Átök Áslaugar og Guðlaugs Þórs ekki endurtekin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. október 2024 15:55 Guðlaugur Þór og Áslaug Arna lögðu mikinn kraft í kosningabaráttu sína fyrir þremur árum. Nú verður þeim raðað í sæti á lista flokksins í Reykjavík. Vísir Allar líkur eru á því að stillt verði upp á listum Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmum fyrir komandi Alþingiskosningar sem flest bendir til að verði í lok nóvember. Mikill hiti var í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir þremur árum þar sem Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson börðust af miklum krafti um oddvitasæti flokksins. Flokkarnir ákveða nú hver á fætur öðrum hvernig best sé að haga málum varðandi lista flokkanna og er viðbúið að fyrirkomulagið verði ólíkt milli kjördæma. Raðað verður á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og allt bendir til þess að hið sama verði uppi á tengingnum í Reykjavík. Uppstilling er það fyrirkomulag sem telja má líklegt að verði ofan á í flestum flokkum ef frá eru taldir Píratar sem hafa boðað prófkjör. Fáir möguleikar í boði Albert Guðmundsson er formaður Varðar, fulltrúa- og kjördæmaráðsins í Reykjavík. „Við tókum okkur daginn í gær að fara yfir stöðuna af yfirvegun. Svo verður stjórnarfundur í kjördæmisráðinu í kvöld. Síðan verður væntanlega boðað til fulltrúaráðsfundar þar sem aðferð við val á lista verður staðfest,“ segir Albert. Miðað við tímalínuna séu fáir möguleikar í boði, raunar tveir. Útséð sé að prófkjör náist ekki á svo skömmum tíma. Því standi til boða uppstilling eða svokallað tvöfalt kjördæmisþing sem flokkurinn hafi aðallega notað á landsbyggðinni og ekki er hefð fyrir í Reykjavík. „Við munum vega og meta þá kosti sem munu skila okkur sem sterkustum og samheldnustum listum,“ segir Albert. Hann segist ekki vita betur en allir sem skipuðu efstu sæti lista flokksins í kosningunum 2021 gefi áfram kost á sér. Hart barist „Þeir töpuðu!“ sagði Guðlaugur Þór í sigurvímu þegar ljóst varð að hann hafði sigrað Áslaugu Örnu með 3508 atkvæðum gegn 3326 atkvæðum hennar. Munurinn var því innan við tvö hundruð atkvæði. Í sigurræðu Guðlaugs Þórs með stuðningsmönnum sagði Guðlaugur við stuðningsmenn sína að markvisst hefði verið unnið gegn honum sem oddvita flokksins. Hann hrósaði um leið innilega sigri yfir því að andstæðingar hans hafi ekki haft erindi sem erfiði. „Þið skulið alveg átta ykkur á því að við höfum kannski haldið að þetta væri tiltölulega einfalt að því leytinu til að sá sem hér stendur hefur mælst vinsælasti ráðherra Sjálfstæðisflokksins, eini Sjálfstæðismaðurinn sem hefur unnið erfiðasta kjördæmi okkar, Reykjavík norður, ekki einu sinni, heldur þrisvar. Samt sem áður var lögð einhver gríðarlega mikil áhersla á það að sjá til þess að sá sem hér stendur, og það er ekki bara ég, heldur þið, myndi ekki fá að vera áfram oddviti. Þið sáuð til þess að allir þeir sem unnu gegn því, að þeir töpuðu,“ sagði Guðlaugur. Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Alþingiskosningar 2024 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Áslaug og Guðlaugur ósammála um niðurstöðu yfirkjörstjórnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir að athugasemd sem framboð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra sendi til yfirkjörstjórnar Sjálfstæðisflokksins hafi komið sér verulega á óvart. Hún hafnar því að bróðir sinn hafi nýtt aðgang að félagaskrá með óeðlilegum hætti. 4. júní 2021 13:01 Kvartað undan bróður Áslaugar til yfirkjörstjórnar Kvartað hefur verið til yfirkjörstjórnar Sjálfstæðisflokksins vegna prófkjörs flokksins í Reykjavík vegna gruns um að bróðir dómsmálaráðherra hafi nýtt sér beinan aðgang að félagaskrá flokksins í prófkjörsbaráttunni sem nú stendur yfir í Reykjavík. 3. júní 2021 16:45 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
Flokkarnir ákveða nú hver á fætur öðrum hvernig best sé að haga málum varðandi lista flokkanna og er viðbúið að fyrirkomulagið verði ólíkt milli kjördæma. Raðað verður á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og allt bendir til þess að hið sama verði uppi á tengingnum í Reykjavík. Uppstilling er það fyrirkomulag sem telja má líklegt að verði ofan á í flestum flokkum ef frá eru taldir Píratar sem hafa boðað prófkjör. Fáir möguleikar í boði Albert Guðmundsson er formaður Varðar, fulltrúa- og kjördæmaráðsins í Reykjavík. „Við tókum okkur daginn í gær að fara yfir stöðuna af yfirvegun. Svo verður stjórnarfundur í kjördæmisráðinu í kvöld. Síðan verður væntanlega boðað til fulltrúaráðsfundar þar sem aðferð við val á lista verður staðfest,“ segir Albert. Miðað við tímalínuna séu fáir möguleikar í boði, raunar tveir. Útséð sé að prófkjör náist ekki á svo skömmum tíma. Því standi til boða uppstilling eða svokallað tvöfalt kjördæmisþing sem flokkurinn hafi aðallega notað á landsbyggðinni og ekki er hefð fyrir í Reykjavík. „Við munum vega og meta þá kosti sem munu skila okkur sem sterkustum og samheldnustum listum,“ segir Albert. Hann segist ekki vita betur en allir sem skipuðu efstu sæti lista flokksins í kosningunum 2021 gefi áfram kost á sér. Hart barist „Þeir töpuðu!“ sagði Guðlaugur Þór í sigurvímu þegar ljóst varð að hann hafði sigrað Áslaugu Örnu með 3508 atkvæðum gegn 3326 atkvæðum hennar. Munurinn var því innan við tvö hundruð atkvæði. Í sigurræðu Guðlaugs Þórs með stuðningsmönnum sagði Guðlaugur við stuðningsmenn sína að markvisst hefði verið unnið gegn honum sem oddvita flokksins. Hann hrósaði um leið innilega sigri yfir því að andstæðingar hans hafi ekki haft erindi sem erfiði. „Þið skulið alveg átta ykkur á því að við höfum kannski haldið að þetta væri tiltölulega einfalt að því leytinu til að sá sem hér stendur hefur mælst vinsælasti ráðherra Sjálfstæðisflokksins, eini Sjálfstæðismaðurinn sem hefur unnið erfiðasta kjördæmi okkar, Reykjavík norður, ekki einu sinni, heldur þrisvar. Samt sem áður var lögð einhver gríðarlega mikil áhersla á það að sjá til þess að sá sem hér stendur, og það er ekki bara ég, heldur þið, myndi ekki fá að vera áfram oddviti. Þið sáuð til þess að allir þeir sem unnu gegn því, að þeir töpuðu,“ sagði Guðlaugur.
Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Alþingiskosningar 2024 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Áslaug og Guðlaugur ósammála um niðurstöðu yfirkjörstjórnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir að athugasemd sem framboð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra sendi til yfirkjörstjórnar Sjálfstæðisflokksins hafi komið sér verulega á óvart. Hún hafnar því að bróðir sinn hafi nýtt aðgang að félagaskrá með óeðlilegum hætti. 4. júní 2021 13:01 Kvartað undan bróður Áslaugar til yfirkjörstjórnar Kvartað hefur verið til yfirkjörstjórnar Sjálfstæðisflokksins vegna prófkjörs flokksins í Reykjavík vegna gruns um að bróðir dómsmálaráðherra hafi nýtt sér beinan aðgang að félagaskrá flokksins í prófkjörsbaráttunni sem nú stendur yfir í Reykjavík. 3. júní 2021 16:45 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
Áslaug og Guðlaugur ósammála um niðurstöðu yfirkjörstjórnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir að athugasemd sem framboð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra sendi til yfirkjörstjórnar Sjálfstæðisflokksins hafi komið sér verulega á óvart. Hún hafnar því að bróðir sinn hafi nýtt aðgang að félagaskrá með óeðlilegum hætti. 4. júní 2021 13:01
Kvartað undan bróður Áslaugar til yfirkjörstjórnar Kvartað hefur verið til yfirkjörstjórnar Sjálfstæðisflokksins vegna prófkjörs flokksins í Reykjavík vegna gruns um að bróðir dómsmálaráðherra hafi nýtt sér beinan aðgang að félagaskrá flokksins í prófkjörsbaráttunni sem nú stendur yfir í Reykjavík. 3. júní 2021 16:45