Lenya vill forystusæti hjá Pírötum í Reykjavík Lovísa Arnardóttir skrifar 17. október 2024 10:09 Lenya hefur verið varaþingmaður en vill vera þingmaður. Vísir/Vilhelm Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata, sækist eftir fyrsta sæti í prófkjöri Pírata í Reykjavíkurkjördæmunum. Það tilkynnti Lenya á Facebook í færslu í gær. Hún hefur síðustu þrjú ár sinnt varaþingmennsku fyrir flokkinn en segir tíma til kominn að hleypa nýju fólki að borðinu. Í síðustu Alþingiskosningum leiddu Björn Leví Gunnarsson og Halldóra Mogensen í Reykjavíkurkjördæmunum. Bæði hafa þau gefið út að þau ætli að halda áfram og því ljóst að slagur verður um oddvitasætin í kjördæmunum. Píratar eru með sameiginlegt prófkjör í Reykjavík en raða svo á lista í báðum kjördæmunum miðað við niðurstöðu í kosningu. Skráning í prófkjörið opnaði 15. október og lýkur á sunnudag, 20. október. Kosning fer svo fram 20. til 22. október. „Á síðustu dögum hefur staðan í stjórnmálum tekið ýmsum breytingum og ímynda ég mér að fólkið í landinu sé orðið spennt fyrir raunverulegum breytingum - breytingum á því hvernig stjórnmál eru stunduð og breytingum á stjórnmálamönnum sjálfum. Því sækist ég eftir því að leiða listann í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu. Það er kominn tími á að hleypa nýju fólki að borðinu, sem er eðlilegt og heilbrigt í öllum flokkum. Mikilvægt er að flokkur sem talar fyrir breytingum fagni breytingum innan flokksins,“ segir Lenya Rún í færslu sem hún birti á Facebook í gærkvöldi. Ný forysta marki nýjan kafla Þar segir hún einnig að ný forysta eigi að marka nýjan kafla í flokknum og að aldrei hafi verið jafn mikil þörf á því að hamra á upphaflegu gildum Pírata. „Forysta og ábyrgð í stjórnmálaflokki krefst trausts, og er ég að biðja um það traust. Ég vil að þingmenn tali fyrir fólk en ekki yfir fólk. Ég vil færa valdið aftur í hendur fólksins, enda er beint lýðræði ein af grunnstoðum Pírata. Þingseta er ekki sjálfgefin og er hún einungis möguleg í krafti umboðs grasrótarinnar. Verði mér treyst fyrir því umboði, mun ég sjá til þess að áhersla grasrótar sé endurspegluð í komandi kosningabaráttu og á Alþingi,“ segir Lenya. Alþingiskosningar 2024 Píratar Alþingi Tengdar fréttir Halldóra vill vera áfram á þingi Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður, hyggst áfram gefa kost á sér til að gegna þingmennsku í komandi alþingiskosningum. Þannig hafa þrír af sex sitjandi þingmönnum flokksins gefið það út að þeir hyggi aftur á framboð. Auk Halldóru ætla Björn Leví Gunnarsson og Gísli Rafn Ólafsson að gefa kost á sér áfram, en Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir ætlar hins vegar ekki fram aftur. 15. október 2024 12:54 Andrés og Sunna áfram og borgarfulltrúi undir feldi Andrés Ingi Jónsson og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmenn Pírata ætla henda sér í prófkjör Pírata fyrir komandi kosningar til Alþingis. Þetta staðfesta þau við fréttastofu. Flokkarnir þurfa að skila framboðslistum sínum til landskjörstjórnar í síðasta lagi 31. október. Tíminn er því knappur. 16. október 2024 11:11 Píratar komnir í kosningaham Píratar eru komnir í kosningaham og hafa nokkrir þeirra þegar gefið út að þeir muni sækjast eftir sæti á lista. Þeirra á meðal eru þingmennirnir Björn Leví Gunnarsson og Gísli Rafn Ólafsson og Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir sem nýlega gekk til liðs við flokkinn. Öll hafa þau birt færslur á samfélagsmiðlum þar sem þau kalla eftir stuðningi. 15. október 2024 09:36 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Fleiri fréttir Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa U-beygja ekki fram undan Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Sjá meira
Í síðustu Alþingiskosningum leiddu Björn Leví Gunnarsson og Halldóra Mogensen í Reykjavíkurkjördæmunum. Bæði hafa þau gefið út að þau ætli að halda áfram og því ljóst að slagur verður um oddvitasætin í kjördæmunum. Píratar eru með sameiginlegt prófkjör í Reykjavík en raða svo á lista í báðum kjördæmunum miðað við niðurstöðu í kosningu. Skráning í prófkjörið opnaði 15. október og lýkur á sunnudag, 20. október. Kosning fer svo fram 20. til 22. október. „Á síðustu dögum hefur staðan í stjórnmálum tekið ýmsum breytingum og ímynda ég mér að fólkið í landinu sé orðið spennt fyrir raunverulegum breytingum - breytingum á því hvernig stjórnmál eru stunduð og breytingum á stjórnmálamönnum sjálfum. Því sækist ég eftir því að leiða listann í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu. Það er kominn tími á að hleypa nýju fólki að borðinu, sem er eðlilegt og heilbrigt í öllum flokkum. Mikilvægt er að flokkur sem talar fyrir breytingum fagni breytingum innan flokksins,“ segir Lenya Rún í færslu sem hún birti á Facebook í gærkvöldi. Ný forysta marki nýjan kafla Þar segir hún einnig að ný forysta eigi að marka nýjan kafla í flokknum og að aldrei hafi verið jafn mikil þörf á því að hamra á upphaflegu gildum Pírata. „Forysta og ábyrgð í stjórnmálaflokki krefst trausts, og er ég að biðja um það traust. Ég vil að þingmenn tali fyrir fólk en ekki yfir fólk. Ég vil færa valdið aftur í hendur fólksins, enda er beint lýðræði ein af grunnstoðum Pírata. Þingseta er ekki sjálfgefin og er hún einungis möguleg í krafti umboðs grasrótarinnar. Verði mér treyst fyrir því umboði, mun ég sjá til þess að áhersla grasrótar sé endurspegluð í komandi kosningabaráttu og á Alþingi,“ segir Lenya.
Alþingiskosningar 2024 Píratar Alþingi Tengdar fréttir Halldóra vill vera áfram á þingi Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður, hyggst áfram gefa kost á sér til að gegna þingmennsku í komandi alþingiskosningum. Þannig hafa þrír af sex sitjandi þingmönnum flokksins gefið það út að þeir hyggi aftur á framboð. Auk Halldóru ætla Björn Leví Gunnarsson og Gísli Rafn Ólafsson að gefa kost á sér áfram, en Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir ætlar hins vegar ekki fram aftur. 15. október 2024 12:54 Andrés og Sunna áfram og borgarfulltrúi undir feldi Andrés Ingi Jónsson og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmenn Pírata ætla henda sér í prófkjör Pírata fyrir komandi kosningar til Alþingis. Þetta staðfesta þau við fréttastofu. Flokkarnir þurfa að skila framboðslistum sínum til landskjörstjórnar í síðasta lagi 31. október. Tíminn er því knappur. 16. október 2024 11:11 Píratar komnir í kosningaham Píratar eru komnir í kosningaham og hafa nokkrir þeirra þegar gefið út að þeir muni sækjast eftir sæti á lista. Þeirra á meðal eru þingmennirnir Björn Leví Gunnarsson og Gísli Rafn Ólafsson og Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir sem nýlega gekk til liðs við flokkinn. Öll hafa þau birt færslur á samfélagsmiðlum þar sem þau kalla eftir stuðningi. 15. október 2024 09:36 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Fleiri fréttir Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa U-beygja ekki fram undan Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Sjá meira
Halldóra vill vera áfram á þingi Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður, hyggst áfram gefa kost á sér til að gegna þingmennsku í komandi alþingiskosningum. Þannig hafa þrír af sex sitjandi þingmönnum flokksins gefið það út að þeir hyggi aftur á framboð. Auk Halldóru ætla Björn Leví Gunnarsson og Gísli Rafn Ólafsson að gefa kost á sér áfram, en Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir ætlar hins vegar ekki fram aftur. 15. október 2024 12:54
Andrés og Sunna áfram og borgarfulltrúi undir feldi Andrés Ingi Jónsson og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmenn Pírata ætla henda sér í prófkjör Pírata fyrir komandi kosningar til Alþingis. Þetta staðfesta þau við fréttastofu. Flokkarnir þurfa að skila framboðslistum sínum til landskjörstjórnar í síðasta lagi 31. október. Tíminn er því knappur. 16. október 2024 11:11
Píratar komnir í kosningaham Píratar eru komnir í kosningaham og hafa nokkrir þeirra þegar gefið út að þeir muni sækjast eftir sæti á lista. Þeirra á meðal eru þingmennirnir Björn Leví Gunnarsson og Gísli Rafn Ólafsson og Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir sem nýlega gekk til liðs við flokkinn. Öll hafa þau birt færslur á samfélagsmiðlum þar sem þau kalla eftir stuðningi. 15. október 2024 09:36
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?