Enn rafmagnslaust á Kúbu Lovísa Arnardóttir skrifar 20. október 2024 08:45 Milljónir hafa verið rafmagnslaus frá því á föstudag. Vísir/EPA Enn er rafmagnslaust á Kúbu eftir að stjórnvöldum mistókst í þriðja sinn að koma á rafmagni rétt fyrir miðnætti í gær, laugardag. Rafmagn fór fyrst af á föstudag þegar bilun varð í einu stærsta orkuveri landsins. Í gær, laugardag, hrundi kerfið svo aftur þegar var verið að reyna að koma aftur á rafmagni. Seint í gær var svo gerð önnur tilraun án árangurs. Milljónir manna eru því enn rafmagnslaus og hafa verið það í nærri þrjá daga. Í frétt Reuters um málið er vísað í tilkynningu frá orkumálaráðherra landsins í samskiptaforritinu Telegram þar sem hann sagði verkefnið flókið en að það væri verið að vinna í að koma rafmagni aftur á. Það hefði orðið bilun í vestari hluta kerfisins og rafmagni slegið út aftur, þar með talið í höfuðborginni Havana. Þá segir enn fremur í frétt Reuters að rafmagnsleysið komi á erfiðum tíma. Íbúar landsins búi nú þegar við töluverðan matar-, lyfja- og eldsneytisskort. Fréttamenn miðilsins hafi orðið vitni að tveimur mótmælafundum vegna rafmagnsleysisins. Annar hafi verið haldinn í Marianao og hinn í hverfi í Havana. Lítil internet umferð mælist frá landinu en vegna rafmagnsleysisins reynist fólki erfitt að hlaða tæki sín. Í tilkynningu frá Netblocks, sem halda utan um netnotkun í heiminum, kom fram að eyjan væri mestmegnis internetlaus. Víðtækur eldsneytisskortur Í fréttinni kemur fram að síðustu daga og vikur hafi yfirvöld reglulega þurft að senda starfsfólk stofnanna og kennara heim til að varðveita eldsneyti og orku. Rafmagnsleysi hefur þannig verið nokkuð reglulegt undanfarið og varað í jafnvel 10 til 20 klukkustundir í senn. Yfirvöld hafa kennt lélegum innviðum, skorti á eldsneyti og meiri eftirspurn um. Þá hafi fellibylurinn Milton einnig haft áhrif. Erfitt hefur verið að fá eldsneyti til landsins á sama tíma og Venesúela, Rússland og Mexíkó hafa minnkað útflutning til Kúbu. Frá Venesúela kemur helmingi minna en áður sem hefur leitt til þess að yfirvöld hafa þurft að leita á dýrari markaði. Þá kenna kúbversk yfirvöld einnig bandaríska viðskiptabanninu um auk viðskiptahafta sem voru sett á í stjórnartíð Donald Trump. Bandaríkin segjast ekki eiga neinn hlut að máli. Kúba Orkumál Tengdar fréttir Aftur rafmagnslaust á Kúbu Kúba varð rafmagnslaus í annað sinn á rúmum sólahring í dag. Tilkynnt var um það í gærkvöldi að landið væri allt rafmagnslaust vegna bilunar í einu stærsta orkuveri landsins. Í frétt á Guardian segir að rafmagnskerfið hafi svo hrunið í annað sinn eftir að yfirvöld voru byrjuð að koma rafmagni aftur á. 19. október 2024 13:36 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Seint í gær var svo gerð önnur tilraun án árangurs. Milljónir manna eru því enn rafmagnslaus og hafa verið það í nærri þrjá daga. Í frétt Reuters um málið er vísað í tilkynningu frá orkumálaráðherra landsins í samskiptaforritinu Telegram þar sem hann sagði verkefnið flókið en að það væri verið að vinna í að koma rafmagni aftur á. Það hefði orðið bilun í vestari hluta kerfisins og rafmagni slegið út aftur, þar með talið í höfuðborginni Havana. Þá segir enn fremur í frétt Reuters að rafmagnsleysið komi á erfiðum tíma. Íbúar landsins búi nú þegar við töluverðan matar-, lyfja- og eldsneytisskort. Fréttamenn miðilsins hafi orðið vitni að tveimur mótmælafundum vegna rafmagnsleysisins. Annar hafi verið haldinn í Marianao og hinn í hverfi í Havana. Lítil internet umferð mælist frá landinu en vegna rafmagnsleysisins reynist fólki erfitt að hlaða tæki sín. Í tilkynningu frá Netblocks, sem halda utan um netnotkun í heiminum, kom fram að eyjan væri mestmegnis internetlaus. Víðtækur eldsneytisskortur Í fréttinni kemur fram að síðustu daga og vikur hafi yfirvöld reglulega þurft að senda starfsfólk stofnanna og kennara heim til að varðveita eldsneyti og orku. Rafmagnsleysi hefur þannig verið nokkuð reglulegt undanfarið og varað í jafnvel 10 til 20 klukkustundir í senn. Yfirvöld hafa kennt lélegum innviðum, skorti á eldsneyti og meiri eftirspurn um. Þá hafi fellibylurinn Milton einnig haft áhrif. Erfitt hefur verið að fá eldsneyti til landsins á sama tíma og Venesúela, Rússland og Mexíkó hafa minnkað útflutning til Kúbu. Frá Venesúela kemur helmingi minna en áður sem hefur leitt til þess að yfirvöld hafa þurft að leita á dýrari markaði. Þá kenna kúbversk yfirvöld einnig bandaríska viðskiptabanninu um auk viðskiptahafta sem voru sett á í stjórnartíð Donald Trump. Bandaríkin segjast ekki eiga neinn hlut að máli.
Kúba Orkumál Tengdar fréttir Aftur rafmagnslaust á Kúbu Kúba varð rafmagnslaus í annað sinn á rúmum sólahring í dag. Tilkynnt var um það í gærkvöldi að landið væri allt rafmagnslaust vegna bilunar í einu stærsta orkuveri landsins. Í frétt á Guardian segir að rafmagnskerfið hafi svo hrunið í annað sinn eftir að yfirvöld voru byrjuð að koma rafmagni aftur á. 19. október 2024 13:36 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Aftur rafmagnslaust á Kúbu Kúba varð rafmagnslaus í annað sinn á rúmum sólahring í dag. Tilkynnt var um það í gærkvöldi að landið væri allt rafmagnslaust vegna bilunar í einu stærsta orkuveri landsins. Í frétt á Guardian segir að rafmagnskerfið hafi svo hrunið í annað sinn eftir að yfirvöld voru byrjuð að koma rafmagni aftur á. 19. október 2024 13:36