Sá elsti vonar að draumur um ráðherrasæti rætist Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 17. október 2024 16:23 Tómas A. Tómasson á nóg inni og er að lifa æskudrauminn. vísir/vilhelm Tómas A. Tómasson segist lifa æskudrauminn. Hann vonast til að verða næsti forseti Alþingis og segir að það hafi tekið tíma að læra að taka fréttir af blundum hans í þingsal ekki inn á sig. „Þetta er búinn að vera draumurinn í þrjátíu, fjörutíu ár. Loksins er ég hér og ég ætla ekkert að hætta strax,“ segir Tómas A. Tómasson, betur þekktur sem Tommi á búllunni, þingmaður Flokks fólksins um ákvörðun hans að halda áfram á þingi. Áttu mikið inni? „Ég er 75 ára og á eftir að minnsta kosti svona tíu ár þannig ég ætla að láta reyna á þetta.“ Þegar undirritaður fréttamaður áréttar að spurt hafi verið um hvort hann telji sig eiga mikið inni málefnalega séð í þinginu og hvort hann sé með mörg mál sem hafi hingað til ekki komist á dagskrá svarar hann því til að mál Flokks fólksins séu fæði, klæði, húsnæði. Það er númer eitt tvö og þrjú. „Og heilbrigðismálin, fíkniefnavandinn. Það er endalaust hægt að bæta við. Við erum til í slaginn.“ Eftir nokkra íhugun segist hann stoltastur af stefnuræðu flokksins sem haldin var í byrjun þings. „Hún kom mjög vel út að mínum dómi og ég held að ég geti farið sáttur frá borði þar.“ „Þetta er lífið“ Aðspurður hvort hann sækist eftir sæti framarlega á lista segir hann enn verið að stilla upp á lista flokksins. Hann ætli að sjá hvað gerist og er til í baráttuna sem framundan er. „Að sjálfsögðu. Þetta er gaman, þetta er lífið. Það er sagt einhvers staðar að það er ekkert sem er þess virði í þessum heimi sem er auðvelt. Þeim mun erfiðara því betra og því ríkulegri eru ávextirnir. 46 ára gamall draumur Hann segist dreyma um að komast í ríkisstjórn. „Að sjálfsögðu. Það er búinn að vera draumur minn alveg frá því að ég var í námi í Ameríku árið 1978. Þá fékk ég þessa flugu í höfuðið og ég er búinn að bíða spenntur eftir því að geta tekið þátt í stjórnmálastarfinu á Íslandi síðan.“ Vill verða forseti Alþingis Draumurinn væri ríkisstjórn skipuð Sjálfstæðisflokki, Miðflokki og Flokki fólksins. Og þú yrðir hvaða ráðherra? „Fyrir utan forsætisráðherra? Ég myndi ímynda mér að ég yrði ekki ráðherra. Ég yrði hugsanlega forseti Alþingis. Aldursforseti á að vera forseti Alþingis.“ Tók tíma að taka fréttir ekki inn á sig Fjallað hefur verið um fegrunarblunda sem Tommi hefur tekið í þingsal. Hann segir að til að byrja með hafi hann tekið svona fréttir inn á sig. „Til að byrja með lét ég þetta fara pínu í taugarnar á mér en þegar ég hugsa til baka þá skiptir þetta engu máli. Þeir sem tala um það eru einhverjir sem vilja vera meinfyndnir og maður verður að taka því. Ef þú horfir yfir völlinn núna þá eru allir þingmenn að fá eitthvað framan í sig, það er allt tínt til. Það verður bara að hafa það, þetta er partur af leikreglunum.“ Það hafi þó tekið tíma að læra að taka umtal ekki inn á sig. „Já raunverulega, eftir að hafa verið í þessari stöðu sem ég er búinn að vera í mörg ár... með hamborgarana, Hard Rock og Hótel borg sem allt var voðalega næs og gaman, þá allt í einu fer maður inn á vettvang þar sem fólk er meira gagnrýnið á það sem þú gerir. Þá tekur pínu tíma að átta sig á því að maður verður að hafa harðan skráp.“ Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Alþingi Eldri borgarar Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
„Þetta er búinn að vera draumurinn í þrjátíu, fjörutíu ár. Loksins er ég hér og ég ætla ekkert að hætta strax,“ segir Tómas A. Tómasson, betur þekktur sem Tommi á búllunni, þingmaður Flokks fólksins um ákvörðun hans að halda áfram á þingi. Áttu mikið inni? „Ég er 75 ára og á eftir að minnsta kosti svona tíu ár þannig ég ætla að láta reyna á þetta.“ Þegar undirritaður fréttamaður áréttar að spurt hafi verið um hvort hann telji sig eiga mikið inni málefnalega séð í þinginu og hvort hann sé með mörg mál sem hafi hingað til ekki komist á dagskrá svarar hann því til að mál Flokks fólksins séu fæði, klæði, húsnæði. Það er númer eitt tvö og þrjú. „Og heilbrigðismálin, fíkniefnavandinn. Það er endalaust hægt að bæta við. Við erum til í slaginn.“ Eftir nokkra íhugun segist hann stoltastur af stefnuræðu flokksins sem haldin var í byrjun þings. „Hún kom mjög vel út að mínum dómi og ég held að ég geti farið sáttur frá borði þar.“ „Þetta er lífið“ Aðspurður hvort hann sækist eftir sæti framarlega á lista segir hann enn verið að stilla upp á lista flokksins. Hann ætli að sjá hvað gerist og er til í baráttuna sem framundan er. „Að sjálfsögðu. Þetta er gaman, þetta er lífið. Það er sagt einhvers staðar að það er ekkert sem er þess virði í þessum heimi sem er auðvelt. Þeim mun erfiðara því betra og því ríkulegri eru ávextirnir. 46 ára gamall draumur Hann segist dreyma um að komast í ríkisstjórn. „Að sjálfsögðu. Það er búinn að vera draumur minn alveg frá því að ég var í námi í Ameríku árið 1978. Þá fékk ég þessa flugu í höfuðið og ég er búinn að bíða spenntur eftir því að geta tekið þátt í stjórnmálastarfinu á Íslandi síðan.“ Vill verða forseti Alþingis Draumurinn væri ríkisstjórn skipuð Sjálfstæðisflokki, Miðflokki og Flokki fólksins. Og þú yrðir hvaða ráðherra? „Fyrir utan forsætisráðherra? Ég myndi ímynda mér að ég yrði ekki ráðherra. Ég yrði hugsanlega forseti Alþingis. Aldursforseti á að vera forseti Alþingis.“ Tók tíma að taka fréttir ekki inn á sig Fjallað hefur verið um fegrunarblunda sem Tommi hefur tekið í þingsal. Hann segir að til að byrja með hafi hann tekið svona fréttir inn á sig. „Til að byrja með lét ég þetta fara pínu í taugarnar á mér en þegar ég hugsa til baka þá skiptir þetta engu máli. Þeir sem tala um það eru einhverjir sem vilja vera meinfyndnir og maður verður að taka því. Ef þú horfir yfir völlinn núna þá eru allir þingmenn að fá eitthvað framan í sig, það er allt tínt til. Það verður bara að hafa það, þetta er partur af leikreglunum.“ Það hafi þó tekið tíma að læra að taka umtal ekki inn á sig. „Já raunverulega, eftir að hafa verið í þessari stöðu sem ég er búinn að vera í mörg ár... með hamborgarana, Hard Rock og Hótel borg sem allt var voðalega næs og gaman, þá allt í einu fer maður inn á vettvang þar sem fólk er meira gagnrýnið á það sem þú gerir. Þá tekur pínu tíma að átta sig á því að maður verður að hafa harðan skráp.“
Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Alþingi Eldri borgarar Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira