Sölunni slegið á frest Árni Sæberg skrifar 18. október 2024 16:45 Höfuðstöðvar Íslandsbanka í Kópavogi. Vísir/Vilhelm Ákveðið hefur verið að fresta sölu á útistandandi hlutum ríkisins í Íslandsbanka vegna markaðsaðstæðna og þess að skammt er til alþingiskosninga. 42,5 prósenta hlutur ríkisins er um 92 milljarða virði. Í tilkynningu þess efnis á vef Stjórnarráðsins segir að einhugur hafi verið um að fresta sölunni innan ráðherranefndar um ríkisfjármál, þar sem forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra sitji, að fenginni ráðgjöf frá umsjónaraðilum útboðsins. Félags- og vinnumarkaðsráðherra er alla jafna þriðji maður ráðherranefndar en slíkum er ekki lengur til að dreifa, eftir að Guðmundur Ingi Guðbrandsson hætti í starfstjórn sem nú situr. Undirbúningur kominn langt á veg Í tilkynningunni segir að við ákvörðunartökuna hafi verið horft til markaðsaðstæðna og þess að skammt er til alþingiskosninga. Mikilvægt sé að hámarka líkur á að útboðið heppnist vel og að næg þátttaka fáist, meðal annars frá almenningi. Undirbúningur sölunnar hafi gengið vel og sé kominn langt á veg í samstarfi við ráðgjafa ríkisins, Kviku, Barclays og Citi, fjármálaráðgjafann Landsbankann, auk lögfræðiráðgjafa. Muni sú vinna nýtast þegar sölunni verður fram haldið, jafnvel þó það verði ekki fyrr en á nýju ári. Til stóð að selja helming á þessu ári og restina á því næsta Í tilkynningunni segir að samkvæmt lögum um ráðstöfun eignarhlutar ríkisins í Íslandsbanka hf. hafi fjármálaráðherra heimild til að ráðstafa eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka að fenginni heimild Alþingis í fjárlögum. Í lögunum sé gert ráð fyrir einu eða fleiri útboðum. Ríkissjóður hafi fengið 108 milljarða króna í sinn hlut í fyrri útboðum Íslandsbanka og eigi enn 42,5 prósenta hlut í bankanum. Samkvæmt dagslokagengi í dag er sá hlutur um 92 milljarða króna virði. Horft hefði verið til þess að um það bil helmingurinn af þessum hlut yrði seldur á þessu ári og eftirstandandi hlutur á næsta ári, eftir því sem markaðsaðstæður leyfðu. Íslandsbanki Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Rekstur hins opinbera Fjármálafyrirtæki Mest lesið Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Sjá meira
Í tilkynningu þess efnis á vef Stjórnarráðsins segir að einhugur hafi verið um að fresta sölunni innan ráðherranefndar um ríkisfjármál, þar sem forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra sitji, að fenginni ráðgjöf frá umsjónaraðilum útboðsins. Félags- og vinnumarkaðsráðherra er alla jafna þriðji maður ráðherranefndar en slíkum er ekki lengur til að dreifa, eftir að Guðmundur Ingi Guðbrandsson hætti í starfstjórn sem nú situr. Undirbúningur kominn langt á veg Í tilkynningunni segir að við ákvörðunartökuna hafi verið horft til markaðsaðstæðna og þess að skammt er til alþingiskosninga. Mikilvægt sé að hámarka líkur á að útboðið heppnist vel og að næg þátttaka fáist, meðal annars frá almenningi. Undirbúningur sölunnar hafi gengið vel og sé kominn langt á veg í samstarfi við ráðgjafa ríkisins, Kviku, Barclays og Citi, fjármálaráðgjafann Landsbankann, auk lögfræðiráðgjafa. Muni sú vinna nýtast þegar sölunni verður fram haldið, jafnvel þó það verði ekki fyrr en á nýju ári. Til stóð að selja helming á þessu ári og restina á því næsta Í tilkynningunni segir að samkvæmt lögum um ráðstöfun eignarhlutar ríkisins í Íslandsbanka hf. hafi fjármálaráðherra heimild til að ráðstafa eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka að fenginni heimild Alþingis í fjárlögum. Í lögunum sé gert ráð fyrir einu eða fleiri útboðum. Ríkissjóður hafi fengið 108 milljarða króna í sinn hlut í fyrri útboðum Íslandsbanka og eigi enn 42,5 prósenta hlut í bankanum. Samkvæmt dagslokagengi í dag er sá hlutur um 92 milljarða króna virði. Horft hefði verið til þess að um það bil helmingurinn af þessum hlut yrði seldur á þessu ári og eftirstandandi hlutur á næsta ári, eftir því sem markaðsaðstæður leyfðu.
Íslandsbanki Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Rekstur hins opinbera Fjármálafyrirtæki Mest lesið Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Sjá meira