Starfsstjórn tekin við stjórnartaumunum Jón Þór Stefánsson skrifar 17. október 2024 19:17 Bjarni Benediktsson áður en hann gekk á ríkissráðfundinn. Vísir/Vilhelm Starfsstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar er tekin við völdum. Þetta var tilkynnt að loknum ríkisráðsfundi á Bessastöðum í kvöld. Þar með lauk ríkisstjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Vinstri grænna, sem hafði varað frá því í nóvember 2017, fyrst undir forsæti Katrínar Jakobsdóttur og síðan undir Bjarna Benediktssyni. Stjórnin sem tók við í kvöld mun sitja fram að kosningum sem munu fara fram þann 30. nóvember næstkomandi. Þessi starfsstjórn hefur tekið við völdum og mun vera þar fram að kosningum. Vísir/Vilhelm Ráðherraskipan er að mestu sú sama og í fyrra ríkisstjórnarsamstarfi, nema að formenn flokkanna tveggja taka við ráðuneytum Vinstri grænna sem stíga úr samstarfinu. Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra mun taka við innviðaráðuneytinu og Bjarni Benediktsson forsætisráðherra mun taka við félags- og vinnumarkaðráðuneytinu sem og matvælaráðuneytinu. Bjarni sagði að fundinum loknum að ekki hafi verið um sára stund að ræða, frekar hafi þetta verið formleg kveðjustund. „Nú eru öll sætin í starfsstjórninni fullskipuð og nú tekur við að halda ríkisstjórnarfundi vegna þeirra mála sem stjórnarráðið telur mikilvægt að þingið fjalli um. Það er ekki langur málalisti. Þetta eru aðallega fjárlögin og fjárlagatengd mál,“ sagði hann. Sigurður Ingi sagði að fundinum loknum að hann hafi ekki móðgast eða orðið sár út í nokkurn mann vegna orða meðlima samstarfsflokkanna. Hann minntist þó á að hjá bæði Vinstri grænum og Sjálfstæðisflokknum hefðu flokksmenn lýst yfir óánægju sinni með ríkisstjórnarsamstarfið. Reyndi forsetinn að lægja öldur í ykkar samskiptum? „Það voru engar öldur þarna inni.“ Fráfarandi ríkisstjórn sat saman í síðasta skipti á fundi Höllu Tómasdóttur forseta.Vísir/Vilhelm Áður en ríkisráðsfundi lauk fóru fráfarandi ráðherrar VG af fundinum. Svandís Svavarsdóttir, formaður VG, gaf sig þá á tal við fjölmiðla. Hún sagðist ekki viss um að hún myndi styðja fjárlög ríkisstjórnarinnar. „Það er ekki svo einfalt því fjárlög er samsett úr mjög mörgum og flóknum þáttum. Það eru ýmis atriði sem lúta til að mynda að samgöngumálum sem þarf að taka til skoðunar.“ Sérðu eftir því að hafa ekki verið fyrri til og slitið þessu sjálf? „Þetta snýst ekki um neitt slíkt kapphlaup. Ég er ennþá mjög hugsi yfir þessum tímapunkti. Ég held að hann hafi verið snúinn og flókinn, en hins vegar er komið að næsta kafla í okkar pólitíska lífi.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Þar með lauk ríkisstjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Vinstri grænna, sem hafði varað frá því í nóvember 2017, fyrst undir forsæti Katrínar Jakobsdóttur og síðan undir Bjarna Benediktssyni. Stjórnin sem tók við í kvöld mun sitja fram að kosningum sem munu fara fram þann 30. nóvember næstkomandi. Þessi starfsstjórn hefur tekið við völdum og mun vera þar fram að kosningum. Vísir/Vilhelm Ráðherraskipan er að mestu sú sama og í fyrra ríkisstjórnarsamstarfi, nema að formenn flokkanna tveggja taka við ráðuneytum Vinstri grænna sem stíga úr samstarfinu. Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra mun taka við innviðaráðuneytinu og Bjarni Benediktsson forsætisráðherra mun taka við félags- og vinnumarkaðráðuneytinu sem og matvælaráðuneytinu. Bjarni sagði að fundinum loknum að ekki hafi verið um sára stund að ræða, frekar hafi þetta verið formleg kveðjustund. „Nú eru öll sætin í starfsstjórninni fullskipuð og nú tekur við að halda ríkisstjórnarfundi vegna þeirra mála sem stjórnarráðið telur mikilvægt að þingið fjalli um. Það er ekki langur málalisti. Þetta eru aðallega fjárlögin og fjárlagatengd mál,“ sagði hann. Sigurður Ingi sagði að fundinum loknum að hann hafi ekki móðgast eða orðið sár út í nokkurn mann vegna orða meðlima samstarfsflokkanna. Hann minntist þó á að hjá bæði Vinstri grænum og Sjálfstæðisflokknum hefðu flokksmenn lýst yfir óánægju sinni með ríkisstjórnarsamstarfið. Reyndi forsetinn að lægja öldur í ykkar samskiptum? „Það voru engar öldur þarna inni.“ Fráfarandi ríkisstjórn sat saman í síðasta skipti á fundi Höllu Tómasdóttur forseta.Vísir/Vilhelm Áður en ríkisráðsfundi lauk fóru fráfarandi ráðherrar VG af fundinum. Svandís Svavarsdóttir, formaður VG, gaf sig þá á tal við fjölmiðla. Hún sagðist ekki viss um að hún myndi styðja fjárlög ríkisstjórnarinnar. „Það er ekki svo einfalt því fjárlög er samsett úr mjög mörgum og flóknum þáttum. Það eru ýmis atriði sem lúta til að mynda að samgöngumálum sem þarf að taka til skoðunar.“ Sérðu eftir því að hafa ekki verið fyrri til og slitið þessu sjálf? „Þetta snýst ekki um neitt slíkt kapphlaup. Ég er ennþá mjög hugsi yfir þessum tímapunkti. Ég held að hann hafi verið snúinn og flókinn, en hins vegar er komið að næsta kafla í okkar pólitíska lífi.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira