Frostið veldur óvissu og leiknum við Tyrki mögulega frestað Sindri Sverrisson skrifar 13. október 2024 18:30 Gylfi Þór Sigurðsson með boltann í leiknum við Wales á föstudag, í næstsíðasta leiknum á grasinu sem nú er á Laugardalsvelli. vísir/Anton Til greina kemur að fresta leik Íslands og Tyrklands í Þjóðadeildinni í fótbolta, vegna frosts í jörðu, en enn stendur þó til að leikurinn fari fram á Laugardalsvelli annað kvöld. Fundað var um málið síðdegis í dag þar sem eftirlitsmaður UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, var viðstaddur ásamt stjórnendum KSÍ og vallarstarfsmönnum. Engin ákvörðun var tekin um frestun en málið verður skoðað að nýju á morgun, á leikdegi, en fyrir hádegi verður skipulagsfundur með eftirlitsmanni UEFA, fulltrúum knattspyrnusambanda Íslands og Tyrklands, lögreglu og fleirum. Lokaákvörðun um mögulega frestun er í höndum UEFA. Laugardalsvöllur er ekki upphitaður og því afar viðkvæmur fyrir næturfrosti eins og spáð er í Reykjavík í nótt. Leikurinn við Tyrki ætti að vera síðasti leikurinn á vellinum áður en lagður verður undirhiti og blandað gras lagt á völlinn. Svigrúm er til að fresta leiknum við Tyrkland um sólarhing, þar sem að landsleikjaglugginn er opinn fram á þriðjudagskvöld. Það er hins vegar allt útlit fyrir að einu kostirnir í stöðunni séu að leikurinn fari fram á morgun eða á þriðjudag. Riðlakeppni Þjóðadeildarinnar lýkur svo í nóvember þegar Ísland spilar tvo leiki erlendis, í Svartfjallalandi og Wales. Íslenska landsliðið æfði innandyra í dag vegna stöðunnar á Laugardalsvelli.vísir/Sigurjón Ekkert hefur verið æft á Laugardalsvelli í aðdraganda landsleikjanna tveggja, við Wales á föstudagskvöldið og svo leiksins við Tyrkland. Íslenska liðið æfði fyrir leikinn gegn Wales á blandaða grasinu sem FH-ingar hafa lagt í Kaplakrika, og gestirnir frá Wales æfðu heima í Wales þar til að þeir flugu til Íslands daginn fyrir leik. Dúkur hefur legið yfir Laugardalsvelli til að freista þess að halda á honum sem mestum hita. Honum var kippt af rétt fyrir leik á föstudaginn og hann svo lagður aftur á strax eftir leik. Tyrkir höfðu í hyggju að æfa á Laugardalsvelli fyrir leik sinn við Ísland en æfðu líkt og Íslendingar innandyra í dag, í Miðgarði í Garðabæ. Tyrkir eru mættir til landsins en geta ekki frekar en Íslendingar æft á Laugardalsvelli.vísir/Sigurjón Leikur Íslands og Tyrklands skiptir miklu máli varðandi stöðuna í riðlakeppni Þjóðadeildarinnar. Eftir þrjár umferðir af sex eru Tyrkir með sjö stig, Wales fimm, Ísland fjögur og Svartfjallaland án stiga. Með sigri gegn Tyrkjum geta Íslendingar því jafnað þá að stigum. Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sjá meira
Fundað var um málið síðdegis í dag þar sem eftirlitsmaður UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, var viðstaddur ásamt stjórnendum KSÍ og vallarstarfsmönnum. Engin ákvörðun var tekin um frestun en málið verður skoðað að nýju á morgun, á leikdegi, en fyrir hádegi verður skipulagsfundur með eftirlitsmanni UEFA, fulltrúum knattspyrnusambanda Íslands og Tyrklands, lögreglu og fleirum. Lokaákvörðun um mögulega frestun er í höndum UEFA. Laugardalsvöllur er ekki upphitaður og því afar viðkvæmur fyrir næturfrosti eins og spáð er í Reykjavík í nótt. Leikurinn við Tyrki ætti að vera síðasti leikurinn á vellinum áður en lagður verður undirhiti og blandað gras lagt á völlinn. Svigrúm er til að fresta leiknum við Tyrkland um sólarhing, þar sem að landsleikjaglugginn er opinn fram á þriðjudagskvöld. Það er hins vegar allt útlit fyrir að einu kostirnir í stöðunni séu að leikurinn fari fram á morgun eða á þriðjudag. Riðlakeppni Þjóðadeildarinnar lýkur svo í nóvember þegar Ísland spilar tvo leiki erlendis, í Svartfjallalandi og Wales. Íslenska landsliðið æfði innandyra í dag vegna stöðunnar á Laugardalsvelli.vísir/Sigurjón Ekkert hefur verið æft á Laugardalsvelli í aðdraganda landsleikjanna tveggja, við Wales á föstudagskvöldið og svo leiksins við Tyrkland. Íslenska liðið æfði fyrir leikinn gegn Wales á blandaða grasinu sem FH-ingar hafa lagt í Kaplakrika, og gestirnir frá Wales æfðu heima í Wales þar til að þeir flugu til Íslands daginn fyrir leik. Dúkur hefur legið yfir Laugardalsvelli til að freista þess að halda á honum sem mestum hita. Honum var kippt af rétt fyrir leik á föstudaginn og hann svo lagður aftur á strax eftir leik. Tyrkir höfðu í hyggju að æfa á Laugardalsvelli fyrir leik sinn við Ísland en æfðu líkt og Íslendingar innandyra í dag, í Miðgarði í Garðabæ. Tyrkir eru mættir til landsins en geta ekki frekar en Íslendingar æft á Laugardalsvelli.vísir/Sigurjón Leikur Íslands og Tyrklands skiptir miklu máli varðandi stöðuna í riðlakeppni Þjóðadeildarinnar. Eftir þrjár umferðir af sex eru Tyrkir með sjö stig, Wales fimm, Ísland fjögur og Svartfjallaland án stiga. Með sigri gegn Tyrkjum geta Íslendingar því jafnað þá að stigum.
Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sjá meira