„Tímapunkturinn finnst mér afleitur“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 15. október 2024 18:59 Guðmundur Ingi mun ekki sitja í starfsstjórninni fram að kosningum. Vísir/Vilhelm Varaformaður Vinstri grænna segir tíma Vinstri grænna með Sjálfstæðisflokknum liðinn. Hann sakar forsætisráðherra um trúnaðarbrest með því að hafa fellt ríkisstjórnina án þess að tala við formenn hinna stjórnarflokkanna. Þess vegna verði ráðherrar Vinstri grænna ekki með í starfsstjórn. Halla Tómasdóttir forseti Íslands tilkynnti síðdegis í dag að hún hafi fallist á beiðni Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra um þingrof. Þá bað hún fráfarandi ríkisstjórn að sitja áfram sem starfsstjórn. Í framhaldinu birti Svandís Svavarsdóttir formaður Vinstri grænna Facebook-færslu þess efnis að ráðherrar flokksins muni ekki verða við beiðni Höllu um að sitja áfram í starfsstjórn. Ekki að bregðast skyldum sínum Svandís varð ekki við beiðni fréttastofu um viðtal vegna ákvörðunarinnar en Guðmundur Ingi Guðbrandsson varaformaður Vinstri grænna og fráfarandi félags- og vinnumarkaðsráðherra fór yfir málið í Kvöldfréttum. „Það var einfaldlega niðurstaða þingflokksins að tími okkar með Sjálfstæðisflokknum er liðinn. Og við munum því ekki taka sæti í þessari starfsstjórn,“ segir Guðmundur Ingi. Hann segir flokkinn ekki vera að bregðast skyldum sínum með ákvörðuninni. „Það sem brást var að forsætisráðherra og Sjálfstæðisflokkurinn treystu sér ekki í áframhaldandi samstarf. Forsætisráðherra treysti sér ekki til að leiða mál til lykta. Það að þau hafi misst þrekið er eitthvað sem ég ber virðingu.“ Afleitur tími Fréttamaður bendir á að flokkurinn sé á ákveðnu hrapi og vísar í orð Ingu Sæland formanns Flokks fólksins í Pallborðinu í gær þegar hún sagði að VG verði líklega ekki lengur til eftir kosningar. Hann spyr hvort flokkurinn ætli að nýta þetta sem tækifæri næstu 45 daga til að einbeita sér að kosningabaráttunni. Og þannig kannski ekki vera að hugsa um hag almennings heldur hag Vinstri grænna? „Við höfum alltaf hag almennings að leiðarljósi í okkar störfum. Og það held ég að okkar seta í ríkisstjórn hafi sýnt á undanförnum sjö árum og núna fyrr á öldinni. Við höfum alltaf sett fólk í fyrirrúm frekar en fjármagn.“ Flokkurinn eigi góða sögu að segja af núliðnu kjörtímabili. „Búin að endurskoða örorkulífeyriskerfið sem var búið að bíða eftir í tíu, tuttugu ár, koma á Mannréttindastofnun og ganga frá mjög mikilvægum verkefnum í tenglum við kjarasamninga. Þannig að við förum mjög sátt frá borði.“ Hann virði ákvörðun hinna ráðherranna og þeir ákvörðun Vinstri grænna. Er ekki erfitt að verða ekki við beiðni forseta Íslands um að halda þessu gangandi? „Ísland heldur áfram að vera til og gangverkið mun halda áfram. Við erum fyrst og fremst með yfirlýsingu um það að tími okkar með Sjálfstæðisflokknum er liðinn og það eru skilaboðin okkar vegna þess trúnaðarbrests sem varð þegar forsætisráðherra tekur þá einhliða ákvörðun, án þess að tala við formenn hinna stjórnarflokkanna, um þetta meðan við töldum að það væri skynsamlegra að við myndum reyna að halda áfram. Einmitt fyrir fólkið í landinu og til að geta tekist saman á við brýn verkefni. Og tímapunkturinn finnst mér afleitur.“ Vinstri græn Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Sjá meira
Halla Tómasdóttir forseti Íslands tilkynnti síðdegis í dag að hún hafi fallist á beiðni Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra um þingrof. Þá bað hún fráfarandi ríkisstjórn að sitja áfram sem starfsstjórn. Í framhaldinu birti Svandís Svavarsdóttir formaður Vinstri grænna Facebook-færslu þess efnis að ráðherrar flokksins muni ekki verða við beiðni Höllu um að sitja áfram í starfsstjórn. Ekki að bregðast skyldum sínum Svandís varð ekki við beiðni fréttastofu um viðtal vegna ákvörðunarinnar en Guðmundur Ingi Guðbrandsson varaformaður Vinstri grænna og fráfarandi félags- og vinnumarkaðsráðherra fór yfir málið í Kvöldfréttum. „Það var einfaldlega niðurstaða þingflokksins að tími okkar með Sjálfstæðisflokknum er liðinn. Og við munum því ekki taka sæti í þessari starfsstjórn,“ segir Guðmundur Ingi. Hann segir flokkinn ekki vera að bregðast skyldum sínum með ákvörðuninni. „Það sem brást var að forsætisráðherra og Sjálfstæðisflokkurinn treystu sér ekki í áframhaldandi samstarf. Forsætisráðherra treysti sér ekki til að leiða mál til lykta. Það að þau hafi misst þrekið er eitthvað sem ég ber virðingu.“ Afleitur tími Fréttamaður bendir á að flokkurinn sé á ákveðnu hrapi og vísar í orð Ingu Sæland formanns Flokks fólksins í Pallborðinu í gær þegar hún sagði að VG verði líklega ekki lengur til eftir kosningar. Hann spyr hvort flokkurinn ætli að nýta þetta sem tækifæri næstu 45 daga til að einbeita sér að kosningabaráttunni. Og þannig kannski ekki vera að hugsa um hag almennings heldur hag Vinstri grænna? „Við höfum alltaf hag almennings að leiðarljósi í okkar störfum. Og það held ég að okkar seta í ríkisstjórn hafi sýnt á undanförnum sjö árum og núna fyrr á öldinni. Við höfum alltaf sett fólk í fyrirrúm frekar en fjármagn.“ Flokkurinn eigi góða sögu að segja af núliðnu kjörtímabili. „Búin að endurskoða örorkulífeyriskerfið sem var búið að bíða eftir í tíu, tuttugu ár, koma á Mannréttindastofnun og ganga frá mjög mikilvægum verkefnum í tenglum við kjarasamninga. Þannig að við förum mjög sátt frá borði.“ Hann virði ákvörðun hinna ráðherranna og þeir ákvörðun Vinstri grænna. Er ekki erfitt að verða ekki við beiðni forseta Íslands um að halda þessu gangandi? „Ísland heldur áfram að vera til og gangverkið mun halda áfram. Við erum fyrst og fremst með yfirlýsingu um það að tími okkar með Sjálfstæðisflokknum er liðinn og það eru skilaboðin okkar vegna þess trúnaðarbrests sem varð þegar forsætisráðherra tekur þá einhliða ákvörðun, án þess að tala við formenn hinna stjórnarflokkanna, um þetta meðan við töldum að það væri skynsamlegra að við myndum reyna að halda áfram. Einmitt fyrir fólkið í landinu og til að geta tekist saman á við brýn verkefni. Og tímapunkturinn finnst mér afleitur.“
Vinstri græn Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Sjá meira