Greip tækifærið og nýtur Parísar í botn Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 26. október 2024 07:01 Lögfræðingurinn Marta Matthíasdóttir nýtur lífsins í París. Aðsend Lögfræðingurinn Marta Matthíasdóttir er búsett í París um þessar mundir og var það ákveðin skyndiákvörðun hjá henni. Hún er þar í viðbótar meistaranámi í lögfræði og nýtur þess sem Parísarborg hefur upp á að bjóða. Blaðamaður ræddi við hana um lífið úti. Vill vera sem besta fyrirmyndin fyrir dóttur sína „Mig hafði lengi dreymt um að flytja í stórborg. Árið 2012 komst ég inn í háskóla í New York og var komin langleiðina í því ferli að flytja út en þau plön breyttust og ég endaði í háskólanámi á Íslandi. Ég hugsaði með mér að ef mér gæfist kostur á að flytja seinna meir erlendis þá myndi ég stökkva á það tækifæri,“ segir Marta. Marta á vappi í París.Aðsend Stórar breytingar áttu sér stað í lífi Mörtu síðastliðið árið. „Í þeirri vegferð og nýjum veruleika hefur hugarfarið mitt einkennst af því að vera sem besta fyrirmyndin fyrir dóttir mína. Vera djörf, fara út fyrir þægindarammann, segja já við flestum tækifærum, prufa nýja hluti og takast á við nýjar áskoranir. Aðdragandi þess að ég ákvað að flytja til Parísar var ansi knappur. Það hafði alltaf blundað í mér að taka viðbótar master í lögfræði. Ég ákvað á síðustu stundu að sækja um L.LM nám við Pantheon-Assas University í Paris í International Business Law. Mig langaði á sama tíma grípa tækifærið og læra frönsku almennilega.“ Dóttir Mörtu er dugleg að koma í heimsókn út.Aðsend Ófyrirsjáanleiki lífsins fallegur Hún segir að ferlið hafi vissulega ekki verið útpælt hjá sér. „En ég hugsaði með mér að ef ég kemst inn í námið þá væri þetta akkúrat það sem ég ætti að gera næst. Í framhaldinu fékk ég inngöngu sem var virkilega ánægjulegt en á sama tíma ákveðið spennufall. Námið er tæpt ár og ég ætla að halda öllum möguleikum opnum með framhaldið. Fyrir ári síðan hefði mig ekki grunað að ég væri búsett í París, ég hef því ekki hugmynd hvar ég verð eftir ár. Það er það fallega við lífið.“ Marta segir erfitt að gera of afmörkuð plön og hefði ekki órað fyrir því í fyrra að ári síðan byggi hún í París.Aðsend Marta hefur nú búið í borginni síðan í lok ágúst. „Daglega lífið í París er sjarmerandi og ég er hægt og rólega að fóta mig og mynda mína rútínu hérna. Ég bý í 3. hverfinu sem er virkilega notalegt, mikið af krúttlegum kaffihúsum, veitingastöðum, pop-up sýningum og fallegum verslunum. Borgin er lífleg en á sama tíma er frekar rólegt tempó, ólíkt því sem maður er vanur á Íslandi. Frakkarnir taka sér tíma, þeir eru ekki að hlaupa um með kaffimálið sitt á milli staða heldur setjast niður og njóta meira augnabliksins.“ View this post on Instagram A post shared by Marta Matthíasdóttir (@martamatthias) Þyrfti helst franskan kærasta til að ná tökum á frönskunni Hún segir ótal margt skemmtilegt við stórborgarlífið. „Borgin hefur upp á svo margt að bjóða, endalausir möguleikar, alltaf hægt að upplifa eitthvað nýtt á hverjum degi. Daglegar athafnir eins og að rölta í skólann, æfingu eða matvöruverslanir eru ólíkt því sem ég er vön á Íslandi, umhverfið er svo ótrúlega fallegt og margt að sjá. Ég elska líka að sjá hversu vel til hafðir frakkarnir eru og mannflóran fjölbreytt.“ View this post on Instagram A post shared by Marta Matthíasdóttir (@martamatthias) Sömuleiðis eru krefjandi hliðar á því. „Það hefur verið krefjandi að reyna að læra frönsku það tekur á. Menntaskóla franskan er ansi ryðguð hjá mér, ætli ég þurfi ekki bara að finna mér franskan kærasta til þess læra hana almennilega,“ segir Marta og hlær. Aðspurð hvort hún finni einhvern tíma fyrir heimþrá svarar Marta: „Ég hef ekki fengið heimþrá hingað til en vissulega er erfitt að vera frá dóttur minni sem býr eins og er á Íslandi með yndislega pabba sínum. Hins vegar er auðvelt að fara á milli staða, stutt flug og það líður ekki langur tími á milli þess sem ég hitti hana.“ Mæðgurnar á góðri stundu í París.Aðsend Deitmenningin allt önnur úti Hingað til hefur allt gengið að óskum úti. „Ég hef upplifað ýmislegt áhugavert hérna í borginni, ég hef ekki lent í neinu neikvæðu eða talið mig vera í hættu. Heilt yfir hafa allar upplifanirnar hingað til verið mjög góðar. Ég tel hins vegar réttast að halda þeim fyrir sjálfa mig eins og er,“ segir Marta kímin. Marta nýtur lífsins í París.Aðsend „Það sem hefur komið mér mikið á óvart er að borgin er mun fjölskylduvænni en mig grunaði. Frakkarnir taka sér löng frí mjög reglulega ásamt því að miðvikudagar eru svokallaðir fjölskyldudagar og barnaskólar lokaðir. Á Íslandi var ég ansi háð bílnum mínum, það hefur komið mér á óvart hversu fljót ég var að aðlagast bíllausa lífsstílnum. Ég reyni að labba flest allt og dýrka það, en vissulega nýti ég samgöngurnar þess á milli sem eru virkilega góðar hérna. Það er einnig töluverður munur að vera einhleyp í París en á Íslandi, frakkarnir eru ansi rómantískir. Það kom mér kannski ekki á óvart en deitmenningin hérna er mjög frábrugðin þeirri íslensku. Sömuleiðis hversu hjálpsamir og vinalegir frakkar eru. Allir sem hafa orðið á mínum vegi hafa verið virkilega hjálpsamir og vinalegir. Mér er mætt með hlýju viðmóti og frakkarnir eru einstaklega duglegir að hjálpa mér að ná tökum á frönskunni, kenna mér ný orð og leiðrétta mig. Ég myndi því segja að heilt yfir séu frakkar mjög opnir og hika ekki við gefa sig á tal á förnum vegi,“ segir Marta brosandi að lokum. Íslendingar erlendis Frakkland Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Fleiri fréttir Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Sjá meira
Vill vera sem besta fyrirmyndin fyrir dóttur sína „Mig hafði lengi dreymt um að flytja í stórborg. Árið 2012 komst ég inn í háskóla í New York og var komin langleiðina í því ferli að flytja út en þau plön breyttust og ég endaði í háskólanámi á Íslandi. Ég hugsaði með mér að ef mér gæfist kostur á að flytja seinna meir erlendis þá myndi ég stökkva á það tækifæri,“ segir Marta. Marta á vappi í París.Aðsend Stórar breytingar áttu sér stað í lífi Mörtu síðastliðið árið. „Í þeirri vegferð og nýjum veruleika hefur hugarfarið mitt einkennst af því að vera sem besta fyrirmyndin fyrir dóttir mína. Vera djörf, fara út fyrir þægindarammann, segja já við flestum tækifærum, prufa nýja hluti og takast á við nýjar áskoranir. Aðdragandi þess að ég ákvað að flytja til Parísar var ansi knappur. Það hafði alltaf blundað í mér að taka viðbótar master í lögfræði. Ég ákvað á síðustu stundu að sækja um L.LM nám við Pantheon-Assas University í Paris í International Business Law. Mig langaði á sama tíma grípa tækifærið og læra frönsku almennilega.“ Dóttir Mörtu er dugleg að koma í heimsókn út.Aðsend Ófyrirsjáanleiki lífsins fallegur Hún segir að ferlið hafi vissulega ekki verið útpælt hjá sér. „En ég hugsaði með mér að ef ég kemst inn í námið þá væri þetta akkúrat það sem ég ætti að gera næst. Í framhaldinu fékk ég inngöngu sem var virkilega ánægjulegt en á sama tíma ákveðið spennufall. Námið er tæpt ár og ég ætla að halda öllum möguleikum opnum með framhaldið. Fyrir ári síðan hefði mig ekki grunað að ég væri búsett í París, ég hef því ekki hugmynd hvar ég verð eftir ár. Það er það fallega við lífið.“ Marta segir erfitt að gera of afmörkuð plön og hefði ekki órað fyrir því í fyrra að ári síðan byggi hún í París.Aðsend Marta hefur nú búið í borginni síðan í lok ágúst. „Daglega lífið í París er sjarmerandi og ég er hægt og rólega að fóta mig og mynda mína rútínu hérna. Ég bý í 3. hverfinu sem er virkilega notalegt, mikið af krúttlegum kaffihúsum, veitingastöðum, pop-up sýningum og fallegum verslunum. Borgin er lífleg en á sama tíma er frekar rólegt tempó, ólíkt því sem maður er vanur á Íslandi. Frakkarnir taka sér tíma, þeir eru ekki að hlaupa um með kaffimálið sitt á milli staða heldur setjast niður og njóta meira augnabliksins.“ View this post on Instagram A post shared by Marta Matthíasdóttir (@martamatthias) Þyrfti helst franskan kærasta til að ná tökum á frönskunni Hún segir ótal margt skemmtilegt við stórborgarlífið. „Borgin hefur upp á svo margt að bjóða, endalausir möguleikar, alltaf hægt að upplifa eitthvað nýtt á hverjum degi. Daglegar athafnir eins og að rölta í skólann, æfingu eða matvöruverslanir eru ólíkt því sem ég er vön á Íslandi, umhverfið er svo ótrúlega fallegt og margt að sjá. Ég elska líka að sjá hversu vel til hafðir frakkarnir eru og mannflóran fjölbreytt.“ View this post on Instagram A post shared by Marta Matthíasdóttir (@martamatthias) Sömuleiðis eru krefjandi hliðar á því. „Það hefur verið krefjandi að reyna að læra frönsku það tekur á. Menntaskóla franskan er ansi ryðguð hjá mér, ætli ég þurfi ekki bara að finna mér franskan kærasta til þess læra hana almennilega,“ segir Marta og hlær. Aðspurð hvort hún finni einhvern tíma fyrir heimþrá svarar Marta: „Ég hef ekki fengið heimþrá hingað til en vissulega er erfitt að vera frá dóttur minni sem býr eins og er á Íslandi með yndislega pabba sínum. Hins vegar er auðvelt að fara á milli staða, stutt flug og það líður ekki langur tími á milli þess sem ég hitti hana.“ Mæðgurnar á góðri stundu í París.Aðsend Deitmenningin allt önnur úti Hingað til hefur allt gengið að óskum úti. „Ég hef upplifað ýmislegt áhugavert hérna í borginni, ég hef ekki lent í neinu neikvæðu eða talið mig vera í hættu. Heilt yfir hafa allar upplifanirnar hingað til verið mjög góðar. Ég tel hins vegar réttast að halda þeim fyrir sjálfa mig eins og er,“ segir Marta kímin. Marta nýtur lífsins í París.Aðsend „Það sem hefur komið mér mikið á óvart er að borgin er mun fjölskylduvænni en mig grunaði. Frakkarnir taka sér löng frí mjög reglulega ásamt því að miðvikudagar eru svokallaðir fjölskyldudagar og barnaskólar lokaðir. Á Íslandi var ég ansi háð bílnum mínum, það hefur komið mér á óvart hversu fljót ég var að aðlagast bíllausa lífsstílnum. Ég reyni að labba flest allt og dýrka það, en vissulega nýti ég samgöngurnar þess á milli sem eru virkilega góðar hérna. Það er einnig töluverður munur að vera einhleyp í París en á Íslandi, frakkarnir eru ansi rómantískir. Það kom mér kannski ekki á óvart en deitmenningin hérna er mjög frábrugðin þeirri íslensku. Sömuleiðis hversu hjálpsamir og vinalegir frakkar eru. Allir sem hafa orðið á mínum vegi hafa verið virkilega hjálpsamir og vinalegir. Mér er mætt með hlýju viðmóti og frakkarnir eru einstaklega duglegir að hjálpa mér að ná tökum á frönskunni, kenna mér ný orð og leiðrétta mig. Ég myndi því segja að heilt yfir séu frakkar mjög opnir og hika ekki við gefa sig á tal á förnum vegi,“ segir Marta brosandi að lokum.
Íslendingar erlendis Frakkland Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Fleiri fréttir Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Sjá meira