Telur rússnesk lög um erlenda útsendara stríða gegn mannréttindum Kjartan Kjartansson skrifar 22. október 2024 13:32 Vladímír Pútín hefur hert tök sín á rússnesku samfélagi á undanförnum árum, meðal annars með því að skilgreina félagasamtök og fjölmiðla sem útsendara erlendra ríkja. Vísir/EPA Mannréttindadómstóll Evrópu segir að rússnesk lög sem þvinga félagasamtök og fjölmiðla til þess að skrá sig sem útsendara erlendra ríkja brot gegn tjáningar- og samkomufrelsi. Markmið þeirra virðist vera að ógna og refsa andófsröddum. Fleiri en hundrað félagasamtök, fjölmiðlafyrirtæki og einstaklingar höfðuðu málið gegn rússneska ríkinu vegna laganna um erlendra útsendara sem voru sett árið 2012. Ríkisstjórn Vladímírs Pútín forseta hefur beitt lögunum til þess að þagga niður í gagnrýnisröddum heima fyrir. Í hópi þeirra sem höfðuðu málið voru International Memorial, mannréttindasamtök sem voru stofnuð til þess að rannsaka mannréttindabrot í tíð Sovétríkjanna, blaðamenn, aðgerðasinnar og fræðimenn sem rússnesk stjórnvöld hafa skilgreint sem útsendara erlendra ríkja. Mannréttindadómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu í dag að rússnesku lögin væru andstæð ákvæðum mannréttindasáttmála Evrópu um tjáningarfrelsi og samkomufrelsi í tilfelli allra þeirra sem stóðu að málsókninni og gegn ákvæðum hans um friðhelgi einkalífs einstaklinganna. Lögin, eins og þeim sé beitt, setji smánarblett á þeim sem fyrir þeim verða, þau séu misvísandi og þeim sé beitt á of almennan og ófyrirsjáanlegan hátt, að mati dómstólsins. „Þetta leiddi dómstólinn að þeirri niðurstöðu að tilgangur laganna væri að refsa og ógna frekar en að taka á meinti þörf fyrir gegnsæi eða lögmætum áhyggjum af þjóðaröryggi,“ sagði dómstóllinn. Judgment Kobaliya and Others v. Russia - “Foreign agent” legislation in Russia is arbitraryhttps://t.co/BEz2Z21169#ECHR #CEDH #ECHRpress pic.twitter.com/cppZ1gvJvp— ECHR CEDH (@ECHR_CEDH) October 22, 2024 Kælingaráhrif á opinbera umræðu og versnað með tímanum Verulega er þrengt að þeim sem þurfa að skilgreina sig sem útsendara erlendra ríkja á grundvelli laganna. Einstaklingar og samtök þurfa að merkja allt efni sem frá þeim kemur með þessari stöðu þeirra. Þeim er meinað að taka þátt í kosningum, möguleikar þeirra á að stunda kennslu takmarkaðir, þeim bannað að beina boðskap sínum að ungu fólki og að taka við auglýsingatekjum frá einkaaðilum. Þá gerði dómstóllinn athugasemd við þeir sem þurfa að beygja sig undir lögin geti þurft að sæta gerræðislegum sektum og að lögaðilar séu jafnvel leystir upp. „Slíkar takmarkanir höfðu kælingaráhrif á opinbera umræðu og þátttöku borgaranna. Þær sköpuðu andrúmsloft grunsemda og vantrausts gagngvart óháðum röddum og gráfu undan grundvelli lýðræðislegs þjóðfélags,“ sagði dómstóllinn. Lögin hefðu ennfremur orðið enn harðneskjulegri með tímanum. Mun fleiri félagasamtök, fjölmiðlar og einstaklingar verði nú fyrir áhrifum af lögunum sem dómstóllinn telur að hafi færst enn lengra frá gildum mannréttindasáttmálans. Rússland Mannréttindadómstóll Evrópu Félagasamtök Mannréttindi Tjáningarfrelsi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Sjá meira
Fleiri en hundrað félagasamtök, fjölmiðlafyrirtæki og einstaklingar höfðuðu málið gegn rússneska ríkinu vegna laganna um erlendra útsendara sem voru sett árið 2012. Ríkisstjórn Vladímírs Pútín forseta hefur beitt lögunum til þess að þagga niður í gagnrýnisröddum heima fyrir. Í hópi þeirra sem höfðuðu málið voru International Memorial, mannréttindasamtök sem voru stofnuð til þess að rannsaka mannréttindabrot í tíð Sovétríkjanna, blaðamenn, aðgerðasinnar og fræðimenn sem rússnesk stjórnvöld hafa skilgreint sem útsendara erlendra ríkja. Mannréttindadómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu í dag að rússnesku lögin væru andstæð ákvæðum mannréttindasáttmála Evrópu um tjáningarfrelsi og samkomufrelsi í tilfelli allra þeirra sem stóðu að málsókninni og gegn ákvæðum hans um friðhelgi einkalífs einstaklinganna. Lögin, eins og þeim sé beitt, setji smánarblett á þeim sem fyrir þeim verða, þau séu misvísandi og þeim sé beitt á of almennan og ófyrirsjáanlegan hátt, að mati dómstólsins. „Þetta leiddi dómstólinn að þeirri niðurstöðu að tilgangur laganna væri að refsa og ógna frekar en að taka á meinti þörf fyrir gegnsæi eða lögmætum áhyggjum af þjóðaröryggi,“ sagði dómstóllinn. Judgment Kobaliya and Others v. Russia - “Foreign agent” legislation in Russia is arbitraryhttps://t.co/BEz2Z21169#ECHR #CEDH #ECHRpress pic.twitter.com/cppZ1gvJvp— ECHR CEDH (@ECHR_CEDH) October 22, 2024 Kælingaráhrif á opinbera umræðu og versnað með tímanum Verulega er þrengt að þeim sem þurfa að skilgreina sig sem útsendara erlendra ríkja á grundvelli laganna. Einstaklingar og samtök þurfa að merkja allt efni sem frá þeim kemur með þessari stöðu þeirra. Þeim er meinað að taka þátt í kosningum, möguleikar þeirra á að stunda kennslu takmarkaðir, þeim bannað að beina boðskap sínum að ungu fólki og að taka við auglýsingatekjum frá einkaaðilum. Þá gerði dómstóllinn athugasemd við þeir sem þurfa að beygja sig undir lögin geti þurft að sæta gerræðislegum sektum og að lögaðilar séu jafnvel leystir upp. „Slíkar takmarkanir höfðu kælingaráhrif á opinbera umræðu og þátttöku borgaranna. Þær sköpuðu andrúmsloft grunsemda og vantrausts gagngvart óháðum röddum og gráfu undan grundvelli lýðræðislegs þjóðfélags,“ sagði dómstóllinn. Lögin hefðu ennfremur orðið enn harðneskjulegri með tímanum. Mun fleiri félagasamtök, fjölmiðlar og einstaklingar verði nú fyrir áhrifum af lögunum sem dómstóllinn telur að hafi færst enn lengra frá gildum mannréttindasáttmálans.
Rússland Mannréttindadómstóll Evrópu Félagasamtök Mannréttindi Tjáningarfrelsi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Sjá meira