„Elísa fær að vera stjarna í dag og tekur þetta“ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 21. október 2024 16:19 Mari í smá hvíld á milli hringja. sportmyndir.is/GummiSt. Ofurhlauparinn Mari Järsk hætti keppni í 51. hring á HM í bakgarðshlaupi í dag. Hún fór vel yfir 300 kílómetra á tveimur sólarhringum og það sem meira er þá gerði hún það með rifin liðþófa. Síðustu hringirnir voru mjög þungir hjá henni en Mari er þekkt fyrir allt annað en að gefast upp. Hún hljóp því þar til fæturnir báru hana ekki lengur. „Það er svo ógeðslega erfitt að hætta. Þetta er gaman en leiðinlegt svona lengi með verki. Mig langaði samt að halda áfram,“ sagði Mari við Garp I. Elísabetarson skömmu eftir að hún hafði hætt keppni. „Ég ætlaði ekki að hætta en svo fékk ég bara allan pakkann yfir mig. Ég var heldur ekki að gera þessu hné neinn greiða með því að hlaupa áfram. Ég var ekki með markmið heldur langaði mig bara að vera með. Þetta er frábær hópur og allt vinir manns úr hlaupasamfélaginu.“ Mari og Elísa Kristinsdóttir hlupu mikið saman síðustu tvo sólarhringa og Mari hefur trú á vinkonu sinni fyrir kvöldið. „Mig langaði að rúlla 60 hringi með Elísu en það var ekki raunhæft. Það er bara heimskulegt. Hún fær að vera stjarna í dag og ég er viss um að hún mun taka þetta. Hún er búin að vinna fyrir þessu,“ segir Mari ákveðin en Íslandsmet hennar er 57 hringir. „Ég held að Þorleifur verði fyrstur í metið mitt. Hann mun taka það en svo er spurning hvað hann vill mikið meira.“ Næst á dagskrá hjá Mari er að leggja sig aðeins, fara í sturtu en svo stefnir hún á að koma aftur í Elliðaárdalinn til að hvetja félaga sína áfram. Viðtalið í heild má sjá hér að ofan en fylgjast má með keppninni áfram hér að neðan. Bakgarðshlaup Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Tók næstum því ranga beygju en setti nýtt met Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Sjá meira
Síðustu hringirnir voru mjög þungir hjá henni en Mari er þekkt fyrir allt annað en að gefast upp. Hún hljóp því þar til fæturnir báru hana ekki lengur. „Það er svo ógeðslega erfitt að hætta. Þetta er gaman en leiðinlegt svona lengi með verki. Mig langaði samt að halda áfram,“ sagði Mari við Garp I. Elísabetarson skömmu eftir að hún hafði hætt keppni. „Ég ætlaði ekki að hætta en svo fékk ég bara allan pakkann yfir mig. Ég var heldur ekki að gera þessu hné neinn greiða með því að hlaupa áfram. Ég var ekki með markmið heldur langaði mig bara að vera með. Þetta er frábær hópur og allt vinir manns úr hlaupasamfélaginu.“ Mari og Elísa Kristinsdóttir hlupu mikið saman síðustu tvo sólarhringa og Mari hefur trú á vinkonu sinni fyrir kvöldið. „Mig langaði að rúlla 60 hringi með Elísu en það var ekki raunhæft. Það er bara heimskulegt. Hún fær að vera stjarna í dag og ég er viss um að hún mun taka þetta. Hún er búin að vinna fyrir þessu,“ segir Mari ákveðin en Íslandsmet hennar er 57 hringir. „Ég held að Þorleifur verði fyrstur í metið mitt. Hann mun taka það en svo er spurning hvað hann vill mikið meira.“ Næst á dagskrá hjá Mari er að leggja sig aðeins, fara í sturtu en svo stefnir hún á að koma aftur í Elliðaárdalinn til að hvetja félaga sína áfram. Viðtalið í heild má sjá hér að ofan en fylgjast má með keppninni áfram hér að neðan.
Bakgarðshlaup Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Tók næstum því ranga beygju en setti nýtt met Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Sjá meira