Takk fyrir að hjálpa Yazan! Gunnar Hersveinn skrifar 11. október 2024 16:33 Vinir Yazan þakka öllum sem lögðu baráttunni lið. Við vissum að það sem væri Yazan fyrir bestu ætti ávallt að hafa forgang eins og segir í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Við vissum að það væri bæði satt og rétt að liðsinna Yazan hér á landi. Við höfnuðum kuldalegri afstöðu og niðurstöðu yfirvalda sem studdu sig við túlkun á reglugerð. Ellefu ára drengur með sjaldgæfan vöðvarýrnunarsjúkdóm, Duchenne, nýtur nú heilbrigðisþjónustu á Íslandi sem læknar segja að ekki megi rjúfa. Að senda Yazan í burtu í lögreglufylgd hefði orðið skömm fyrir samfélagið og óhjákvæmilegt brot á rétti hans til að lifa, þroskast, njóta verndar og umönnunar í samræmi við aldur og þroska. Þjóðin veit það að hjálpa öðrum í neyð á að vera ófrávíkjanleg regla. Að rétta Yazan og fjölskyldu hjálparhönd er aðstoð sem veitt er af mannúð og skyldurækni. Það var því siðferðilega rétt að stöðva brottflutninginn. Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks segir að í öllum aðgerðum, sem snerta fötluð börn, skuli fyrst og fremst hafa það að leiðarljósi sem er viðkomandi barni fyrir bestu. Þetta átti að vera augljós sannindi. Til að gera rétt, þurfti einungis að virða þá mannréttindasamninga sem íslenska ríkið hefur lögfest og undirgengist og sýna mannúð í verki. Það var gert á elleftu stundu. Þökk sé efasemdum og góðvild. Um 1450 einstaklingar skrifuðu undir yfirlýsingu til stuðnings Yazan og fjölskyldu og fjöldi fólks kom á útifundi til að styðja drenginn. Við þökkum þeim öllum kærlega fyrir. Við viljum hvetja fólk áfram til að taka þátt í mannréttindabaráttu, það skiptir máli. Ekki sitja bara heima, tökum þátt í að móta samfélagið, ekki gefast upp. Niðurstaða þessa máls sýnir að öflugur vilji almennings hefur áhrif. Foreldrar Yazan sinntu skyldu sinni með því að koma með hann til Íslands í leit að hjálp sem þau fengu ekki í Palestínu og geta ekki fengið þar. Það að það megi, samkvæmt reglugerð, endursenda veikan dreng héðan út í óvissuna á Spáni, er ekki boðlegt. Íslensk yfirvöld áttuðu sig ekki á eigin skyldu gagnvart þessum dreng fyrr en þrjátíu og sjö mínútum áður en að flug Icelandair til Barselóna átti að fara í loftið. Með því að skrifa undir, mæta á útifundi, skrifa greinar, birta myndbönd og taka þátt í maraþoni, hjálpuðum við þeim að finna skylduna. Við þökkum því, enn og aftur, öllum sem tóku þátt og lögðu það á sig að segja sannleikann. Höfundur er meðlimur í hópnum Vinir Yazans. Vinir Yazan eru Alma Ýr Ingólfsdóttir, Árni Múli Jónasson, Gunnar Hersveinn, Hjálmar Theodórsson, Kristín Sveinsdóttir, Margrét Rut Eddudóttir, Morgane Priet-Mahéo, Sólveig Arnarsdóttir, Stefán Gunnlaugsson, Unnur Helga Óttarsdóttir og Þorleifur Gunnlaugsson. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mál Yazans Réttindi barna Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Vinir Yazan þakka öllum sem lögðu baráttunni lið. Við vissum að það sem væri Yazan fyrir bestu ætti ávallt að hafa forgang eins og segir í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Við vissum að það væri bæði satt og rétt að liðsinna Yazan hér á landi. Við höfnuðum kuldalegri afstöðu og niðurstöðu yfirvalda sem studdu sig við túlkun á reglugerð. Ellefu ára drengur með sjaldgæfan vöðvarýrnunarsjúkdóm, Duchenne, nýtur nú heilbrigðisþjónustu á Íslandi sem læknar segja að ekki megi rjúfa. Að senda Yazan í burtu í lögreglufylgd hefði orðið skömm fyrir samfélagið og óhjákvæmilegt brot á rétti hans til að lifa, þroskast, njóta verndar og umönnunar í samræmi við aldur og þroska. Þjóðin veit það að hjálpa öðrum í neyð á að vera ófrávíkjanleg regla. Að rétta Yazan og fjölskyldu hjálparhönd er aðstoð sem veitt er af mannúð og skyldurækni. Það var því siðferðilega rétt að stöðva brottflutninginn. Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks segir að í öllum aðgerðum, sem snerta fötluð börn, skuli fyrst og fremst hafa það að leiðarljósi sem er viðkomandi barni fyrir bestu. Þetta átti að vera augljós sannindi. Til að gera rétt, þurfti einungis að virða þá mannréttindasamninga sem íslenska ríkið hefur lögfest og undirgengist og sýna mannúð í verki. Það var gert á elleftu stundu. Þökk sé efasemdum og góðvild. Um 1450 einstaklingar skrifuðu undir yfirlýsingu til stuðnings Yazan og fjölskyldu og fjöldi fólks kom á útifundi til að styðja drenginn. Við þökkum þeim öllum kærlega fyrir. Við viljum hvetja fólk áfram til að taka þátt í mannréttindabaráttu, það skiptir máli. Ekki sitja bara heima, tökum þátt í að móta samfélagið, ekki gefast upp. Niðurstaða þessa máls sýnir að öflugur vilji almennings hefur áhrif. Foreldrar Yazan sinntu skyldu sinni með því að koma með hann til Íslands í leit að hjálp sem þau fengu ekki í Palestínu og geta ekki fengið þar. Það að það megi, samkvæmt reglugerð, endursenda veikan dreng héðan út í óvissuna á Spáni, er ekki boðlegt. Íslensk yfirvöld áttuðu sig ekki á eigin skyldu gagnvart þessum dreng fyrr en þrjátíu og sjö mínútum áður en að flug Icelandair til Barselóna átti að fara í loftið. Með því að skrifa undir, mæta á útifundi, skrifa greinar, birta myndbönd og taka þátt í maraþoni, hjálpuðum við þeim að finna skylduna. Við þökkum því, enn og aftur, öllum sem tóku þátt og lögðu það á sig að segja sannleikann. Höfundur er meðlimur í hópnum Vinir Yazans. Vinir Yazan eru Alma Ýr Ingólfsdóttir, Árni Múli Jónasson, Gunnar Hersveinn, Hjálmar Theodórsson, Kristín Sveinsdóttir, Margrét Rut Eddudóttir, Morgane Priet-Mahéo, Sólveig Arnarsdóttir, Stefán Gunnlaugsson, Unnur Helga Óttarsdóttir og Þorleifur Gunnlaugsson.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun