Starfsstjórn með minnihluta á Alþingi tekur við síðdegis Heimir Már Pétursson skrifar 17. október 2024 12:13 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra mætir til ríkisstjórnarfundar í gær þar sem tillaga um þingrof og lausn ráðherra frá embætti voru fyrst á dagskrá. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar sem mynduð var í apríl verður formlega leyst frá völdum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í dag, tveimur dögum eftir að forseti Íslands samþykkti lausn hans og annarra ráðherra þeirrar ríkisstjórnar úr embætti og skipaði alla ráðherrana í starfsstjórn. Ný minnihluta-starfsstjórn tekur við völdum á Bessastöðum síðdegis. Á sunnudag boðaði Bjarni Benediktsson til fréttamannafundar þar sem hann tilkynnti að stjórnarsamstarfinu væri lokið. Án þess að boða fyrst til ríkisstjórnarfundar hélt Bjarni á mánudag á fund forseta Íslands og óskaði eftir að þing yrði rofið og boðað til kosninga hinn 30. nóvember. Á þriðjudag hélt Bjarni aftur á Bessastaði til að biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Halla Tómasdóttir forseti Íslands varð við beiðni Bjarna um þingrof og kosningar og lausn allra ráðherra. Jafnframt skipaði forsetinn alla ráðherrana í svo kallaða starfsstjórn. Að þeim gjörningi loknum var forsetinn spurð um stöðu Vinstri grænna. Halla Tómasdóttir forseti Íslands samþykkir afsögn þriggja ráðherra Vinstri grænna öðru sinni á ríkisráðsfundi í dag.Vísir/Vilhelm Bara eitt forseti, veistu til þess hvort að vinstri græn ætli að vera í ríkisstjórninni, þessari starfsstjórn? „Það er ekki eitthvað sem ég get svarað fyrir en vinstri græn verða að ræða við forsætisráðherra Íslands fljótt," sagði forsetinn. Svandís Svavarsdóttir formaður Vinstri grænna hafði lýst því opinberlega yfir áður en forseti íslands skipaði starfsstjórnina að vinstri græn ætluðu ekki að starfa áfram með Sjálfstæðisflokknum. Bjarni hafði þetta að segja á Bessastöðum í fyrradag um stöðu Vinstri grænna eftir að forsetinn hafði skipað alla ráðherra fyrri stjórnar í starfsstjórnina. Starfsstjórn Bjarna Benediktssonar var mynduð á þriðjudag með ráðherrum Vinstri grænna án samþykkis þeirra.Vísir/Vilhelm Þurfa þá ráðherrar Vinstri grænna, ef þeir ætla ekki að vera með, formlega að segja af sér ráðherradómi? „Nú kannast ég ekki við að það hafi gerst, jú það er eitthvert eitt fordæmi fyrir því að ráðherra hafi horfið til dómaraembættis. En það kæmi mér verulega á óvart ef ráðherrar, sem hafa jú ríkum skyldum að gegna, verði ekki við beiðni um að sitja í starfsstjórn. Það þætti mér afar sérstök niðurstaða hjá viðkomandi ráðherrum," sagði Bjarni. Í 16. grein stjórnarskrárinnar segir að „Lög og mikilvægar stjórnarráðsathafnir skuli bera upp fyrir forseta í ríkisráði.“ Í 17. grein stjórnarskrárinnar segir síðan að „Ráðherrafundi (eða ríkisstjórnarfundi) skuli halda um nýmæli í lögum og um mikilvæg stjórnarmálefni.“ Þingrof og lausn ráðherra frá embætti hlýtur að teljast „mikilvægt stjórnarmálefni.“ Svandís Svavarsdóttir formaður Vinstri grænna segir forsætisráðherra hafa tekið ákvarðanir um þingrof og lausn frá embætti án þess að ræða það í ríkisstjórn.Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir sagði þetta á Alþingi nú fyrir hádegi í umræðum um þingrof og alþingiskosningar: „Forsætisráðherra gerði framangreindar ráðstafnir allar án þess að þær hafi fyrst verið ræddar í ríkisstjórn. Það uppnám og vandræðagangur sem á eftir fylgdi er afleiðing þess að forsætisráðherra hafði ekki undirbúið neitt og tók í raun ákvörðun og ákvarðanir sem formaður Sjálfstæðisflokksins en ekki sem forsætisráðherra. Formsatriðum verður svo í raun ekki fullnægt fyrr en á ríkisráðsfundi síðar í dag þar sem hin lögformlega ríkisstjórnarskipti fara fram," sagði Svandís Svavarsdóttir. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Á sunnudag boðaði Bjarni Benediktsson til fréttamannafundar þar sem hann tilkynnti að stjórnarsamstarfinu væri lokið. Án þess að boða fyrst til ríkisstjórnarfundar hélt Bjarni á mánudag á fund forseta Íslands og óskaði eftir að þing yrði rofið og boðað til kosninga hinn 30. nóvember. Á þriðjudag hélt Bjarni aftur á Bessastaði til að biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Halla Tómasdóttir forseti Íslands varð við beiðni Bjarna um þingrof og kosningar og lausn allra ráðherra. Jafnframt skipaði forsetinn alla ráðherrana í svo kallaða starfsstjórn. Að þeim gjörningi loknum var forsetinn spurð um stöðu Vinstri grænna. Halla Tómasdóttir forseti Íslands samþykkir afsögn þriggja ráðherra Vinstri grænna öðru sinni á ríkisráðsfundi í dag.Vísir/Vilhelm Bara eitt forseti, veistu til þess hvort að vinstri græn ætli að vera í ríkisstjórninni, þessari starfsstjórn? „Það er ekki eitthvað sem ég get svarað fyrir en vinstri græn verða að ræða við forsætisráðherra Íslands fljótt," sagði forsetinn. Svandís Svavarsdóttir formaður Vinstri grænna hafði lýst því opinberlega yfir áður en forseti íslands skipaði starfsstjórnina að vinstri græn ætluðu ekki að starfa áfram með Sjálfstæðisflokknum. Bjarni hafði þetta að segja á Bessastöðum í fyrradag um stöðu Vinstri grænna eftir að forsetinn hafði skipað alla ráðherra fyrri stjórnar í starfsstjórnina. Starfsstjórn Bjarna Benediktssonar var mynduð á þriðjudag með ráðherrum Vinstri grænna án samþykkis þeirra.Vísir/Vilhelm Þurfa þá ráðherrar Vinstri grænna, ef þeir ætla ekki að vera með, formlega að segja af sér ráðherradómi? „Nú kannast ég ekki við að það hafi gerst, jú það er eitthvert eitt fordæmi fyrir því að ráðherra hafi horfið til dómaraembættis. En það kæmi mér verulega á óvart ef ráðherrar, sem hafa jú ríkum skyldum að gegna, verði ekki við beiðni um að sitja í starfsstjórn. Það þætti mér afar sérstök niðurstaða hjá viðkomandi ráðherrum," sagði Bjarni. Í 16. grein stjórnarskrárinnar segir að „Lög og mikilvægar stjórnarráðsathafnir skuli bera upp fyrir forseta í ríkisráði.“ Í 17. grein stjórnarskrárinnar segir síðan að „Ráðherrafundi (eða ríkisstjórnarfundi) skuli halda um nýmæli í lögum og um mikilvæg stjórnarmálefni.“ Þingrof og lausn ráðherra frá embætti hlýtur að teljast „mikilvægt stjórnarmálefni.“ Svandís Svavarsdóttir formaður Vinstri grænna segir forsætisráðherra hafa tekið ákvarðanir um þingrof og lausn frá embætti án þess að ræða það í ríkisstjórn.Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir sagði þetta á Alþingi nú fyrir hádegi í umræðum um þingrof og alþingiskosningar: „Forsætisráðherra gerði framangreindar ráðstafnir allar án þess að þær hafi fyrst verið ræddar í ríkisstjórn. Það uppnám og vandræðagangur sem á eftir fylgdi er afleiðing þess að forsætisráðherra hafði ekki undirbúið neitt og tók í raun ákvörðun og ákvarðanir sem formaður Sjálfstæðisflokksins en ekki sem forsætisráðherra. Formsatriðum verður svo í raun ekki fullnægt fyrr en á ríkisráðsfundi síðar í dag þar sem hin lögformlega ríkisstjórnarskipti fara fram," sagði Svandís Svavarsdóttir.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira