„Við erum í ákveðnu óvissutímabili“ Elín Margrét Böðvarsdóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 15. október 2024 10:17 Það ríkir óvissuástand um framhald þingstarfa í ljósi þeirrar stöðu sem nú er uppi í íslenskum stjórnmálum. Þetta sagði Birgir Ármannsson forseti Alþingis að loknum fundi sínum með Höllu Tómasdóttur forseta Íslands í morgun. Það muni ráðast síðar í dag hvernig þingstörfum verður háttað í vikunni. Þess má vænta að forsætisráðherra muni síðar í dag biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. „Forsetinn var auðvitað bara að afla sér upplýsinga um þingstörfin og hvers væri að vænta varðandi þau á næstunni. Það má auðvitað segja að við erum í ákveðnu óvissutímabili þannig að þinstörfin munu auðvitað taka mið af því,“ sagði Birgir. Hann vilji ekki greina frá því í smáatriðum hvað hann og Halla forseti ræddu um. „Hún er hins vegar bara að afla sér upplýsinga og meta stöðuna út frá því.“ Hann segist eiga erfitt með að segja til um það núna hvernig hann sér vikuna fyrir sér hvað varðar þingstörfin, en hann muni ræða við formenn þingflokka þegar líður á daginn til að ræða hvernig þingstörfum verður háttað í vikunni. „Hins vegar þá getum við sagt að eins og oft er, þegar að óvissuástand af þessu tagi er í gangi að þá er nú eitthvað hlé á þingstörfum,“ segir Birgir. Hyggur að Bjarni verði beðinn að leiða starfsstjórn Aðspurður segir hann að það að Bjarni Benediktsson biðjist lausnar þýði ekki að þeirri athöfn fylgi þingrof. „Það er ekki óhjákvæmilegt og það má segja að þarna er um að ræða tvær ákvarðanir. Annars vegar það að forsætisráðherra biðjist lausnar og sé þá beðinn um að sitja áfram til að veita starfsstjórn forstöðu og svo hins vegar um þingrof. Og það er hægt að taka þessar ákvarðanir alveg aðskilið,“ svarar Birgir. Forsætisráðherra og forseti Íslands verði að svara því hvenær þingrof verði boðað. Hann vænti þess að ekki muni langur tími líða þar til það muni liggja fyrir. Birgir gengur út frá því að Bjarni Benediktsson verði „væntanlega beðinn um“ að leiða áfram starfsstjórn. Formenn annarra flokka, meðal annars Svandís Svavarsdóttir, hafa lýst því yfir að þeim hugnist ekki starfsstjórn undir forystu Bjarna Benediktssonar fram að kosningum. Viðtal Heimis Más Péturssonar fréttamanns við Birgi Ármannsson að loknum fundi hans með forseta Íslands í morgun má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Hvað segir sagan okkur um stöðu forseta Alþingis við þessar aðstæður? „Forseti Alþingis náttúrlega ber bara ábyrgð á því að halda hlutunum í horfinu þangað til að umboð hans fellur niður og það er engin breyting á því. Þannig að það auðvitað mun hvíla á mér þá sú skylda að halda hlutunum í gangi eftir því sem þörf krefur þangað til kemur að kosningum,“ svarar Birgir. Yfirvofandi alþingiskosningar verða þær fyrstu síðan að ný kosningalög tóku gildi. Stjórnarskrá gerir ráð fyrir að eftir að þingrof hefur verið samþykkt þurfi kosningar að fara fram innan 45 daga. „Nýju kosningalögin breyta ákveðnum tímafrestum í þessu sambandi en það rúmast samt innan þess 45 daga frests sem stjórnarskráin kveður á um,“ segir Birgir. „Það er allt saman framkvæmanlegt og gerlegt.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Forseti Íslands Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira
„Forsetinn var auðvitað bara að afla sér upplýsinga um þingstörfin og hvers væri að vænta varðandi þau á næstunni. Það má auðvitað segja að við erum í ákveðnu óvissutímabili þannig að þinstörfin munu auðvitað taka mið af því,“ sagði Birgir. Hann vilji ekki greina frá því í smáatriðum hvað hann og Halla forseti ræddu um. „Hún er hins vegar bara að afla sér upplýsinga og meta stöðuna út frá því.“ Hann segist eiga erfitt með að segja til um það núna hvernig hann sér vikuna fyrir sér hvað varðar þingstörfin, en hann muni ræða við formenn þingflokka þegar líður á daginn til að ræða hvernig þingstörfum verður háttað í vikunni. „Hins vegar þá getum við sagt að eins og oft er, þegar að óvissuástand af þessu tagi er í gangi að þá er nú eitthvað hlé á þingstörfum,“ segir Birgir. Hyggur að Bjarni verði beðinn að leiða starfsstjórn Aðspurður segir hann að það að Bjarni Benediktsson biðjist lausnar þýði ekki að þeirri athöfn fylgi þingrof. „Það er ekki óhjákvæmilegt og það má segja að þarna er um að ræða tvær ákvarðanir. Annars vegar það að forsætisráðherra biðjist lausnar og sé þá beðinn um að sitja áfram til að veita starfsstjórn forstöðu og svo hins vegar um þingrof. Og það er hægt að taka þessar ákvarðanir alveg aðskilið,“ svarar Birgir. Forsætisráðherra og forseti Íslands verði að svara því hvenær þingrof verði boðað. Hann vænti þess að ekki muni langur tími líða þar til það muni liggja fyrir. Birgir gengur út frá því að Bjarni Benediktsson verði „væntanlega beðinn um“ að leiða áfram starfsstjórn. Formenn annarra flokka, meðal annars Svandís Svavarsdóttir, hafa lýst því yfir að þeim hugnist ekki starfsstjórn undir forystu Bjarna Benediktssonar fram að kosningum. Viðtal Heimis Más Péturssonar fréttamanns við Birgi Ármannsson að loknum fundi hans með forseta Íslands í morgun má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Hvað segir sagan okkur um stöðu forseta Alþingis við þessar aðstæður? „Forseti Alþingis náttúrlega ber bara ábyrgð á því að halda hlutunum í horfinu þangað til að umboð hans fellur niður og það er engin breyting á því. Þannig að það auðvitað mun hvíla á mér þá sú skylda að halda hlutunum í gangi eftir því sem þörf krefur þangað til kemur að kosningum,“ svarar Birgir. Yfirvofandi alþingiskosningar verða þær fyrstu síðan að ný kosningalög tóku gildi. Stjórnarskrá gerir ráð fyrir að eftir að þingrof hefur verið samþykkt þurfi kosningar að fara fram innan 45 daga. „Nýju kosningalögin breyta ákveðnum tímafrestum í þessu sambandi en það rúmast samt innan þess 45 daga frests sem stjórnarskráin kveður á um,“ segir Birgir. „Það er allt saman framkvæmanlegt og gerlegt.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Forseti Íslands Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira