Rekin úr Ólympíuþorpinu í París en selur nú áskriftir á OnlyFans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. október 2024 09:02 Luana Alonso er búin að setja sundhettuna upp á hillu þrátt fyrir að vera bara tvítug. Hún náði þó að keppa á tveimur Ólympíuleikum. @luanalonsom Sundkonan Luana Alonso komst í fréttirnar á Ólympíuleikunum í París í sumar en þó ekki fyrir árangur sinn í sundlauginni. Alonso keppti fyrir Paragvæ og varð aðeins í 29. sæti í undanrásum í 100 metra flugsundi. Strax eftir að ljóst var að hún kæmist ekki í undanúrslitin þá tilkynnti hún að væri hætt að keppa í sundi. Það gerði hún á miðjum Ólympíuleikum og þrátt fyrir að vera aðeins tvítug. Þetta voru hennar aðrir Ólympíuleikar og hún á fjölda paragvæska meta í flugsundi. Þetta vakti vissulega athygli en hún komst þó ekki almennilega í heimsfréttirnar fyrr en að paragvæska Ólympíusambandið ákvað að reka hana úr Ólympíuþorpinu fyrir að hafa truflandi áhrif á aðra keppendur frá Paragvæ. Hún átti að hafa búið til „óviðeigandi andrúmsloft“ í paragvæska hópnum eins og það var orðað. Það er aftur á móti líf eftir sundið hjá Luana Alonso en hún selur nú aðgang að efni frá sér á OnlyFans. Nettavisen fjallar um þetta. Hún hefur lengi verið risastór samfélagsstjarna með yfir milljón fylgjendur á Instagram sem dæmi. Nú ætlar hún að vinna fyrir sér með því að safna áskriftum á OnlyFans en það kostar 27 pund á mánuði að vera áskrifandi hjá henni. Það gera tæplega fimm þúsund íslenskar krónur. „Ég lofa ykkur að þið sjáið ekki eftir því að verða áskrifendur. Við munum skemmta okkur saman,“ skrifaði hún á miðla sína. View this post on Instagram A post shared by @luanalonsom Sund Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn John Cena hættur að glíma Sport Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Fleiri fréttir John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Hundrað ára vaxtarræktarkappi Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Dagskráin: Enski, píla í Ally Pally og NFL-sunnudagur Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið „Frammistaðan í fyrri hálfleik var hræðileg og okkur bara til skammar“ Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Sjá meira
Alonso keppti fyrir Paragvæ og varð aðeins í 29. sæti í undanrásum í 100 metra flugsundi. Strax eftir að ljóst var að hún kæmist ekki í undanúrslitin þá tilkynnti hún að væri hætt að keppa í sundi. Það gerði hún á miðjum Ólympíuleikum og þrátt fyrir að vera aðeins tvítug. Þetta voru hennar aðrir Ólympíuleikar og hún á fjölda paragvæska meta í flugsundi. Þetta vakti vissulega athygli en hún komst þó ekki almennilega í heimsfréttirnar fyrr en að paragvæska Ólympíusambandið ákvað að reka hana úr Ólympíuþorpinu fyrir að hafa truflandi áhrif á aðra keppendur frá Paragvæ. Hún átti að hafa búið til „óviðeigandi andrúmsloft“ í paragvæska hópnum eins og það var orðað. Það er aftur á móti líf eftir sundið hjá Luana Alonso en hún selur nú aðgang að efni frá sér á OnlyFans. Nettavisen fjallar um þetta. Hún hefur lengi verið risastór samfélagsstjarna með yfir milljón fylgjendur á Instagram sem dæmi. Nú ætlar hún að vinna fyrir sér með því að safna áskriftum á OnlyFans en það kostar 27 pund á mánuði að vera áskrifandi hjá henni. Það gera tæplega fimm þúsund íslenskar krónur. „Ég lofa ykkur að þið sjáið ekki eftir því að verða áskrifendur. Við munum skemmta okkur saman,“ skrifaði hún á miðla sína. View this post on Instagram A post shared by @luanalonsom
Sund Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn John Cena hættur að glíma Sport Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Fleiri fréttir John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Hundrað ára vaxtarræktarkappi Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Dagskráin: Enski, píla í Ally Pally og NFL-sunnudagur Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið „Frammistaðan í fyrri hálfleik var hræðileg og okkur bara til skammar“ Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Sjá meira