Spilaði í NFL fimmtíu dögum eftir að hann var skotinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. október 2024 12:03 Ricky Pearsall í fyrsta leik sínum í NFL. getty/Ezra Shaw Nýliðinn Ricky Pearsall lék sinn fyrsta leik í NFL á sunnudaginn, aðeins fimmtíu dögum eftir að hann var skotinn í brjóstkassann þegar unglingur reyndi að ræna hann. Atvikið átti sér stað 31. ágúst síðastliðinn. Sautján ára strákur reyndi þá að ræna Pearsall úti á götu í Union Square. Þeir tókust á, skot hljóp úr byssu stráksins og .eir urðu báðir fyrir því. Kúlan fór í bringu Pearsall og út um bakið á honum. Pearsall slapp ótrúlega vel eftir skotárásina en engin líffæri sködduðust. Hann var útskrifaður af spítala degi eftir árásina og var mættur í lyftingasalinn tveimur dögum síðar. Eðlilega varð þó bið á því að Pearsall þreytti frumraun sína með San Francisco 49ers en stundin rann loks upp á sunnudaginn þegar Niners mætti meisturum Kansas City Chiefs. Niners töpuðu leiknum, 28-18, en Pearsall var sáttur eftir leikinn, þann fyrsta á ferlinum í NFL. „Þetta skipti öllu máli,“ sagði Pearsall sem Niners valdi í fyrstu umferð nýliðavalsins. „Í ljósi alls þess sem ég hef gengið í gegnum síðustu mánuði var gott að spila aftur með strákunum. Strax eftir árásina hugsaði ég til strákanna, þjálfaranna og alls starfsliðsins. Allir studdu við bakið á mér og fyrir það er ég þakklátur.“ Eftir leikinn sagðist Pearsall vera fullur af orku og leið eins og hann gæti spilað annan leik strax aftur. NFL Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Átta bestu mætast eftir magnað kvöld á Bullseye Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Sjá meira
Atvikið átti sér stað 31. ágúst síðastliðinn. Sautján ára strákur reyndi þá að ræna Pearsall úti á götu í Union Square. Þeir tókust á, skot hljóp úr byssu stráksins og .eir urðu báðir fyrir því. Kúlan fór í bringu Pearsall og út um bakið á honum. Pearsall slapp ótrúlega vel eftir skotárásina en engin líffæri sködduðust. Hann var útskrifaður af spítala degi eftir árásina og var mættur í lyftingasalinn tveimur dögum síðar. Eðlilega varð þó bið á því að Pearsall þreytti frumraun sína með San Francisco 49ers en stundin rann loks upp á sunnudaginn þegar Niners mætti meisturum Kansas City Chiefs. Niners töpuðu leiknum, 28-18, en Pearsall var sáttur eftir leikinn, þann fyrsta á ferlinum í NFL. „Þetta skipti öllu máli,“ sagði Pearsall sem Niners valdi í fyrstu umferð nýliðavalsins. „Í ljósi alls þess sem ég hef gengið í gegnum síðustu mánuði var gott að spila aftur með strákunum. Strax eftir árásina hugsaði ég til strákanna, þjálfaranna og alls starfsliðsins. Allir studdu við bakið á mér og fyrir það er ég þakklátur.“ Eftir leikinn sagðist Pearsall vera fullur af orku og leið eins og hann gæti spilað annan leik strax aftur.
NFL Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Átta bestu mætast eftir magnað kvöld á Bullseye Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Sjá meira