Fjölmennar kvennastéttir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar 24. október 2024 14:01 Frambjóðandi menntaði sig inn í tvær kvennastéttir sem sinna mikilvægum störfum, sjúkraliðar og kennarar. Báðar þessar stéttir þiggja lág laun fyrir störf sín þegar horft er til meðallauna í landinu. Alþjóð veit það. Kjarabarátta kennara stendur yfir. Krafan er, að staðið sé við gefið loforð þegar lífeyrisréttindi milli markaða var jafnaður. Báðar stéttirnar starfa undir miklu álagi, hvor á sínum vettvangi. Báðar stéttirnar eru mikilvægar í þjóðfélaginu, hvor á sínum vettvangi. Báðar stéttirnar eru að mestu skipaðar konum. Báðar stéttirnar glíma við nýliðunarvanda sem þarf að leysa. Báðar stéttirnar vilja gjarnan fleiri karlmenn í fagið. Þjóðin eldist og því verður sjúkraliðastéttin mikilvægari með hverju ári sem líður. Krafa er uppi um að byggja fleiri öldrunarheimili, gott svo langt sem það nær. Formaður eldri borgarar Helgi Pétursson sagði í viðtali að bygging öldrunarheimilis á Húsavík kosti um 80 milljarða. Velta má fyrir sér hvort ekki sé lagt of mikið í umbúðirnar. Öldrunarheimili eiga að vera einföld í smíðum og ódýr. Það sem er innandyra á hins vegar að vera það sem skiptir meira máli. Þá er ég að tala um búnað og fólkið sem vinnur á heimilinu. Í dag eru því miður alltof fáir sjúkraliðar eða faglærðir að stöfum á öldrunarheimilum. Vinnan er líkamlega erfið enda öldungarnir sem þar búa oft veikburða og þurfa mikla aðstoð. Heimilið þarf að vera búið öllum nýjustu tækjum til að gera íbúum lífið léttara og auðvelda hjúkrunina. Lýðræðisflokkurinn bendir á að ,,Með því að öllum sem ekki geta séð um sig sjálfir verði tryggð viðeigandi aðstoð, eftir atvikum í samstarfi við einkaaðila.“ Lendi þjóðin á þeim stað að ríkisvaldið geti ekki tryggt þeim sem þurfa á þjónustunni að halda verður að skoða aðrar leiðir. Eitt er víst, þessum hópi þarf að sinna betur. Það er ekki nóg að krefjast nýrra öldrunarheimila, við verðum að hafa mannskap til að vinna þar. Varla er það meining þeirra sem hafa uppi hróp um að byggja þurfi fleiri öldrunarheimili að útlendingar, að þeim ólöstuðum, sinni störfunum og hafa jafnvel ekki getu til að tala íslensku við öldunga landsins. Þarf ekki að byrja í réttri röð? Þeir sem reka öldrunarheimili í dag ættu að sjá sóma sinn í að ráða tungumálakennara til að kenna útlendingum sem þar starfa íslensku til að notað í samskiptum við íbúa. Þegar tungumálakennari er ráðinn er um sérfræðing í kennslu tungumála að ræða, kann til verka. Hér er verið að tala um einföld samskipti eins og að bjóða góðan daginn, má bjóða þér kaffi, get ég aðstoðað þig, o.s.frv. Það hryggir hvern aðstandenda að sitja hjá sínum ástvini þegar starfsmaður kemur inn og býður honum kaffi á ensku. Getum við ekki gert betur? Höfundur er sjúkraliði og grunnskólakennari, skipar 2. sæti á lista Lýðræðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Lýðræðisflokkurinn Mest lesið Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Frambjóðandi menntaði sig inn í tvær kvennastéttir sem sinna mikilvægum störfum, sjúkraliðar og kennarar. Báðar þessar stéttir þiggja lág laun fyrir störf sín þegar horft er til meðallauna í landinu. Alþjóð veit það. Kjarabarátta kennara stendur yfir. Krafan er, að staðið sé við gefið loforð þegar lífeyrisréttindi milli markaða var jafnaður. Báðar stéttirnar starfa undir miklu álagi, hvor á sínum vettvangi. Báðar stéttirnar eru mikilvægar í þjóðfélaginu, hvor á sínum vettvangi. Báðar stéttirnar eru að mestu skipaðar konum. Báðar stéttirnar glíma við nýliðunarvanda sem þarf að leysa. Báðar stéttirnar vilja gjarnan fleiri karlmenn í fagið. Þjóðin eldist og því verður sjúkraliðastéttin mikilvægari með hverju ári sem líður. Krafa er uppi um að byggja fleiri öldrunarheimili, gott svo langt sem það nær. Formaður eldri borgarar Helgi Pétursson sagði í viðtali að bygging öldrunarheimilis á Húsavík kosti um 80 milljarða. Velta má fyrir sér hvort ekki sé lagt of mikið í umbúðirnar. Öldrunarheimili eiga að vera einföld í smíðum og ódýr. Það sem er innandyra á hins vegar að vera það sem skiptir meira máli. Þá er ég að tala um búnað og fólkið sem vinnur á heimilinu. Í dag eru því miður alltof fáir sjúkraliðar eða faglærðir að stöfum á öldrunarheimilum. Vinnan er líkamlega erfið enda öldungarnir sem þar búa oft veikburða og þurfa mikla aðstoð. Heimilið þarf að vera búið öllum nýjustu tækjum til að gera íbúum lífið léttara og auðvelda hjúkrunina. Lýðræðisflokkurinn bendir á að ,,Með því að öllum sem ekki geta séð um sig sjálfir verði tryggð viðeigandi aðstoð, eftir atvikum í samstarfi við einkaaðila.“ Lendi þjóðin á þeim stað að ríkisvaldið geti ekki tryggt þeim sem þurfa á þjónustunni að halda verður að skoða aðrar leiðir. Eitt er víst, þessum hópi þarf að sinna betur. Það er ekki nóg að krefjast nýrra öldrunarheimila, við verðum að hafa mannskap til að vinna þar. Varla er það meining þeirra sem hafa uppi hróp um að byggja þurfi fleiri öldrunarheimili að útlendingar, að þeim ólöstuðum, sinni störfunum og hafa jafnvel ekki getu til að tala íslensku við öldunga landsins. Þarf ekki að byrja í réttri röð? Þeir sem reka öldrunarheimili í dag ættu að sjá sóma sinn í að ráða tungumálakennara til að kenna útlendingum sem þar starfa íslensku til að notað í samskiptum við íbúa. Þegar tungumálakennari er ráðinn er um sérfræðing í kennslu tungumála að ræða, kann til verka. Hér er verið að tala um einföld samskipti eins og að bjóða góðan daginn, má bjóða þér kaffi, get ég aðstoðað þig, o.s.frv. Það hryggir hvern aðstandenda að sitja hjá sínum ástvini þegar starfsmaður kemur inn og býður honum kaffi á ensku. Getum við ekki gert betur? Höfundur er sjúkraliði og grunnskólakennari, skipar 2. sæti á lista Lýðræðisflokksins.
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun