Fyrir hvað erum við að borga? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar 11. október 2024 09:03 Í bæjarstjórn Seltjarnarness sitja 7 bæjarfulltrúar og þar af er bæjarstjóri í 100% starfi. Auk bæjarstjórnar starfar bæjarráð og 6 fagnefndir. Launakostnaður þessara kjörnu fulltrúa er í fjárhagsáætlun ársins 2024 56,5 milljónir króna eða rúmlega 200 milljónir á kjörtímabili. Það væri hægt að skrifa grein um hvernig hægt væri að ná fram hagræðingu í rekstri án þess að skera niður þjónustu með sameiningu nefnda og lækkun launa bæjarstjóra en það er ekki inntak þessarar greinar. Það sem þessi grein veltir upp er hvað eru Seltirningar eiginlega að fá fyrir þessar fjárhæðir? Mettap á rekstri sveitarfélagsins fyrstu tvö ár kjörtímabilsins Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fóru mikinn í kosningabaráttunni 2022 þegar þeir töluðu um sterkan rekstur og loforð um skattalækkanir á kjörtímabilinu. Staðreyndin er þó sú að útsvar hefur verið hækkað síðastliðin þrjú ár og skatttekjur hafa aukist um 20%. Þrátt fyrir þessa hækkun hefur Seltjarnarnesbær skilað mettapi á rekstri bæjarsjóðs á kjörtímabilinu í valdatíð Sjálfstæðismanna. Árið 2022 skilaði bæjarstjóður tapi upp á 400 milljónir og árið 2023 var tapreksturinn 867 milljónir króna. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum á bæjarsjóður að vera rekinn hallalaus en halli þessara tveggja ára nemur 29% af skatttekjum bæjarins. Stefnu- og skipulagsleysi Stærsti málaflokkurinn í rekstri sveitarfélaga eru fræðslumálin en undir lok síðasta kjörtímabils stóð yfir stefnumótunarvinna þar sem börn, ungmenni, fagfólk og foreldrar voru kallaðir að borðinu til að móta nýja menntastefnu fyrir Seltjarnarnesbæ. Þessari vinnu hefur því miður ekki verið haldið áfram síðustu ár þrátt fyrir umfangsmiklar breytingar og áskoranir í starfi leik- og grunnskóla Seltjarnarness sem og á faglegu umhverfi frístundamála. Fulltrúar Samfylkingar og óháðra hafa kallað eftir því að vinna við menntastefnu verði kláruð undir þeim formerkjum að búa til betri bæ fyrir börn. Einnig höfum við kallað eftir því að farið verði í að móta heildstæða stefnu um málaflokk aldraðra og að skipuleggja betri og lifandi miðbæ. Miðbær Seltjarnarness er óskipulagt svæði sem nær yfir stórar lóðir við Austurströnd og Eiðistorg þar sem gríðarleg tækifæri eru fyrir sveitarfélagið að skapa verðmæti til að fjármagna framkvæmdir á sama tíma og mannlífið á Nesinu verður skemmtilegra. Þetta hafa Sjálfstæðismenn í bæjarstjórn því miður ekki litið á sem forgangsverkefni sem hægt sé að nýta bæjarfulltrúa og nefndarfólk markvisst í. Framkvæmdastopp Stóra loforð Sjálfstæðismanna fyrir síðustu tvær kosningar var að byggja nýjan leikskóla sem átti að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla með góðu vinnuumhverfi fyrir börn og starfsfólk. Nú hefur meirihlutinn gefið það út að bærinn geti ekki fjármagnað framkvæmdina þrátt fyrir að hafa selt hjúkrunarheimilið Seltjörn fyrir tæplega tvo milljarða á kjörtímabilinu sem átti að nýtast til að fjármagna leikskólann. Aðrar framkvæmdir sem hafa setið á hakanum á þessu kjörtímabili eru endurbætur á íþróttamannvirkjum, skólalóðum, lögnum, götum, leiksvæðum og félagsheimili Seltjarnarness. Snúum vörn í sókn Þrátt fyrir að fyrri hluti kjörtímabilsins hafi verið illa nýttur þá er vel hægt að snúa blaðinu við og nýta betur þann mannauð sem býr í kjörnum fulltrúum og starfsfólki bæjarins. Fyrsta skrefið sem bæjarstjórn þarf að stíga er að hækka útsvarið á meðan jafnvægi næst í rekstri sveitarfélagsins. Samhliða útsvarshækkun þurfa bæjarfulltrúar og fagnefndir í samstarfi við starfsfólk að skoða útgjaldahliðina og finna tækifæri til hagræðingar í stjórnkerfi bæjarins. Ljúka þarf við stefnumótun í stærstu málaflokkum sveitarfélagsins með það að markmiði að veita framúrskarandi þjónustu með sem hagkvæmasta hætti. Ráðast þarf markvisst í skipulagningu miðbæjarsvæðisins til að mynda byggingarétt sem bærinn getur selt og einnig fjölgað íbúum og fyrirtækjum sem styrkja tekjur bæjarins. Með þessum markvissu skrefum náum við jafnvægi á rekstur sveitarfélagsins, eflum þjónustu við íbúa og getum byrjað að sinna viðhaldi á fasteignum samhliða því að byggja upp nauðsynlega innviði. Þetta eru þau hlutverk sem kjörnir fulltrúar fá greitt fyrir að sinna og það er kominn tími til að við tökum hlutverki okkar alvarlega. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingar og óháðra á Seltjarnarnesi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Seltjarnarnes Sveitarstjórnarmál Sjálfstæðisflokkurinn Guðmundur Ari Sigurjónsson Mest lesið Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Í bæjarstjórn Seltjarnarness sitja 7 bæjarfulltrúar og þar af er bæjarstjóri í 100% starfi. Auk bæjarstjórnar starfar bæjarráð og 6 fagnefndir. Launakostnaður þessara kjörnu fulltrúa er í fjárhagsáætlun ársins 2024 56,5 milljónir króna eða rúmlega 200 milljónir á kjörtímabili. Það væri hægt að skrifa grein um hvernig hægt væri að ná fram hagræðingu í rekstri án þess að skera niður þjónustu með sameiningu nefnda og lækkun launa bæjarstjóra en það er ekki inntak þessarar greinar. Það sem þessi grein veltir upp er hvað eru Seltirningar eiginlega að fá fyrir þessar fjárhæðir? Mettap á rekstri sveitarfélagsins fyrstu tvö ár kjörtímabilsins Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fóru mikinn í kosningabaráttunni 2022 þegar þeir töluðu um sterkan rekstur og loforð um skattalækkanir á kjörtímabilinu. Staðreyndin er þó sú að útsvar hefur verið hækkað síðastliðin þrjú ár og skatttekjur hafa aukist um 20%. Þrátt fyrir þessa hækkun hefur Seltjarnarnesbær skilað mettapi á rekstri bæjarsjóðs á kjörtímabilinu í valdatíð Sjálfstæðismanna. Árið 2022 skilaði bæjarstjóður tapi upp á 400 milljónir og árið 2023 var tapreksturinn 867 milljónir króna. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum á bæjarsjóður að vera rekinn hallalaus en halli þessara tveggja ára nemur 29% af skatttekjum bæjarins. Stefnu- og skipulagsleysi Stærsti málaflokkurinn í rekstri sveitarfélaga eru fræðslumálin en undir lok síðasta kjörtímabils stóð yfir stefnumótunarvinna þar sem börn, ungmenni, fagfólk og foreldrar voru kallaðir að borðinu til að móta nýja menntastefnu fyrir Seltjarnarnesbæ. Þessari vinnu hefur því miður ekki verið haldið áfram síðustu ár þrátt fyrir umfangsmiklar breytingar og áskoranir í starfi leik- og grunnskóla Seltjarnarness sem og á faglegu umhverfi frístundamála. Fulltrúar Samfylkingar og óháðra hafa kallað eftir því að vinna við menntastefnu verði kláruð undir þeim formerkjum að búa til betri bæ fyrir börn. Einnig höfum við kallað eftir því að farið verði í að móta heildstæða stefnu um málaflokk aldraðra og að skipuleggja betri og lifandi miðbæ. Miðbær Seltjarnarness er óskipulagt svæði sem nær yfir stórar lóðir við Austurströnd og Eiðistorg þar sem gríðarleg tækifæri eru fyrir sveitarfélagið að skapa verðmæti til að fjármagna framkvæmdir á sama tíma og mannlífið á Nesinu verður skemmtilegra. Þetta hafa Sjálfstæðismenn í bæjarstjórn því miður ekki litið á sem forgangsverkefni sem hægt sé að nýta bæjarfulltrúa og nefndarfólk markvisst í. Framkvæmdastopp Stóra loforð Sjálfstæðismanna fyrir síðustu tvær kosningar var að byggja nýjan leikskóla sem átti að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla með góðu vinnuumhverfi fyrir börn og starfsfólk. Nú hefur meirihlutinn gefið það út að bærinn geti ekki fjármagnað framkvæmdina þrátt fyrir að hafa selt hjúkrunarheimilið Seltjörn fyrir tæplega tvo milljarða á kjörtímabilinu sem átti að nýtast til að fjármagna leikskólann. Aðrar framkvæmdir sem hafa setið á hakanum á þessu kjörtímabili eru endurbætur á íþróttamannvirkjum, skólalóðum, lögnum, götum, leiksvæðum og félagsheimili Seltjarnarness. Snúum vörn í sókn Þrátt fyrir að fyrri hluti kjörtímabilsins hafi verið illa nýttur þá er vel hægt að snúa blaðinu við og nýta betur þann mannauð sem býr í kjörnum fulltrúum og starfsfólki bæjarins. Fyrsta skrefið sem bæjarstjórn þarf að stíga er að hækka útsvarið á meðan jafnvægi næst í rekstri sveitarfélagsins. Samhliða útsvarshækkun þurfa bæjarfulltrúar og fagnefndir í samstarfi við starfsfólk að skoða útgjaldahliðina og finna tækifæri til hagræðingar í stjórnkerfi bæjarins. Ljúka þarf við stefnumótun í stærstu málaflokkum sveitarfélagsins með það að markmiði að veita framúrskarandi þjónustu með sem hagkvæmasta hætti. Ráðast þarf markvisst í skipulagningu miðbæjarsvæðisins til að mynda byggingarétt sem bærinn getur selt og einnig fjölgað íbúum og fyrirtækjum sem styrkja tekjur bæjarins. Með þessum markvissu skrefum náum við jafnvægi á rekstur sveitarfélagsins, eflum þjónustu við íbúa og getum byrjað að sinna viðhaldi á fasteignum samhliða því að byggja upp nauðsynlega innviði. Þetta eru þau hlutverk sem kjörnir fulltrúar fá greitt fyrir að sinna og það er kominn tími til að við tökum hlutverki okkar alvarlega. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingar og óháðra á Seltjarnarnesi
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun