Venjur og rútína Hólmfríður Einarsdóttir skrifar 23. október 2024 10:31 Venjur skapa mynstur í okkar daglega lífi og auðvelda okkur að framkvæma það sem við þurfum og viljum gera. Venjur geta því einfaldað daglegt líf en einnig verið okkur fjötur um fót ef þær henta aðstæðum ekki lengur. Við byggjum öll daglegt líf okkar á einhverri rútínu. Þegar einstaklingur greinist með krabbamein breytist daglegt líf hans skyndilega. Hlutverk og verkefni sem sinnt var eftir ákveðnum venjum í ákveðinni rútínu breytast eða ganga hreinlega ekki upp í þeirri mynd sem þau hafa verið. Í þessum breytingum verður upplifunin oft sú að fólk sé ekki lengur við stjórn í eigin lífi. Breytingar sem þessar kallast umrótabreytingar og eiga við um þær breytingar sem koma óvænt eða eru óvelkomnar. Þær valda óvissu og óöryggi og oftar en ekki tekur lífið nýja stefnu. Hlutverk og þátttaka gefur okkur tilgang, tækifæri til að þroskast í leik og starfi, sinna því sem veitir okkur ánægju og er stór hluti af sjálfsmynd okkar. Að aðlagast nýjum veruleika þar sem hlutverk hafa breyst eða eru ekki lengur til staðar getur verið krefjandi áskorun. Nýr raunveruleiki á sér stað sem einkennist af læknaheimsóknum, rannsóknum, meðferðum eða takmarkaðri þátttöku í daglegu lífi vegna breyttrar getu. Að aðlagast breytingum og búa til nýjar venjur Á þessum tímamótum vakna upp ýmsar spurningar og það getur verið nauðsynlegt að endurskoða eigin venjur og rútínu. Praktískum spurningum varðandi verkefnin sem þarf að gera og verkefni sem mega bíða er velt upp. Hvaða aðstoð vill fólk þiggja og hvernig? Hvaða iðja veitir fólki ánægju og hvaða fólk í umhverfi einstaklingsins vill það umvefja sig sem er jákvætt og uppbyggjandi? Með því að skoða þætti sem þessa næst aftur ákveðin stjórn á eigin lífi og skýrari sýn kemst á hlutverk, framkvæmd verkefna og þátttöku. Forgangsröðun verkefna verður auðveldari og einnig valið um hvernig við nýtum orkuna okkar. Þó dagleg þátttaka sé mikilvæg er nauðsynlegt að finna jafnvægi á milli virkni og hvíldar. Það reynist mörgum erfitt að gera ráð fyrir hvíld inn á milli daglegra athafna og meta hana sem hluta af bataferlinu. Óhætt er þó að segja að hvíldin er ekki síður mikilvægur þáttur í bataferlinu. Þegar líkaminn er stöðugt undir álagi missir hann eiginleikann á að ná þeirri hvíld sem róar taugakerfið og gefur líkamanum tækifæri á að endurnýja sig. Ný tækifæri Með breytingum koma ný tækifæri. Að nýta nærumhverfið, fólkið og staðina í kringum okkur og hvernig við verjum deginum okkar í umhverfi sem við þekkjum gefur okkur tækifæri til að enduruppgötva gefandi og mikilvægar leiðir til að lifa lífinu. Vanamynstur þróast oft út frá einhverju sem okkur var kennt, gömlum hefðum eða gildum forfeðra okkar og er því ekki endilega rútínan eða vanamynstrið sem hentar okkur best eða bætir lífsgæði okkar. Stórar breytingar geta verið alls konar. Til dæmis þegar við hættum einhverju sem við höfum gert lengi eða þegar við tökum okkur ný verkefni fyrir hendur. Á þessum tímapunkti þarf hugrekki til að taka af skarið, samkennd eða mildi í eign garð til að leyfa okkur að aðlagast breytingunum og gaum til að taka eftir því sem við gerum. Hversu lítið sem það er. Hlutverk iðjuþjálfa í Ljósinu er meðal annars að aðstoða sína þjónustuþega við að aðlagast breytingum og endurskipuleggja daglegt líf. Spegla líðan, finna iðju sem gleður og viðhalda eða auka þátttöku. Allt í þeim tilgangi að bæta lífsgæði og vellíðan. Höfundur er iðjuþjálfi í Ljósinu endurhæfingarmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda en í tilefni dags iðjuþjálfunar þann 27. október vekur miðstöðin athygli á þessari mikilvægu starfsstétt næstu daga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Krabbamein Heilbrigðismál Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Venjur skapa mynstur í okkar daglega lífi og auðvelda okkur að framkvæma það sem við þurfum og viljum gera. Venjur geta því einfaldað daglegt líf en einnig verið okkur fjötur um fót ef þær henta aðstæðum ekki lengur. Við byggjum öll daglegt líf okkar á einhverri rútínu. Þegar einstaklingur greinist með krabbamein breytist daglegt líf hans skyndilega. Hlutverk og verkefni sem sinnt var eftir ákveðnum venjum í ákveðinni rútínu breytast eða ganga hreinlega ekki upp í þeirri mynd sem þau hafa verið. Í þessum breytingum verður upplifunin oft sú að fólk sé ekki lengur við stjórn í eigin lífi. Breytingar sem þessar kallast umrótabreytingar og eiga við um þær breytingar sem koma óvænt eða eru óvelkomnar. Þær valda óvissu og óöryggi og oftar en ekki tekur lífið nýja stefnu. Hlutverk og þátttaka gefur okkur tilgang, tækifæri til að þroskast í leik og starfi, sinna því sem veitir okkur ánægju og er stór hluti af sjálfsmynd okkar. Að aðlagast nýjum veruleika þar sem hlutverk hafa breyst eða eru ekki lengur til staðar getur verið krefjandi áskorun. Nýr raunveruleiki á sér stað sem einkennist af læknaheimsóknum, rannsóknum, meðferðum eða takmarkaðri þátttöku í daglegu lífi vegna breyttrar getu. Að aðlagast breytingum og búa til nýjar venjur Á þessum tímamótum vakna upp ýmsar spurningar og það getur verið nauðsynlegt að endurskoða eigin venjur og rútínu. Praktískum spurningum varðandi verkefnin sem þarf að gera og verkefni sem mega bíða er velt upp. Hvaða aðstoð vill fólk þiggja og hvernig? Hvaða iðja veitir fólki ánægju og hvaða fólk í umhverfi einstaklingsins vill það umvefja sig sem er jákvætt og uppbyggjandi? Með því að skoða þætti sem þessa næst aftur ákveðin stjórn á eigin lífi og skýrari sýn kemst á hlutverk, framkvæmd verkefna og þátttöku. Forgangsröðun verkefna verður auðveldari og einnig valið um hvernig við nýtum orkuna okkar. Þó dagleg þátttaka sé mikilvæg er nauðsynlegt að finna jafnvægi á milli virkni og hvíldar. Það reynist mörgum erfitt að gera ráð fyrir hvíld inn á milli daglegra athafna og meta hana sem hluta af bataferlinu. Óhætt er þó að segja að hvíldin er ekki síður mikilvægur þáttur í bataferlinu. Þegar líkaminn er stöðugt undir álagi missir hann eiginleikann á að ná þeirri hvíld sem róar taugakerfið og gefur líkamanum tækifæri á að endurnýja sig. Ný tækifæri Með breytingum koma ný tækifæri. Að nýta nærumhverfið, fólkið og staðina í kringum okkur og hvernig við verjum deginum okkar í umhverfi sem við þekkjum gefur okkur tækifæri til að enduruppgötva gefandi og mikilvægar leiðir til að lifa lífinu. Vanamynstur þróast oft út frá einhverju sem okkur var kennt, gömlum hefðum eða gildum forfeðra okkar og er því ekki endilega rútínan eða vanamynstrið sem hentar okkur best eða bætir lífsgæði okkar. Stórar breytingar geta verið alls konar. Til dæmis þegar við hættum einhverju sem við höfum gert lengi eða þegar við tökum okkur ný verkefni fyrir hendur. Á þessum tímapunkti þarf hugrekki til að taka af skarið, samkennd eða mildi í eign garð til að leyfa okkur að aðlagast breytingunum og gaum til að taka eftir því sem við gerum. Hversu lítið sem það er. Hlutverk iðjuþjálfa í Ljósinu er meðal annars að aðstoða sína þjónustuþega við að aðlagast breytingum og endurskipuleggja daglegt líf. Spegla líðan, finna iðju sem gleður og viðhalda eða auka þátttöku. Allt í þeim tilgangi að bæta lífsgæði og vellíðan. Höfundur er iðjuþjálfi í Ljósinu endurhæfingarmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda en í tilefni dags iðjuþjálfunar þann 27. október vekur miðstöðin athygli á þessari mikilvægu starfsstétt næstu daga.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun