Lætin í Kópavogi til skoðunar hjá KKÍ Aron Guðmundsson skrifar 18. október 2024 09:28 Það sauð rækilega upp úr í hálfleik hjá Grindavík og Hetti í 3.umferð Bónus deildar karla í körfubolta í Smáranum í gær Vísir: Myndir - Anton Brink Lætin sem áttu sér stað í hálfleik í leik Grindavíkur og Hattar í 3.umferð Bónus deildar karla í körfubolta í gær, þar sem að DeAndre Kane leikmaður Grindavíkur sló í andlit Courvoisier McCauley leikmanns Hattar, eru til skoðunar hjá Körfuknattleikssambandi Íslands. Þetta staðfestir framkvæmdastjóri sambandsins í samtali við Vísi. Upp úr sauð í hálfleik í leik Grindavíkur og Hattar í Smáranum í Kópavogi í gærkvöld, í Bónus-deild karla í körfubolta. DeAndre Kane, leikmaður Grindavíkur, sló þá í andlit Courvoisier McCauley, leikmanns Hattar. Atvikið átti sér stað þar sem að leikmenn voru að hita upp fyrir seinni hálfleik en í aðdraganda mátti sjá þá Kane og McCauley eiga orðaskipti líkt og sjá má hér fyrir neðan Í samtali við Vísi í morgun staðfesti Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands að málið væri til skoðunar hjá sambandinu. Það væri vel meðvitað um lætin í Smáranum í gærkvöldi. Í viðtölum sem Ágúst Orri Arnarson, íþróttafréttamaður á Vísi og Stöð 2, tók við menn eftir leik, var vel greinilegt að mönnum var heitt í hamsi. Kane, þungamiðjan í atburðarásinni í Smáranum sagðist ætla að „flengja Hattar-menn“ þegar að liðin mætast næst. „Hann kýldi mig. Kíktu í myndavélina,“ sagði Kane svo um deilurnar milli sín og McCauley. McCauley hafði ekki sömu sögu að segja og Kane: „Ég var kýldur af leikmanni í hinu liðinu, hann kom yfir á minn vallarhelming. Hann var eitthvað að tala og svo lét hann höggin tala.“ Þjálfari Hattar, Viðar Örn Hafsteinsson, hefur fengið sig fullsaddann af látunum í Kane: „Það er löngu kominn tími á að það sé tekið á þessum gæja, maðurinn er búinn að vera í eitt og hálft í ár í einhverju djöfulsins bulli.“ Leikur þar sem að átök í hálfleik drógu athyglina frá körfuboltanum sjálfum sem spilaður var innan vallar. Leik sem lauk með tuttugu og níu stiga sigri Grindvíkinga, 113-84. Liðin mætast næst þann 16.janúar í upphafi næsta árs. Bónus-deild karla Höttur KKÍ UMF Grindavík Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Fleiri fréttir Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Sjá meira
Upp úr sauð í hálfleik í leik Grindavíkur og Hattar í Smáranum í Kópavogi í gærkvöld, í Bónus-deild karla í körfubolta. DeAndre Kane, leikmaður Grindavíkur, sló þá í andlit Courvoisier McCauley, leikmanns Hattar. Atvikið átti sér stað þar sem að leikmenn voru að hita upp fyrir seinni hálfleik en í aðdraganda mátti sjá þá Kane og McCauley eiga orðaskipti líkt og sjá má hér fyrir neðan Í samtali við Vísi í morgun staðfesti Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands að málið væri til skoðunar hjá sambandinu. Það væri vel meðvitað um lætin í Smáranum í gærkvöldi. Í viðtölum sem Ágúst Orri Arnarson, íþróttafréttamaður á Vísi og Stöð 2, tók við menn eftir leik, var vel greinilegt að mönnum var heitt í hamsi. Kane, þungamiðjan í atburðarásinni í Smáranum sagðist ætla að „flengja Hattar-menn“ þegar að liðin mætast næst. „Hann kýldi mig. Kíktu í myndavélina,“ sagði Kane svo um deilurnar milli sín og McCauley. McCauley hafði ekki sömu sögu að segja og Kane: „Ég var kýldur af leikmanni í hinu liðinu, hann kom yfir á minn vallarhelming. Hann var eitthvað að tala og svo lét hann höggin tala.“ Þjálfari Hattar, Viðar Örn Hafsteinsson, hefur fengið sig fullsaddann af látunum í Kane: „Það er löngu kominn tími á að það sé tekið á þessum gæja, maðurinn er búinn að vera í eitt og hálft í ár í einhverju djöfulsins bulli.“ Leikur þar sem að átök í hálfleik drógu athyglina frá körfuboltanum sjálfum sem spilaður var innan vallar. Leik sem lauk með tuttugu og níu stiga sigri Grindvíkinga, 113-84. Liðin mætast næst þann 16.janúar í upphafi næsta árs.
Bónus-deild karla Höttur KKÍ UMF Grindavík Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Fleiri fréttir Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Sjá meira