Frostið veldur óvissu og leiknum við Tyrki mögulega frestað Sindri Sverrisson skrifar 13. október 2024 18:30 Gylfi Þór Sigurðsson með boltann í leiknum við Wales á föstudag, í næstsíðasta leiknum á grasinu sem nú er á Laugardalsvelli. vísir/Anton Til greina kemur að fresta leik Íslands og Tyrklands í Þjóðadeildinni í fótbolta, vegna frosts í jörðu, en enn stendur þó til að leikurinn fari fram á Laugardalsvelli annað kvöld. Fundað var um málið síðdegis í dag þar sem eftirlitsmaður UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, var viðstaddur ásamt stjórnendum KSÍ og vallarstarfsmönnum. Engin ákvörðun var tekin um frestun en málið verður skoðað að nýju á morgun, á leikdegi, en fyrir hádegi verður skipulagsfundur með eftirlitsmanni UEFA, fulltrúum knattspyrnusambanda Íslands og Tyrklands, lögreglu og fleirum. Lokaákvörðun um mögulega frestun er í höndum UEFA. Laugardalsvöllur er ekki upphitaður og því afar viðkvæmur fyrir næturfrosti eins og spáð er í Reykjavík í nótt. Leikurinn við Tyrki ætti að vera síðasti leikurinn á vellinum áður en lagður verður undirhiti og blandað gras lagt á völlinn. Svigrúm er til að fresta leiknum við Tyrkland um sólarhing, þar sem að landsleikjaglugginn er opinn fram á þriðjudagskvöld. Það er hins vegar allt útlit fyrir að einu kostirnir í stöðunni séu að leikurinn fari fram á morgun eða á þriðjudag. Riðlakeppni Þjóðadeildarinnar lýkur svo í nóvember þegar Ísland spilar tvo leiki erlendis, í Svartfjallalandi og Wales. Íslenska landsliðið æfði innandyra í dag vegna stöðunnar á Laugardalsvelli.vísir/Sigurjón Ekkert hefur verið æft á Laugardalsvelli í aðdraganda landsleikjanna tveggja, við Wales á föstudagskvöldið og svo leiksins við Tyrkland. Íslenska liðið æfði fyrir leikinn gegn Wales á blandaða grasinu sem FH-ingar hafa lagt í Kaplakrika, og gestirnir frá Wales æfðu heima í Wales þar til að þeir flugu til Íslands daginn fyrir leik. Dúkur hefur legið yfir Laugardalsvelli til að freista þess að halda á honum sem mestum hita. Honum var kippt af rétt fyrir leik á föstudaginn og hann svo lagður aftur á strax eftir leik. Tyrkir höfðu í hyggju að æfa á Laugardalsvelli fyrir leik sinn við Ísland en æfðu líkt og Íslendingar innandyra í dag, í Miðgarði í Garðabæ. Tyrkir eru mættir til landsins en geta ekki frekar en Íslendingar æft á Laugardalsvelli.vísir/Sigurjón Leikur Íslands og Tyrklands skiptir miklu máli varðandi stöðuna í riðlakeppni Þjóðadeildarinnar. Eftir þrjár umferðir af sex eru Tyrkir með sjö stig, Wales fimm, Ísland fjögur og Svartfjallaland án stiga. Með sigri gegn Tyrkjum geta Íslendingar því jafnað þá að stigum. Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Fótbolti Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjá meira
Fundað var um málið síðdegis í dag þar sem eftirlitsmaður UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, var viðstaddur ásamt stjórnendum KSÍ og vallarstarfsmönnum. Engin ákvörðun var tekin um frestun en málið verður skoðað að nýju á morgun, á leikdegi, en fyrir hádegi verður skipulagsfundur með eftirlitsmanni UEFA, fulltrúum knattspyrnusambanda Íslands og Tyrklands, lögreglu og fleirum. Lokaákvörðun um mögulega frestun er í höndum UEFA. Laugardalsvöllur er ekki upphitaður og því afar viðkvæmur fyrir næturfrosti eins og spáð er í Reykjavík í nótt. Leikurinn við Tyrki ætti að vera síðasti leikurinn á vellinum áður en lagður verður undirhiti og blandað gras lagt á völlinn. Svigrúm er til að fresta leiknum við Tyrkland um sólarhing, þar sem að landsleikjaglugginn er opinn fram á þriðjudagskvöld. Það er hins vegar allt útlit fyrir að einu kostirnir í stöðunni séu að leikurinn fari fram á morgun eða á þriðjudag. Riðlakeppni Þjóðadeildarinnar lýkur svo í nóvember þegar Ísland spilar tvo leiki erlendis, í Svartfjallalandi og Wales. Íslenska landsliðið æfði innandyra í dag vegna stöðunnar á Laugardalsvelli.vísir/Sigurjón Ekkert hefur verið æft á Laugardalsvelli í aðdraganda landsleikjanna tveggja, við Wales á föstudagskvöldið og svo leiksins við Tyrkland. Íslenska liðið æfði fyrir leikinn gegn Wales á blandaða grasinu sem FH-ingar hafa lagt í Kaplakrika, og gestirnir frá Wales æfðu heima í Wales þar til að þeir flugu til Íslands daginn fyrir leik. Dúkur hefur legið yfir Laugardalsvelli til að freista þess að halda á honum sem mestum hita. Honum var kippt af rétt fyrir leik á föstudaginn og hann svo lagður aftur á strax eftir leik. Tyrkir höfðu í hyggju að æfa á Laugardalsvelli fyrir leik sinn við Ísland en æfðu líkt og Íslendingar innandyra í dag, í Miðgarði í Garðabæ. Tyrkir eru mættir til landsins en geta ekki frekar en Íslendingar æft á Laugardalsvelli.vísir/Sigurjón Leikur Íslands og Tyrklands skiptir miklu máli varðandi stöðuna í riðlakeppni Þjóðadeildarinnar. Eftir þrjár umferðir af sex eru Tyrkir með sjö stig, Wales fimm, Ísland fjögur og Svartfjallaland án stiga. Með sigri gegn Tyrkjum geta Íslendingar því jafnað þá að stigum.
Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Fótbolti Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjá meira