Svikinn héri að hætti hússins — Ekki lýðræðisveisla Hjörtur Hjartarson skrifar 20. október 2024 09:00 Stundum heyrist sagt að kjósendur geti sjálfum sér um kennt að velja ekki betra fólk á Alþingi. Þetta er ósanngjörn fullyrðing. Þegar kjósandi greiðir atkvæði í kosningum hafa stjórnmálaflokkarnir þegar ákveðið hvaða þingmenn taka sæti á Alþingi. Kjósandi getur valið einn framboðslista, sett sitt litla X við þann flokk sem hann kýs, en þar með lýkur áhrifum hans á það hverjir veljast á Alþingi. — Að vísu getur kjósandi strikað yfir nöfn frambjóðenda á listanum eða breytt röð þeirra, en það hefur nánast engin áhrif. Aðeins einu sinni kom fyrir að frambjóðandi náði ekki þingsæti af þeim sökum. Það var árið 1946. Fámennir hópar innan stjórnmálaflokkanna velja í raun þingmenn til setu á Alþingi. Ekki almennir kjósendur. Þeim býðst aðeins að setja X við einn framboðslista og samþykkja val flokksins. Þennan dag fyrir 12 árum, 20. október 2012, lýstu 78% kjósenda stuðningi við aukið persónukjör í alþingiskosningum. Það var í þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá, sem út af fyrir sig hlaut einnig yfirgnæfandi stuðning kjósenda. Alþingi hefur ekki enn virt úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Það orkar þess vegna tvímælis þegar stjórnmálamenn tala um komandi kosningar sem lýðræðisveislu. Kjósendur hafa í raun hafnað núverandi kosningafyrirkomulagi en Alþingi haft vilja þeirra að engu. Kosningarnar 30. nóvember eru því ekki lýðræðisveisla heldur er enn á ný borinn fyrir íslenska kjósendur svikinn héri að hætti hússins við Austurvöll. Í nýju stjórnarskránni er gert ráð fyrir að kjósandi geti, ef hann eða hún vill, deilt atkvæði sínu og valið frambjóðendur af fleiri en einum framboðslista; kosið þvert á flokka. Alþingi er samt sem áður falið að ákveða hve langt skuli ganga í persónukjöri. Það getur ákveðið að kjósandi fái aðeins að setja X við einn framboðslista, einn flokk, eins og verið hefur. Samkvæmt nýju stjórnarskránni er hins vegar ekki hægt að ganga skemur en svo að kjósandinn fái sjálfur að raða frambjóðendum þess lista sem hann kýs, ef hún eða hann vill. Það er lágmarkið. Nýja stjórnarskráin stóreykur margvíslegt aðhald og völd almennings milli kosninga en greinin um alþingiskosningar stuðlar að stórauknum áhrifum kjósenda í kosningunum sjálfum. Og þar með aukinni ábyrgð þeirra á því hverjir sitja á Alþingi. Þróunin í nágrannalöndunum hefur verið á einn veg, að auka áhrif og ábyrgð kjósenda við val á þingmönnum. Í Finnlandi, Færeyjum og á Írlandi ráða almennir kjósendur algerlega hvaða frambjóðendur ná kjöri. Sama gildir í grundvallaratriðum í Hollandi og Svíþjóð og að verulegu leyti í Danmörku. — Ísland er það land í Evrópu þar sem áhrif kjósenda í þingkosningum eru einna minnst. Valdaleysi almennings er geirneglt í núgildandi stjórnarskrá. Þess vegna er hún valdfrekum sérhagsmunaöflum svo dýrmæt. Þeim sem þykjast eiga landið og miðin. Þess vegna er gengið svo langt í að verja óbreytt ástand, að traðka á lýðræðislegum grundvallargildum og vilja fólksins í landinu. Svo lengi sem það viðgengst hjakkar samfélagið áfram í sama fari. Þótt við verðum að gera okkur svikinn héra að góðu 30. nóvember skulum við aldrei láta það yfir okkur ganga að úrslit kosninga séu ekki virt á Íslandi. Við megum ekki og eigum ekki að gefa það eftir. Krefjum frambjóðendur svara í komandi kosningum um stjórnarskrármálið: Ætla þau að þegja og líta undan eða gera eitthvað í málinu? Stjórnarskrárfélagið boðar til opins fundar í Djúpinu, á Horninu í Hafnarstræti, kl. 16 í dag. Félagið kallar eftir hugmyndum um hvernig koma megi stjórnarskrármálinu á dagskrá í kosningabaráttunni. Höfundur er í stjórn Stjórnarskrárfélagsins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnarskrá Alþingiskosningar 2024 Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Hjörtur Hjartarson Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Stundum heyrist sagt að kjósendur geti sjálfum sér um kennt að velja ekki betra fólk á Alþingi. Þetta er ósanngjörn fullyrðing. Þegar kjósandi greiðir atkvæði í kosningum hafa stjórnmálaflokkarnir þegar ákveðið hvaða þingmenn taka sæti á Alþingi. Kjósandi getur valið einn framboðslista, sett sitt litla X við þann flokk sem hann kýs, en þar með lýkur áhrifum hans á það hverjir veljast á Alþingi. — Að vísu getur kjósandi strikað yfir nöfn frambjóðenda á listanum eða breytt röð þeirra, en það hefur nánast engin áhrif. Aðeins einu sinni kom fyrir að frambjóðandi náði ekki þingsæti af þeim sökum. Það var árið 1946. Fámennir hópar innan stjórnmálaflokkanna velja í raun þingmenn til setu á Alþingi. Ekki almennir kjósendur. Þeim býðst aðeins að setja X við einn framboðslista og samþykkja val flokksins. Þennan dag fyrir 12 árum, 20. október 2012, lýstu 78% kjósenda stuðningi við aukið persónukjör í alþingiskosningum. Það var í þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá, sem út af fyrir sig hlaut einnig yfirgnæfandi stuðning kjósenda. Alþingi hefur ekki enn virt úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Það orkar þess vegna tvímælis þegar stjórnmálamenn tala um komandi kosningar sem lýðræðisveislu. Kjósendur hafa í raun hafnað núverandi kosningafyrirkomulagi en Alþingi haft vilja þeirra að engu. Kosningarnar 30. nóvember eru því ekki lýðræðisveisla heldur er enn á ný borinn fyrir íslenska kjósendur svikinn héri að hætti hússins við Austurvöll. Í nýju stjórnarskránni er gert ráð fyrir að kjósandi geti, ef hann eða hún vill, deilt atkvæði sínu og valið frambjóðendur af fleiri en einum framboðslista; kosið þvert á flokka. Alþingi er samt sem áður falið að ákveða hve langt skuli ganga í persónukjöri. Það getur ákveðið að kjósandi fái aðeins að setja X við einn framboðslista, einn flokk, eins og verið hefur. Samkvæmt nýju stjórnarskránni er hins vegar ekki hægt að ganga skemur en svo að kjósandinn fái sjálfur að raða frambjóðendum þess lista sem hann kýs, ef hún eða hann vill. Það er lágmarkið. Nýja stjórnarskráin stóreykur margvíslegt aðhald og völd almennings milli kosninga en greinin um alþingiskosningar stuðlar að stórauknum áhrifum kjósenda í kosningunum sjálfum. Og þar með aukinni ábyrgð þeirra á því hverjir sitja á Alþingi. Þróunin í nágrannalöndunum hefur verið á einn veg, að auka áhrif og ábyrgð kjósenda við val á þingmönnum. Í Finnlandi, Færeyjum og á Írlandi ráða almennir kjósendur algerlega hvaða frambjóðendur ná kjöri. Sama gildir í grundvallaratriðum í Hollandi og Svíþjóð og að verulegu leyti í Danmörku. — Ísland er það land í Evrópu þar sem áhrif kjósenda í þingkosningum eru einna minnst. Valdaleysi almennings er geirneglt í núgildandi stjórnarskrá. Þess vegna er hún valdfrekum sérhagsmunaöflum svo dýrmæt. Þeim sem þykjast eiga landið og miðin. Þess vegna er gengið svo langt í að verja óbreytt ástand, að traðka á lýðræðislegum grundvallargildum og vilja fólksins í landinu. Svo lengi sem það viðgengst hjakkar samfélagið áfram í sama fari. Þótt við verðum að gera okkur svikinn héra að góðu 30. nóvember skulum við aldrei láta það yfir okkur ganga að úrslit kosninga séu ekki virt á Íslandi. Við megum ekki og eigum ekki að gefa það eftir. Krefjum frambjóðendur svara í komandi kosningum um stjórnarskrármálið: Ætla þau að þegja og líta undan eða gera eitthvað í málinu? Stjórnarskrárfélagið boðar til opins fundar í Djúpinu, á Horninu í Hafnarstræti, kl. 16 í dag. Félagið kallar eftir hugmyndum um hvernig koma megi stjórnarskrármálinu á dagskrá í kosningabaráttunni. Höfundur er í stjórn Stjórnarskrárfélagsins
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun