Leitað að sex ungmennum um helgina og eitt enn týnt Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. október 2024 16:44 Tvo barnanna sem leitað hefur verið að voru í vistun á Stuðlum þegar eldur kom þar upp á laugardagsmorguninn. Vísir/Vilhelm Lögreglu bárust sjö leitarbeiðnir vegna sex týndra ungmenna undir átján ára aldri um helgina. Tvö þeirra höfðu strokið að heiman eftir að hafa verið keyrð heim af Stuðlum í kjölfar brunans þar um helgina, annars vegar fimmtán ára piltur sem kom í leitirnar fyrr í dag eftir að hafa verið týndur í tvo sólarhringa og hins vegar unglingur á svipuðum aldri sem enn er leitað. Þetta staðfestir Guðmundur Fylkisson hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu. Fimm af börnunum sex eru komin í leitirnar, fjögur þeirra skiluðu sér heim til sín, einn gaf sig fram við lögregluna en þess sjötta er enn leitað. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er um að ræða stúlku á táningsaldri sem var í vistun á Stuðlum en strauk að heiman á laugardag eftir að hafa verið skutlað heim af Stuðlum. Eitt hinna fjögurra ungmennanna sem leitað var tengdist börnunum tveimur af Stuðlum en var þó ekki skjólstæðingur þar. Móðir fimmtán ára pilts sem strauk að heiman en kom í leitirnar fyrr í dag hefur gagnrýnt að einhverjum barnanna hafi verið skutlað heim fyrirvaralaust í kjölfar brunans á meðan önnur voru vistuð á Vogi. Brugðist við undir krefjandi aðstæðum Funi Sigurðsson, framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Barna- og fjölskyldustofu, segist ekki geta tjáð sig um einstök mál. Hins vegar hafi ákvarðanir í kjölfar brunans um helgina verið teknar eftir bestu vitund með hagsmuni barnanna að leiðarljósi. Aðstæður hafi þó verið krefjandi og bregðast hafi þurft hratt við. „Þegar við tölum um að koma börnum í öruggt skjól þá getur það verið í okkar umsjá og svo getur það verið í umsjá foreldra. Þannig að það er það sem við tölum um þegar við tölum um að koma börnum í öruggt skjól. Við vorum í þeirri stöðu að börnin voru hér úti á þessari lóð í strætisvagni og við þurftum að taka ákvarðanir mjög fljótt, þetta voru mjög mörg skref sem þurfti að taka á fyrstu klukkutímunum,“ segir Funi. Lögreglumál Barnavernd Meðferðarheimili Málefni Stuðla Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Þetta staðfestir Guðmundur Fylkisson hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu. Fimm af börnunum sex eru komin í leitirnar, fjögur þeirra skiluðu sér heim til sín, einn gaf sig fram við lögregluna en þess sjötta er enn leitað. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er um að ræða stúlku á táningsaldri sem var í vistun á Stuðlum en strauk að heiman á laugardag eftir að hafa verið skutlað heim af Stuðlum. Eitt hinna fjögurra ungmennanna sem leitað var tengdist börnunum tveimur af Stuðlum en var þó ekki skjólstæðingur þar. Móðir fimmtán ára pilts sem strauk að heiman en kom í leitirnar fyrr í dag hefur gagnrýnt að einhverjum barnanna hafi verið skutlað heim fyrirvaralaust í kjölfar brunans á meðan önnur voru vistuð á Vogi. Brugðist við undir krefjandi aðstæðum Funi Sigurðsson, framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Barna- og fjölskyldustofu, segist ekki geta tjáð sig um einstök mál. Hins vegar hafi ákvarðanir í kjölfar brunans um helgina verið teknar eftir bestu vitund með hagsmuni barnanna að leiðarljósi. Aðstæður hafi þó verið krefjandi og bregðast hafi þurft hratt við. „Þegar við tölum um að koma börnum í öruggt skjól þá getur það verið í okkar umsjá og svo getur það verið í umsjá foreldra. Þannig að það er það sem við tölum um þegar við tölum um að koma börnum í öruggt skjól. Við vorum í þeirri stöðu að börnin voru hér úti á þessari lóð í strætisvagni og við þurftum að taka ákvarðanir mjög fljótt, þetta voru mjög mörg skref sem þurfti að taka á fyrstu klukkutímunum,“ segir Funi.
Lögreglumál Barnavernd Meðferðarheimili Málefni Stuðla Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira