„Flókin staða“ í kjaradeilum kennara Sólrún Dögg Jósefsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 23. október 2024 00:02 Heiða Björg Hilmisdóttir er formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Vísir/Einar Samband íslenskra sveitarfélaga telur rétt að gefa kennurum færi á að bæta kjör sín með því að auka kennsluskyldu. Fundi í kjaradeildu Kennarasambandsins og sveitarfélaga var aflýst í morgun þar sem beðið er niðurstöðu félagsdóms um lögmæti verkfallsboðunar í fyrramálið. Kennaraverkföll í ellefu skólum hefjast að óbreyttu í næstu viku. Í grein sem var birt í morgun vekur Samband íslenskra sveitarfélaga athygli á því að kaupmáttarleiðrétt laun grunnskólakennara hér á landi séu yfir meðaltali OECD ríkjanna. Launadreifing innan stéttarinnar sé hins vegar afar lítil og launahæstu grunnskólakennararnir einungis með um átta prósenta hærri laun en sem nemur byrjunarlaunum. Á sama tíma sé kennslukylda óvíða minni og því sé færi til breytinga. Heiða Björg Hilmisdóttir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segist vilja auka sveigjanleika í tengslum við kennsluskyldu þannig að kennarar geti unnið sig upp. „Við ákváðum bara að birta þetta því þetta er ein af þeim greiningum sem við erum að vinna að núna. Síðan sjáum við bara hvernig er. Okkar fólk situr við samningaborðið og þar eru málin rædd fram og til baka. Og við viljum endilega leysa þetta sem allra fyrst,“ segir Heiða í samtali við fréttastofu. Hvernig meturðu stöðuna í deilunni? „Staðan er svolítið flókin. Ég held að fólk sé ekki alveg að skilja hvert annað. Þess vegna held ég að svona greiningar geti hjálpað okkur að sjá okkur í samhengi við það sem er að gerast annars staðar.“ Heiða segir sveitarfélögin hafa sett mörg verkefni á kennara sem teljist ekki til kennslu. Jafnvel sé verið að verðmeta þau störf meira en kennslu og það þurfi að skoða. „Við höfum byggt upp svolítið flókið kerfi þannig að ég held að það sé mikilvægt að við skoðum okkar hlið, hvernig við getum þá mögulega komið til móts við kröfur kennara.“ Hún segir Kennarasambandið ekki hafa fallist á þá leið að fá Jafnlaunastofu til að greina virði starfanna í þeim tilgangi að jafna laun milli markaða. „Það er svolítið flókið að finna lausnina þar,“ segir Heiða. „En ég vona auðvitað innilega, og ég hef enga trú á öðru en að allir mæti til leiks og sitji. Við höfum tíu daga og munum nýta þá eins vel og við mögulega getum til að ná saman. Þetta er auðvitað gríðarlega mikilvæg stétt og undir miklu álagi. Við þurfum einhvern veginn að bæta þeirra starfsaðstæður og fjölga tækifærum til að vinna sig upp og nýta sína hæfileika.“ Skóla- og menntamál Kennaraverkfall 2024 Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Sveitarstjórnarmál Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Fleiri fréttir „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Sjá meira
Kennaraverkföll í ellefu skólum hefjast að óbreyttu í næstu viku. Í grein sem var birt í morgun vekur Samband íslenskra sveitarfélaga athygli á því að kaupmáttarleiðrétt laun grunnskólakennara hér á landi séu yfir meðaltali OECD ríkjanna. Launadreifing innan stéttarinnar sé hins vegar afar lítil og launahæstu grunnskólakennararnir einungis með um átta prósenta hærri laun en sem nemur byrjunarlaunum. Á sama tíma sé kennslukylda óvíða minni og því sé færi til breytinga. Heiða Björg Hilmisdóttir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segist vilja auka sveigjanleika í tengslum við kennsluskyldu þannig að kennarar geti unnið sig upp. „Við ákváðum bara að birta þetta því þetta er ein af þeim greiningum sem við erum að vinna að núna. Síðan sjáum við bara hvernig er. Okkar fólk situr við samningaborðið og þar eru málin rædd fram og til baka. Og við viljum endilega leysa þetta sem allra fyrst,“ segir Heiða í samtali við fréttastofu. Hvernig meturðu stöðuna í deilunni? „Staðan er svolítið flókin. Ég held að fólk sé ekki alveg að skilja hvert annað. Þess vegna held ég að svona greiningar geti hjálpað okkur að sjá okkur í samhengi við það sem er að gerast annars staðar.“ Heiða segir sveitarfélögin hafa sett mörg verkefni á kennara sem teljist ekki til kennslu. Jafnvel sé verið að verðmeta þau störf meira en kennslu og það þurfi að skoða. „Við höfum byggt upp svolítið flókið kerfi þannig að ég held að það sé mikilvægt að við skoðum okkar hlið, hvernig við getum þá mögulega komið til móts við kröfur kennara.“ Hún segir Kennarasambandið ekki hafa fallist á þá leið að fá Jafnlaunastofu til að greina virði starfanna í þeim tilgangi að jafna laun milli markaða. „Það er svolítið flókið að finna lausnina þar,“ segir Heiða. „En ég vona auðvitað innilega, og ég hef enga trú á öðru en að allir mæti til leiks og sitji. Við höfum tíu daga og munum nýta þá eins vel og við mögulega getum til að ná saman. Þetta er auðvitað gríðarlega mikilvæg stétt og undir miklu álagi. Við þurfum einhvern veginn að bæta þeirra starfsaðstæður og fjölga tækifærum til að vinna sig upp og nýta sína hæfileika.“
Skóla- og menntamál Kennaraverkfall 2024 Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Sveitarstjórnarmál Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Fleiri fréttir „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Sjá meira