Takk fyrir að hjálpa Yazan! Gunnar Hersveinn skrifar 11. október 2024 16:33 Vinir Yazan þakka öllum sem lögðu baráttunni lið. Við vissum að það sem væri Yazan fyrir bestu ætti ávallt að hafa forgang eins og segir í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Við vissum að það væri bæði satt og rétt að liðsinna Yazan hér á landi. Við höfnuðum kuldalegri afstöðu og niðurstöðu yfirvalda sem studdu sig við túlkun á reglugerð. Ellefu ára drengur með sjaldgæfan vöðvarýrnunarsjúkdóm, Duchenne, nýtur nú heilbrigðisþjónustu á Íslandi sem læknar segja að ekki megi rjúfa. Að senda Yazan í burtu í lögreglufylgd hefði orðið skömm fyrir samfélagið og óhjákvæmilegt brot á rétti hans til að lifa, þroskast, njóta verndar og umönnunar í samræmi við aldur og þroska. Þjóðin veit það að hjálpa öðrum í neyð á að vera ófrávíkjanleg regla. Að rétta Yazan og fjölskyldu hjálparhönd er aðstoð sem veitt er af mannúð og skyldurækni. Það var því siðferðilega rétt að stöðva brottflutninginn. Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks segir að í öllum aðgerðum, sem snerta fötluð börn, skuli fyrst og fremst hafa það að leiðarljósi sem er viðkomandi barni fyrir bestu. Þetta átti að vera augljós sannindi. Til að gera rétt, þurfti einungis að virða þá mannréttindasamninga sem íslenska ríkið hefur lögfest og undirgengist og sýna mannúð í verki. Það var gert á elleftu stundu. Þökk sé efasemdum og góðvild. Um 1450 einstaklingar skrifuðu undir yfirlýsingu til stuðnings Yazan og fjölskyldu og fjöldi fólks kom á útifundi til að styðja drenginn. Við þökkum þeim öllum kærlega fyrir. Við viljum hvetja fólk áfram til að taka þátt í mannréttindabaráttu, það skiptir máli. Ekki sitja bara heima, tökum þátt í að móta samfélagið, ekki gefast upp. Niðurstaða þessa máls sýnir að öflugur vilji almennings hefur áhrif. Foreldrar Yazan sinntu skyldu sinni með því að koma með hann til Íslands í leit að hjálp sem þau fengu ekki í Palestínu og geta ekki fengið þar. Það að það megi, samkvæmt reglugerð, endursenda veikan dreng héðan út í óvissuna á Spáni, er ekki boðlegt. Íslensk yfirvöld áttuðu sig ekki á eigin skyldu gagnvart þessum dreng fyrr en þrjátíu og sjö mínútum áður en að flug Icelandair til Barselóna átti að fara í loftið. Með því að skrifa undir, mæta á útifundi, skrifa greinar, birta myndbönd og taka þátt í maraþoni, hjálpuðum við þeim að finna skylduna. Við þökkum því, enn og aftur, öllum sem tóku þátt og lögðu það á sig að segja sannleikann. Höfundur er meðlimur í hópnum Vinir Yazans. Vinir Yazan eru Alma Ýr Ingólfsdóttir, Árni Múli Jónasson, Gunnar Hersveinn, Hjálmar Theodórsson, Kristín Sveinsdóttir, Margrét Rut Eddudóttir, Morgane Priet-Mahéo, Sólveig Arnarsdóttir, Stefán Gunnlaugsson, Unnur Helga Óttarsdóttir og Þorleifur Gunnlaugsson. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mál Yazans Réttindi barna Sameinuðu þjóðirnar Gunnar Hersveinn Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Vinir Yazan þakka öllum sem lögðu baráttunni lið. Við vissum að það sem væri Yazan fyrir bestu ætti ávallt að hafa forgang eins og segir í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Við vissum að það væri bæði satt og rétt að liðsinna Yazan hér á landi. Við höfnuðum kuldalegri afstöðu og niðurstöðu yfirvalda sem studdu sig við túlkun á reglugerð. Ellefu ára drengur með sjaldgæfan vöðvarýrnunarsjúkdóm, Duchenne, nýtur nú heilbrigðisþjónustu á Íslandi sem læknar segja að ekki megi rjúfa. Að senda Yazan í burtu í lögreglufylgd hefði orðið skömm fyrir samfélagið og óhjákvæmilegt brot á rétti hans til að lifa, þroskast, njóta verndar og umönnunar í samræmi við aldur og þroska. Þjóðin veit það að hjálpa öðrum í neyð á að vera ófrávíkjanleg regla. Að rétta Yazan og fjölskyldu hjálparhönd er aðstoð sem veitt er af mannúð og skyldurækni. Það var því siðferðilega rétt að stöðva brottflutninginn. Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks segir að í öllum aðgerðum, sem snerta fötluð börn, skuli fyrst og fremst hafa það að leiðarljósi sem er viðkomandi barni fyrir bestu. Þetta átti að vera augljós sannindi. Til að gera rétt, þurfti einungis að virða þá mannréttindasamninga sem íslenska ríkið hefur lögfest og undirgengist og sýna mannúð í verki. Það var gert á elleftu stundu. Þökk sé efasemdum og góðvild. Um 1450 einstaklingar skrifuðu undir yfirlýsingu til stuðnings Yazan og fjölskyldu og fjöldi fólks kom á útifundi til að styðja drenginn. Við þökkum þeim öllum kærlega fyrir. Við viljum hvetja fólk áfram til að taka þátt í mannréttindabaráttu, það skiptir máli. Ekki sitja bara heima, tökum þátt í að móta samfélagið, ekki gefast upp. Niðurstaða þessa máls sýnir að öflugur vilji almennings hefur áhrif. Foreldrar Yazan sinntu skyldu sinni með því að koma með hann til Íslands í leit að hjálp sem þau fengu ekki í Palestínu og geta ekki fengið þar. Það að það megi, samkvæmt reglugerð, endursenda veikan dreng héðan út í óvissuna á Spáni, er ekki boðlegt. Íslensk yfirvöld áttuðu sig ekki á eigin skyldu gagnvart þessum dreng fyrr en þrjátíu og sjö mínútum áður en að flug Icelandair til Barselóna átti að fara í loftið. Með því að skrifa undir, mæta á útifundi, skrifa greinar, birta myndbönd og taka þátt í maraþoni, hjálpuðum við þeim að finna skylduna. Við þökkum því, enn og aftur, öllum sem tóku þátt og lögðu það á sig að segja sannleikann. Höfundur er meðlimur í hópnum Vinir Yazans. Vinir Yazan eru Alma Ýr Ingólfsdóttir, Árni Múli Jónasson, Gunnar Hersveinn, Hjálmar Theodórsson, Kristín Sveinsdóttir, Margrét Rut Eddudóttir, Morgane Priet-Mahéo, Sólveig Arnarsdóttir, Stefán Gunnlaugsson, Unnur Helga Óttarsdóttir og Þorleifur Gunnlaugsson.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun