Klófestu leigumorðingja sem dulbjó sig sem gamlan mann Kjartan Kjartansson skrifar 16. október 2024 09:05 Lögreglumenn á vettvangi þegar sakborningar í málinu voru handteknir í Belgrad 15. október 2024. Til hægri er sílikongríman sem morðinginn notaði til þess að dulbúa sig sem eldriborgara. Europol Lögreglan í Serbíu handtók í gær leigumorðingja sem myrti mann í Belgrad fyrir skipulögð glæpasamtök árið 2021. Leigumorðinginn er sagður hafa dulbúið sig sem gamlan mann til þess að nálgast fórnarlambið. Upplýsingar sem Evrópulögreglan komst yfir úr dulkóðuðu samskiptaforriti sem skipulögð glæpasamtök hafa nýtt sér komu lögreglu á slóð leigumorðingjans. Hann var handtekinn í Belgrad í samstarfi við Evrópulögregluna í gær, að því er segir í tilkynningu frá henni. Samskiptin leiddu í ljós hvernig höfuðpaur skipulagðra glæpasamtaka réð morðingjanna til verksins og skipulagði morðið. Þannig lagði hann á ráðin um hvernig morðinginn kæmist undan og réð tvo aðra menn til þess að fylgjast með fórnarlambinu auk þess sem hann útvegaði skotvopnið sem var flutt sérstaklega til landsins fyrir morðið. Leigumorðinginn dulbjó sig sem gamlan mann með sílíkongrímu og haltraði. Hann skaut fórnarlambið svo í höfuðið þegar það gekk fram hjá honum. Morðið er sagt hafa verið hefndaraðgerð glæpasamtakanna. Skotvopnið sem launmorðinginn notaði var flutt sérstaklega inn til Serbíu fyrir morðið.Europol Auk morðingjans voru höfuðpaur glæpasamtakanna sem skipulagði morðið og hinir vitorðsmennirnir tveir handteknir í aðgerðinni í gær. Ekki er nefnt sérstaklega í tilkynningu Europol úr hvaða dulkóðaða samskiptaforriti gögnin sem leiddi hana á spor morðingjans komu. Hundruð glæpamanna hafa hins vegar verið teknir höndum eftir að evrópska löggæslustofnanir náðu að brjótast inn í og hlera samskipti í forritinu EncroChat. Samskipti úr EncroChat voru meðal annars lögð fram í saltdreifaramálinu svokallaða þegar það kom fyrir dóm árið 2022. Lögreglumál Serbía Erlend sakamál Fjarskipti Samfélagsmiðlar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Sjá meira
Upplýsingar sem Evrópulögreglan komst yfir úr dulkóðuðu samskiptaforriti sem skipulögð glæpasamtök hafa nýtt sér komu lögreglu á slóð leigumorðingjans. Hann var handtekinn í Belgrad í samstarfi við Evrópulögregluna í gær, að því er segir í tilkynningu frá henni. Samskiptin leiddu í ljós hvernig höfuðpaur skipulagðra glæpasamtaka réð morðingjanna til verksins og skipulagði morðið. Þannig lagði hann á ráðin um hvernig morðinginn kæmist undan og réð tvo aðra menn til þess að fylgjast með fórnarlambinu auk þess sem hann útvegaði skotvopnið sem var flutt sérstaklega til landsins fyrir morðið. Leigumorðinginn dulbjó sig sem gamlan mann með sílíkongrímu og haltraði. Hann skaut fórnarlambið svo í höfuðið þegar það gekk fram hjá honum. Morðið er sagt hafa verið hefndaraðgerð glæpasamtakanna. Skotvopnið sem launmorðinginn notaði var flutt sérstaklega inn til Serbíu fyrir morðið.Europol Auk morðingjans voru höfuðpaur glæpasamtakanna sem skipulagði morðið og hinir vitorðsmennirnir tveir handteknir í aðgerðinni í gær. Ekki er nefnt sérstaklega í tilkynningu Europol úr hvaða dulkóðaða samskiptaforriti gögnin sem leiddi hana á spor morðingjans komu. Hundruð glæpamanna hafa hins vegar verið teknir höndum eftir að evrópska löggæslustofnanir náðu að brjótast inn í og hlera samskipti í forritinu EncroChat. Samskipti úr EncroChat voru meðal annars lögð fram í saltdreifaramálinu svokallaða þegar það kom fyrir dóm árið 2022.
Lögreglumál Serbía Erlend sakamál Fjarskipti Samfélagsmiðlar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Sjá meira