Semja við flugfélög í Færeyjum og á Grænlandi Árni Sæberg skrifar 17. október 2024 16:51 Frá vinstri: H.E. Kalistat Lund, ráðherra landbúnaðar-, orku- og umhverfismála á Grænlandi, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra, Jacob Nitter Sørensen, forstjóri Air Greenland, Jóhanna á Bergi, forstjóri Atlantic Airways, Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair og Hanna í Horni, sendiherra Færeyja á Íslandi. Icelandair Icelandair skrifaði undir tvo samstarfssamninga um sammerkt flug á Hringborði Norðurslóða í dag, við Air Greenland og færeyska flugfélagið Atlantic Airways. Með þessum samningum geta félögin boðið öflugar tengingar milli Grænlands og Færeyja annars vegar og Norður-Ameríku og Evrópu hins vegar, í einum flugmiða í gegnum Ísland. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að gert sé ráð fyrir að tvíhliða samningar um sammerkt flug taki að fullu gildi á fyrsta ársfjórðungi næsta árs í tilfelli Atlantic Airways og Icelandair og um mitt næsta ár hjá Air Greenland og Icelandair. „Við eigum það sameiginlegt að vera eyþjóðir á Norðurslóðum sem reiða sig á öflugar flugsamgöngur til þess að tengja við umheiminn og stuðla að hagsæld. Með formlegu samstarfi flugfélaganna og þeim slagkrafti sem því fylgir munum við styrkja samgöngur á vestnorræna svæðinu og á Norðurslóðum enn frekar sem er mikilvæg forsenda framtíðaruppbyggingar í þessum heimshluta,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair. Koma Færeyjum og Grænlandi frekar á kortið Þá sé starfsfólk Icelandair ánægt með að tengja Grænland og Færeyjar inn í víðtækt sölu- og dreifikerfi félagsins í Norður-Ameríku, Evrópu og á fjarmörkuðum eins og Asíu. Þannig komi félagið þessum áfangastöðum enn betur á kortið enda séu mikil tækifæri í ferðaþjónustu á þessum svæðum. „Á undanförnum árum hefur Hringborð Norðurslóða fest sig í sessi sem einn mikilvægasti vettvangur umræðu um málefni Norðurslóða í heiminum og með árlegu þingi sínu hér á landi gert Ísland að miðstöð þessarar umræðu. Það er því sérstaklega ánægjulegt að skrifa undir þessa samninga hér á þessum vettvangi.“ Spennt fyrir auknu samstarfi við systurþjóð „Við erum spennt fyrir auknu samstarfi við systurþjóð okkar í norðvestri. Samstarfið mun tengja okkur enn betur saman og styrkja sameiginlegar stoðir. Samkomulagið er ekki eingöngu mikilvægt fyrir fyrirtækin viðskiptalega heldur einnig fyrir löndin okkar, þar sem það stuðlar að auknum tengslum og vaxtartækifærum,“ er haft eftir Jóhönnu á Bergi, forstjóra Atlantic Airways. Tengingar við umfangsmikið leiðakerfi Icelandair hafi marga kosti í för með sér og geri félögunum kleift að vinna saman að því að veita farþegum betri og sveigjanlegri þjónustu. Með því að tengja leiðakerfin auki félöginu við sýnileika þeirra og vinni saman að því að festa þjóðirnar í norðvestri í sessi sem spennandi áfangastaði. Tímamótasamningur „Þetta er tímamótasamningur og við erum hæstánægð með að efla tengingar á milli Norðurlanda og um Norðurslóðir. Með samstarfi við Icelandair og Atlantic Airways byggjum við brýr milli samfélaga okkar, opnum nýjar gáttir og gerum ferðamönnum enn auðveldara að kynnast ríkri menningu og stórfenglegri náttúru okkar norðlægu landa. Saman búum við til tengingar og styrkjum böndin á milli Norðurlanda og Norðurslóða, frá Færeyjum og Íslandi til Grænlands og áfram til Núnavút í Norður-Kanada. Samstarfið er spennandi varða á leið okkar að því að tengja norðrið betur en nokkru sinni fyrr,“ er haft eftir Jacob Nitter Sørensen, forstjóra Air Greenland. Icelandair Færeyjar Grænland Fréttir af flugi Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að gert sé ráð fyrir að tvíhliða samningar um sammerkt flug taki að fullu gildi á fyrsta ársfjórðungi næsta árs í tilfelli Atlantic Airways og Icelandair og um mitt næsta ár hjá Air Greenland og Icelandair. „Við eigum það sameiginlegt að vera eyþjóðir á Norðurslóðum sem reiða sig á öflugar flugsamgöngur til þess að tengja við umheiminn og stuðla að hagsæld. Með formlegu samstarfi flugfélaganna og þeim slagkrafti sem því fylgir munum við styrkja samgöngur á vestnorræna svæðinu og á Norðurslóðum enn frekar sem er mikilvæg forsenda framtíðaruppbyggingar í þessum heimshluta,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair. Koma Færeyjum og Grænlandi frekar á kortið Þá sé starfsfólk Icelandair ánægt með að tengja Grænland og Færeyjar inn í víðtækt sölu- og dreifikerfi félagsins í Norður-Ameríku, Evrópu og á fjarmörkuðum eins og Asíu. Þannig komi félagið þessum áfangastöðum enn betur á kortið enda séu mikil tækifæri í ferðaþjónustu á þessum svæðum. „Á undanförnum árum hefur Hringborð Norðurslóða fest sig í sessi sem einn mikilvægasti vettvangur umræðu um málefni Norðurslóða í heiminum og með árlegu þingi sínu hér á landi gert Ísland að miðstöð þessarar umræðu. Það er því sérstaklega ánægjulegt að skrifa undir þessa samninga hér á þessum vettvangi.“ Spennt fyrir auknu samstarfi við systurþjóð „Við erum spennt fyrir auknu samstarfi við systurþjóð okkar í norðvestri. Samstarfið mun tengja okkur enn betur saman og styrkja sameiginlegar stoðir. Samkomulagið er ekki eingöngu mikilvægt fyrir fyrirtækin viðskiptalega heldur einnig fyrir löndin okkar, þar sem það stuðlar að auknum tengslum og vaxtartækifærum,“ er haft eftir Jóhönnu á Bergi, forstjóra Atlantic Airways. Tengingar við umfangsmikið leiðakerfi Icelandair hafi marga kosti í för með sér og geri félögunum kleift að vinna saman að því að veita farþegum betri og sveigjanlegri þjónustu. Með því að tengja leiðakerfin auki félöginu við sýnileika þeirra og vinni saman að því að festa þjóðirnar í norðvestri í sessi sem spennandi áfangastaði. Tímamótasamningur „Þetta er tímamótasamningur og við erum hæstánægð með að efla tengingar á milli Norðurlanda og um Norðurslóðir. Með samstarfi við Icelandair og Atlantic Airways byggjum við brýr milli samfélaga okkar, opnum nýjar gáttir og gerum ferðamönnum enn auðveldara að kynnast ríkri menningu og stórfenglegri náttúru okkar norðlægu landa. Saman búum við til tengingar og styrkjum böndin á milli Norðurlanda og Norðurslóða, frá Færeyjum og Íslandi til Grænlands og áfram til Núnavút í Norður-Kanada. Samstarfið er spennandi varða á leið okkar að því að tengja norðrið betur en nokkru sinni fyrr,“ er haft eftir Jacob Nitter Sørensen, forstjóra Air Greenland.
Icelandair Færeyjar Grænland Fréttir af flugi Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira