Heilbrigðiskerfi á tímamótum Guðbjörg Pálsdóttir, Steinunn Þórðardóttir, Sandra B. Franks og Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifa 17. október 2024 06:45 Heilbrigðiskerfið stendur nú á tímamótum. Skjólstæðingum þess mun fjölga verulega á næstu árum og kerfið mun glíma við mun stærri og flóknari vanda en áður. Þetta er staðreynd sem legið hefur fyrir lengi og verið margítrekuð án þess að farið hafi verið í samstillt átak til að mæta fyrirséðum vanda. Það má líkja þessu við að árið 2005 hefði legið fyrir vitneskja um væntanlegan Covid-faraldur og áhrif hans á samfélagið, án þess að brugðist hefði verið við af fullum þunga. Þrátt fyrir stöðuga fjölgun eldri borgara, auk mikillar fjölgunar ferðamanna sem og íbúa landsins, og framboð sífellt dýrari úrræða í heilbrigðiskerfinu hefur hlutfall heilbrigðismála í fjárlögum ríkisins staðið í stað undanfarin ár. Í lögum um heilbrigðisþjónustu segir að markmiðið sé að allir landsmenn eigi kost á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma eru tök á að veita. Í lögskýringargögnum með þessu ákvæði segir að hér sé „um að ræða stefnuyfirlýsingu þess eðlis að landsbúar allir skyldu eiga kost á eins fullkominni heilbrigðisþjónustu og kostur væri að veita á hverjum tíma“ og orðalagið er sagt vera „metnaðarfullt“. Það er ljóst að þetta mikilvæga og lögfesta markmið veltur á tvennu. Annars vegar á faglegri þekkingu og vilja rekstraraðila til að koma henni í framkvæmd og hins vegar vilja til að halda fólki í vinnu og fjármagna starfsumhverfi þess. Það er þó ljóst í okkar huga að hægt væri að veita landsmönnum betri og fullkomnari heilbrigðisþjónustu en nú er gert. Það stendur ekki á heilbrigðisstarfsfólki að koma með faglega þekkingu að borðinu. Kastljósið beinist því að fjármögnuninni og hvort vilji sé hjá stjórnvöldum til að bæta starfsaðstæður heilbrigðisstarfsfólks og rekstraraðstæður heilbrigðisstofnana. Starfskjör og -aðstæður heilbrigðisstarfsfólks haldast í hendur við þá þjónustu sem hægt er að veita. Sérhæfð svið innan heilbrigðiskerfisins hafa síðustu áratugi þróast mjög hratt. Í könnunum má reglulega sjá heilbrigðismál efst af þeim málefnum sem almenningur vill að stjórnvöld eða stjórnmálaflokkar leggi áherslu á. Fjárlagafrumvarp fyrir árið 2025 sýnir að mikil þörf er á frekari fjárfestingu í heilbrigðismálum, ekki aðeins í formi rekstrarframlaga heldur einnig í að auka þjónustugetu og bæta vinnuskilyrði heilbrigðisstarfsfólks. Fjárlagafrumvarpið, eins og það er kynnt, virðist ekki fela í sér neinar sérstakar aðgerðir til að bæta starfsumhverfi heilbrigðisstarfsfólks eða til að leysa þann bráða mönnunarvanda sem við er að glíma. Það sem kemur þar fram er að áfram verði unnið að greiningu á mönnun heilbrigðiskerfisins, en það er ljóst að fjármagn vantar til að tryggja viðunandi mönnun. Stjórnvöld þurfa að sýna aukinn vilja til að bregðast við þessum vanda og snúa þessari þróun við til að tryggja heilbrigðisþjónustuna til framtíðar. Í opinberri heilbrigðisstefnu til ársins 2030 segir að það sé á ábyrgð stjórnvalda að tryggja að skólarnir mennti nógu marga til starfa og svo sé það hlutverk yfirmanna heilbrigðisstofnana að tryggja næga mönnun. Er markmiðið samkvæmt stefnunni að eftir rúm fimm ár verði heilbrigðisstofnanir eftirsóttir vinnustaðir sem séu þekktir fyrir gott starfsumhverfi. Þetta er mjög æskilegt markmið og við getum staðfest að það er mjög ánægjulegt að starfa innan heilbrigðisþjónustunnar öllu jöfnu. Hins vegar getur Ísland ekki fullmannað öll laus störf innan heilbrigðisþjónustunnar eins og staðan er í dag, langt því frá. Það var enginn sem tók ákvörðun um það, það gerðist vegna þess að ekki var gripið nægilega ákveðið inn í. Við sjáum í dag merki þess að þjónustustig heilbrigðisþjónustunnar hefur lækkað vegna þess að það er einfaldlega ekki nógu margt heilbrigðisstarfsfólk til að vinna þau störf sem þarf að vinna. Mönnunarvandi heilbrigðiskerfisins er ekki síst fjármagnsvandi. Nú er því tækifæri fyrir stjórnvöld til að grípa inn og snúa þessari óheillaþróun við. Félög okkar standa nú í kjaraviðræðum við hið opinbera, hvert á sínum vettvangi. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga er enn í viðræðum við fjármála- og efnahagsráðuneytið, Læknafélag Íslands hefur vísað viðræðum um kjarasamninga hjá ríkinu til Ríkissáttasemjara, Sjúkraliðafélag Íslands er enn í samtali við Samband íslenskra sveitarfélaga og Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu og Ljósmæðrafélag Íslands er í viðræðum um gerð stofnanasamninga sem eru orðnir úreltir og ónothæfir. Mikilvægt er að stjórnvöld gefi skýr skilaboð í yfirstandandi viðræðum um einbeittan vilja til að snúa núverandi þróun við. Viðsemjendur okkar verða að taka tillit til þeirrar staðreyndar að á bak við kjör heilbrigðisstétta liggur gífurleg vinna, bæði utan hefðbundins dagvinnutíma og í formi yfirvinnu, sem er langt umfram vinnuframlag flestra annarra starfsstétta. Starfsfólk í heilbrigðiskerfinu lítur ekki á það sem gæði að hafa tækifæri til að vinna yfirvinnu. Starfsfólk heilbrigðiskerfisins er að bugast af of miklu vinnuálagi og vill eiga frí á sínum frídögum eins og aðrir þegnar landsins án þess að fá fjölmargar beiðnir um að koma á aukavakt eða vera á bakvakt. Þjóðfélagið hefur tekið ótrúlegum breytingum á síðustu árum og í dag er ekki hægt að gera ráð fyrir að fólk sé tilbúið að verja allri starfsævinni í sama geira. Það sem þarf að gera núna, er að horfast í augu við að viðræður um kjör heilbrigðisstarfsfólks og framtíð heilbrigðiskerfisins eru nátengd. Ef ekki verður gripið til aðgerða strax er hætt við því að heilbrigðisstarfsfólk hverfi til annarra starfa. Þetta er grafalvarleg ógn sem mun hafa víðtækar afleiðingar fyrir velferð landsmanna til framtíðar. Stjórnvöld bera ábyrgð á því að tryggja framtíð heilbrigðisþjónustunnar. Til að ná því markmiði þarf fyrst og fremst að bæta kjör og vinnuaðstæður þeirra sem starfa í framlínunni. Höfundar eru formenn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, Læknafélags Íslands, Sjúkraliðafélags Íslands og Ljósmæðrafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjörg Pálsdóttir Steinunn Þórðardóttir Sandra B. Franks Heilbrigðismál Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Heilbrigðiskerfið stendur nú á tímamótum. Skjólstæðingum þess mun fjölga verulega á næstu árum og kerfið mun glíma við mun stærri og flóknari vanda en áður. Þetta er staðreynd sem legið hefur fyrir lengi og verið margítrekuð án þess að farið hafi verið í samstillt átak til að mæta fyrirséðum vanda. Það má líkja þessu við að árið 2005 hefði legið fyrir vitneskja um væntanlegan Covid-faraldur og áhrif hans á samfélagið, án þess að brugðist hefði verið við af fullum þunga. Þrátt fyrir stöðuga fjölgun eldri borgara, auk mikillar fjölgunar ferðamanna sem og íbúa landsins, og framboð sífellt dýrari úrræða í heilbrigðiskerfinu hefur hlutfall heilbrigðismála í fjárlögum ríkisins staðið í stað undanfarin ár. Í lögum um heilbrigðisþjónustu segir að markmiðið sé að allir landsmenn eigi kost á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma eru tök á að veita. Í lögskýringargögnum með þessu ákvæði segir að hér sé „um að ræða stefnuyfirlýsingu þess eðlis að landsbúar allir skyldu eiga kost á eins fullkominni heilbrigðisþjónustu og kostur væri að veita á hverjum tíma“ og orðalagið er sagt vera „metnaðarfullt“. Það er ljóst að þetta mikilvæga og lögfesta markmið veltur á tvennu. Annars vegar á faglegri þekkingu og vilja rekstraraðila til að koma henni í framkvæmd og hins vegar vilja til að halda fólki í vinnu og fjármagna starfsumhverfi þess. Það er þó ljóst í okkar huga að hægt væri að veita landsmönnum betri og fullkomnari heilbrigðisþjónustu en nú er gert. Það stendur ekki á heilbrigðisstarfsfólki að koma með faglega þekkingu að borðinu. Kastljósið beinist því að fjármögnuninni og hvort vilji sé hjá stjórnvöldum til að bæta starfsaðstæður heilbrigðisstarfsfólks og rekstraraðstæður heilbrigðisstofnana. Starfskjör og -aðstæður heilbrigðisstarfsfólks haldast í hendur við þá þjónustu sem hægt er að veita. Sérhæfð svið innan heilbrigðiskerfisins hafa síðustu áratugi þróast mjög hratt. Í könnunum má reglulega sjá heilbrigðismál efst af þeim málefnum sem almenningur vill að stjórnvöld eða stjórnmálaflokkar leggi áherslu á. Fjárlagafrumvarp fyrir árið 2025 sýnir að mikil þörf er á frekari fjárfestingu í heilbrigðismálum, ekki aðeins í formi rekstrarframlaga heldur einnig í að auka þjónustugetu og bæta vinnuskilyrði heilbrigðisstarfsfólks. Fjárlagafrumvarpið, eins og það er kynnt, virðist ekki fela í sér neinar sérstakar aðgerðir til að bæta starfsumhverfi heilbrigðisstarfsfólks eða til að leysa þann bráða mönnunarvanda sem við er að glíma. Það sem kemur þar fram er að áfram verði unnið að greiningu á mönnun heilbrigðiskerfisins, en það er ljóst að fjármagn vantar til að tryggja viðunandi mönnun. Stjórnvöld þurfa að sýna aukinn vilja til að bregðast við þessum vanda og snúa þessari þróun við til að tryggja heilbrigðisþjónustuna til framtíðar. Í opinberri heilbrigðisstefnu til ársins 2030 segir að það sé á ábyrgð stjórnvalda að tryggja að skólarnir mennti nógu marga til starfa og svo sé það hlutverk yfirmanna heilbrigðisstofnana að tryggja næga mönnun. Er markmiðið samkvæmt stefnunni að eftir rúm fimm ár verði heilbrigðisstofnanir eftirsóttir vinnustaðir sem séu þekktir fyrir gott starfsumhverfi. Þetta er mjög æskilegt markmið og við getum staðfest að það er mjög ánægjulegt að starfa innan heilbrigðisþjónustunnar öllu jöfnu. Hins vegar getur Ísland ekki fullmannað öll laus störf innan heilbrigðisþjónustunnar eins og staðan er í dag, langt því frá. Það var enginn sem tók ákvörðun um það, það gerðist vegna þess að ekki var gripið nægilega ákveðið inn í. Við sjáum í dag merki þess að þjónustustig heilbrigðisþjónustunnar hefur lækkað vegna þess að það er einfaldlega ekki nógu margt heilbrigðisstarfsfólk til að vinna þau störf sem þarf að vinna. Mönnunarvandi heilbrigðiskerfisins er ekki síst fjármagnsvandi. Nú er því tækifæri fyrir stjórnvöld til að grípa inn og snúa þessari óheillaþróun við. Félög okkar standa nú í kjaraviðræðum við hið opinbera, hvert á sínum vettvangi. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga er enn í viðræðum við fjármála- og efnahagsráðuneytið, Læknafélag Íslands hefur vísað viðræðum um kjarasamninga hjá ríkinu til Ríkissáttasemjara, Sjúkraliðafélag Íslands er enn í samtali við Samband íslenskra sveitarfélaga og Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu og Ljósmæðrafélag Íslands er í viðræðum um gerð stofnanasamninga sem eru orðnir úreltir og ónothæfir. Mikilvægt er að stjórnvöld gefi skýr skilaboð í yfirstandandi viðræðum um einbeittan vilja til að snúa núverandi þróun við. Viðsemjendur okkar verða að taka tillit til þeirrar staðreyndar að á bak við kjör heilbrigðisstétta liggur gífurleg vinna, bæði utan hefðbundins dagvinnutíma og í formi yfirvinnu, sem er langt umfram vinnuframlag flestra annarra starfsstétta. Starfsfólk í heilbrigðiskerfinu lítur ekki á það sem gæði að hafa tækifæri til að vinna yfirvinnu. Starfsfólk heilbrigðiskerfisins er að bugast af of miklu vinnuálagi og vill eiga frí á sínum frídögum eins og aðrir þegnar landsins án þess að fá fjölmargar beiðnir um að koma á aukavakt eða vera á bakvakt. Þjóðfélagið hefur tekið ótrúlegum breytingum á síðustu árum og í dag er ekki hægt að gera ráð fyrir að fólk sé tilbúið að verja allri starfsævinni í sama geira. Það sem þarf að gera núna, er að horfast í augu við að viðræður um kjör heilbrigðisstarfsfólks og framtíð heilbrigðiskerfisins eru nátengd. Ef ekki verður gripið til aðgerða strax er hætt við því að heilbrigðisstarfsfólk hverfi til annarra starfa. Þetta er grafalvarleg ógn sem mun hafa víðtækar afleiðingar fyrir velferð landsmanna til framtíðar. Stjórnvöld bera ábyrgð á því að tryggja framtíð heilbrigðisþjónustunnar. Til að ná því markmiði þarf fyrst og fremst að bæta kjör og vinnuaðstæður þeirra sem starfa í framlínunni. Höfundar eru formenn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, Læknafélags Íslands, Sjúkraliðafélags Íslands og Ljósmæðrafélags Íslands.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun