslega þátttöku. Þó einstaklingar komist ekki í ræktina með vinahópnum er hægt að fara í rólegan og stuttan göngutúr eða hittast á kaffihúsi. Þegar orkan er lítil eða ónæmiskerfið í lágmarki getur verið gott að skipuleggja símtöl eða heimsókn. Mikilvægt er að stuðningaðilar þess krabbameinsgreinda geri sér grein fyrir breyttum þörfum og séu tilbúnir að koma til móts við þær. Í erfiðleikum líkt og við krabbameinsgreiningu er ekki síður mikilvægt að komast í samskipti við aðra sem skilja og þekkja upplifunina. Að tengjast öðrum sem skilja getur veitt öryggi, styrkt félagslega þátttöku og dregið úr einangrun ásamt því að upplifa sig tilheyra einhverjum hópi. Einn liður í starfi Ljóssins eru jafningjahópar sem hittast reglulega. Jafningjahóparnir eru misjafnir og skipulag þeirra er gert til að flestir geti fundið hóp við sitt hæfi. Í Ljósinu er einnig boðið upp á ýmis námskeið, handverkshópa og hreyfingu þar sem hægt er að vera í samneyti við aðra krabbameinsgreinda í öruggu umhverfi. Í gegnum tiðina hafa myndast margir sterkir hópar innan Ljóssins sem hafa haldið tengslum áfram eftir að endurhæfingu lýkur. Eðlilegt er að um tíma verði helsta stuðningsnetið jafningjar úr Ljósinu en síðar í bataferlinu aukast tengslin við aðra aftur. Félagsleg þátttaka með jafningjum eða öðrum er mikilvæg fyrir líðan einstaklinga sem greinast með krabbamein. Það skiptir ekki máli hvernig samskiptin eiga sér stað, heldur að þau séu til staðar og að þau gerist á forsendum viðkomandi. Með samvinnu, stuðning og skilningi er hægt að finna nýjar leiðir til að vera félagslega virkur – jafnvel í erfiðum aðstæðum. Höfundur er iðjujálfi í Ljósinu endurhæfingarmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda en í tilefni dags iðjuþjálfunar þann 27. október vekur miðstöðin athygli á þessari mikilvægu starfsstétt næstu daga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Krabbamein Heilbrigðismál Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Þegar einstaklingur greinist með krabbamein verður lífið fyrir miklum breytingum. Orkuleysi, þreyta og aukin hætta á sýkingum veldur því oft að fólk dregur sig í hlé úr félagslegri þátttöku sinni. Fólk sem var áður virkt í t.d. líkamsrækt eða útivist með vinum getur ekki tekið þátt á sama hátt. Það er ekki lengur möguleiki að fara í fjallgöngur eða kvöldskemmtanir með vinkonunum. Helgarfrí með barnabörnunum verður of krefjandi og áfram má telja. Þeir sem búa einir eða eru með takmarkað tengslanet eru viðkvæmari fyrir og geta upplifað sig enn einangraðri. Einangrunin getur haft áhrif á líkamlega, andlega og tilfinningalega líðan og ýtt undir kvíða og þunglyndi. Aukin hætta er á að einstaklingar missi tengslin við það sem áður gaf þeim tilgang s.s. vinnu, tómstundaiðju og stuðningsnetið sitt. Því lengur sem einangrunin varir því erfiðara reynist einstaklingum að komast út aftur í hið daglega líf. Félagsleg þátttaka er mikilvæg fyrir andlega líðan og heilsu einstaklinga. Samvera með öðrum getur minnkað streitu og vanlíðan, bætt sjálfsmynd og stuðlað að bættri andlegri líðan. Iðjuþjálfar beina sjónum sínum að því hvernig hægt er að viðhalda og efla félagslega þátttöku einstaklinga í ýmsum aðstæðum og hvernig hægt er að útfæra hana á nýjan hátt þegar þörf krefur. Í Ljósinu starfar hópur iðjuþjálfa sem styðja einstaklinga í gegnum endurhæfinguna eftir krabbameinsgreiningu. Eitt af okkar markmiðum er m.a. að styðja skjólstæðinga okkar í að viðhalda félagslegri þátttöku sinni og finna leiðir til að aðlaga hana þegar þarf. Ýmsar leiðir eru til að aðlaga félagslega þátttöku. Þó einstaklingar komist ekki í ræktina með vinahópnum er hægt að fara í rólegan og stuttan göngutúr eða hittast á kaffihúsi. Þegar orkan er lítil eða ónæmiskerfið í lágmarki getur verið gott að skipuleggja símtöl eða heimsókn. Mikilvægt er að stuðningaðilar þess krabbameinsgreinda geri sér grein fyrir breyttum þörfum og séu tilbúnir að koma til móts við þær. Í erfiðleikum líkt og við krabbameinsgreiningu er ekki síður mikilvægt að komast í samskipti við aðra sem skilja og þekkja upplifunina. Að tengjast öðrum sem skilja getur veitt öryggi, styrkt félagslega þátttöku og dregið úr einangrun ásamt því að upplifa sig tilheyra einhverjum hópi. Einn liður í starfi Ljóssins eru jafningjahópar sem hittast reglulega. Jafningjahóparnir eru misjafnir og skipulag þeirra er gert til að flestir geti fundið hóp við sitt hæfi. Í Ljósinu er einnig boðið upp á ýmis námskeið, handverkshópa og hreyfingu þar sem hægt er að vera í samneyti við aðra krabbameinsgreinda í öruggu umhverfi. Í gegnum tiðina hafa myndast margir sterkir hópar innan Ljóssins sem hafa haldið tengslum áfram eftir að endurhæfingu lýkur. Eðlilegt er að um tíma verði helsta stuðningsnetið jafningjar úr Ljósinu en síðar í bataferlinu aukast tengslin við aðra aftur. Félagsleg þátttaka með jafningjum eða öðrum er mikilvæg fyrir líðan einstaklinga sem greinast með krabbamein. Það skiptir ekki máli hvernig samskiptin eiga sér stað, heldur að þau séu til staðar og að þau gerist á forsendum viðkomandi. Með samvinnu, stuðning og skilningi er hægt að finna nýjar leiðir til að vera félagslega virkur – jafnvel í erfiðum aðstæðum. Höfundur er iðjujálfi í Ljósinu endurhæfingarmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda en í tilefni dags iðjuþjálfunar þann 27. október vekur miðstöðin athygli á þessari mikilvægu starfsstétt næstu daga.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun