Fyrir hvað erum við að borga? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar 11. október 2024 09:03 Í bæjarstjórn Seltjarnarness sitja 7 bæjarfulltrúar og þar af er bæjarstjóri í 100% starfi. Auk bæjarstjórnar starfar bæjarráð og 6 fagnefndir. Launakostnaður þessara kjörnu fulltrúa er í fjárhagsáætlun ársins 2024 56,5 milljónir króna eða rúmlega 200 milljónir á kjörtímabili. Það væri hægt að skrifa grein um hvernig hægt væri að ná fram hagræðingu í rekstri án þess að skera niður þjónustu með sameiningu nefnda og lækkun launa bæjarstjóra en það er ekki inntak þessarar greinar. Það sem þessi grein veltir upp er hvað eru Seltirningar eiginlega að fá fyrir þessar fjárhæðir? Mettap á rekstri sveitarfélagsins fyrstu tvö ár kjörtímabilsins Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fóru mikinn í kosningabaráttunni 2022 þegar þeir töluðu um sterkan rekstur og loforð um skattalækkanir á kjörtímabilinu. Staðreyndin er þó sú að útsvar hefur verið hækkað síðastliðin þrjú ár og skatttekjur hafa aukist um 20%. Þrátt fyrir þessa hækkun hefur Seltjarnarnesbær skilað mettapi á rekstri bæjarsjóðs á kjörtímabilinu í valdatíð Sjálfstæðismanna. Árið 2022 skilaði bæjarstjóður tapi upp á 400 milljónir og árið 2023 var tapreksturinn 867 milljónir króna. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum á bæjarsjóður að vera rekinn hallalaus en halli þessara tveggja ára nemur 29% af skatttekjum bæjarins. Stefnu- og skipulagsleysi Stærsti málaflokkurinn í rekstri sveitarfélaga eru fræðslumálin en undir lok síðasta kjörtímabils stóð yfir stefnumótunarvinna þar sem börn, ungmenni, fagfólk og foreldrar voru kallaðir að borðinu til að móta nýja menntastefnu fyrir Seltjarnarnesbæ. Þessari vinnu hefur því miður ekki verið haldið áfram síðustu ár þrátt fyrir umfangsmiklar breytingar og áskoranir í starfi leik- og grunnskóla Seltjarnarness sem og á faglegu umhverfi frístundamála. Fulltrúar Samfylkingar og óháðra hafa kallað eftir því að vinna við menntastefnu verði kláruð undir þeim formerkjum að búa til betri bæ fyrir börn. Einnig höfum við kallað eftir því að farið verði í að móta heildstæða stefnu um málaflokk aldraðra og að skipuleggja betri og lifandi miðbæ. Miðbær Seltjarnarness er óskipulagt svæði sem nær yfir stórar lóðir við Austurströnd og Eiðistorg þar sem gríðarleg tækifæri eru fyrir sveitarfélagið að skapa verðmæti til að fjármagna framkvæmdir á sama tíma og mannlífið á Nesinu verður skemmtilegra. Þetta hafa Sjálfstæðismenn í bæjarstjórn því miður ekki litið á sem forgangsverkefni sem hægt sé að nýta bæjarfulltrúa og nefndarfólk markvisst í. Framkvæmdastopp Stóra loforð Sjálfstæðismanna fyrir síðustu tvær kosningar var að byggja nýjan leikskóla sem átti að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla með góðu vinnuumhverfi fyrir börn og starfsfólk. Nú hefur meirihlutinn gefið það út að bærinn geti ekki fjármagnað framkvæmdina þrátt fyrir að hafa selt hjúkrunarheimilið Seltjörn fyrir tæplega tvo milljarða á kjörtímabilinu sem átti að nýtast til að fjármagna leikskólann. Aðrar framkvæmdir sem hafa setið á hakanum á þessu kjörtímabili eru endurbætur á íþróttamannvirkjum, skólalóðum, lögnum, götum, leiksvæðum og félagsheimili Seltjarnarness. Snúum vörn í sókn Þrátt fyrir að fyrri hluti kjörtímabilsins hafi verið illa nýttur þá er vel hægt að snúa blaðinu við og nýta betur þann mannauð sem býr í kjörnum fulltrúum og starfsfólki bæjarins. Fyrsta skrefið sem bæjarstjórn þarf að stíga er að hækka útsvarið á meðan jafnvægi næst í rekstri sveitarfélagsins. Samhliða útsvarshækkun þurfa bæjarfulltrúar og fagnefndir í samstarfi við starfsfólk að skoða útgjaldahliðina og finna tækifæri til hagræðingar í stjórnkerfi bæjarins. Ljúka þarf við stefnumótun í stærstu málaflokkum sveitarfélagsins með það að markmiði að veita framúrskarandi þjónustu með sem hagkvæmasta hætti. Ráðast þarf markvisst í skipulagningu miðbæjarsvæðisins til að mynda byggingarétt sem bærinn getur selt og einnig fjölgað íbúum og fyrirtækjum sem styrkja tekjur bæjarins. Með þessum markvissu skrefum náum við jafnvægi á rekstur sveitarfélagsins, eflum þjónustu við íbúa og getum byrjað að sinna viðhaldi á fasteignum samhliða því að byggja upp nauðsynlega innviði. Þetta eru þau hlutverk sem kjörnir fulltrúar fá greitt fyrir að sinna og það er kominn tími til að við tökum hlutverki okkar alvarlega. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingar og óháðra á Seltjarnarnesi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Seltjarnarnes Sveitarstjórnarmál Sjálfstæðisflokkurinn Guðmundur Ari Sigurjónsson Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Í bæjarstjórn Seltjarnarness sitja 7 bæjarfulltrúar og þar af er bæjarstjóri í 100% starfi. Auk bæjarstjórnar starfar bæjarráð og 6 fagnefndir. Launakostnaður þessara kjörnu fulltrúa er í fjárhagsáætlun ársins 2024 56,5 milljónir króna eða rúmlega 200 milljónir á kjörtímabili. Það væri hægt að skrifa grein um hvernig hægt væri að ná fram hagræðingu í rekstri án þess að skera niður þjónustu með sameiningu nefnda og lækkun launa bæjarstjóra en það er ekki inntak þessarar greinar. Það sem þessi grein veltir upp er hvað eru Seltirningar eiginlega að fá fyrir þessar fjárhæðir? Mettap á rekstri sveitarfélagsins fyrstu tvö ár kjörtímabilsins Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fóru mikinn í kosningabaráttunni 2022 þegar þeir töluðu um sterkan rekstur og loforð um skattalækkanir á kjörtímabilinu. Staðreyndin er þó sú að útsvar hefur verið hækkað síðastliðin þrjú ár og skatttekjur hafa aukist um 20%. Þrátt fyrir þessa hækkun hefur Seltjarnarnesbær skilað mettapi á rekstri bæjarsjóðs á kjörtímabilinu í valdatíð Sjálfstæðismanna. Árið 2022 skilaði bæjarstjóður tapi upp á 400 milljónir og árið 2023 var tapreksturinn 867 milljónir króna. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum á bæjarsjóður að vera rekinn hallalaus en halli þessara tveggja ára nemur 29% af skatttekjum bæjarins. Stefnu- og skipulagsleysi Stærsti málaflokkurinn í rekstri sveitarfélaga eru fræðslumálin en undir lok síðasta kjörtímabils stóð yfir stefnumótunarvinna þar sem börn, ungmenni, fagfólk og foreldrar voru kallaðir að borðinu til að móta nýja menntastefnu fyrir Seltjarnarnesbæ. Þessari vinnu hefur því miður ekki verið haldið áfram síðustu ár þrátt fyrir umfangsmiklar breytingar og áskoranir í starfi leik- og grunnskóla Seltjarnarness sem og á faglegu umhverfi frístundamála. Fulltrúar Samfylkingar og óháðra hafa kallað eftir því að vinna við menntastefnu verði kláruð undir þeim formerkjum að búa til betri bæ fyrir börn. Einnig höfum við kallað eftir því að farið verði í að móta heildstæða stefnu um málaflokk aldraðra og að skipuleggja betri og lifandi miðbæ. Miðbær Seltjarnarness er óskipulagt svæði sem nær yfir stórar lóðir við Austurströnd og Eiðistorg þar sem gríðarleg tækifæri eru fyrir sveitarfélagið að skapa verðmæti til að fjármagna framkvæmdir á sama tíma og mannlífið á Nesinu verður skemmtilegra. Þetta hafa Sjálfstæðismenn í bæjarstjórn því miður ekki litið á sem forgangsverkefni sem hægt sé að nýta bæjarfulltrúa og nefndarfólk markvisst í. Framkvæmdastopp Stóra loforð Sjálfstæðismanna fyrir síðustu tvær kosningar var að byggja nýjan leikskóla sem átti að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla með góðu vinnuumhverfi fyrir börn og starfsfólk. Nú hefur meirihlutinn gefið það út að bærinn geti ekki fjármagnað framkvæmdina þrátt fyrir að hafa selt hjúkrunarheimilið Seltjörn fyrir tæplega tvo milljarða á kjörtímabilinu sem átti að nýtast til að fjármagna leikskólann. Aðrar framkvæmdir sem hafa setið á hakanum á þessu kjörtímabili eru endurbætur á íþróttamannvirkjum, skólalóðum, lögnum, götum, leiksvæðum og félagsheimili Seltjarnarness. Snúum vörn í sókn Þrátt fyrir að fyrri hluti kjörtímabilsins hafi verið illa nýttur þá er vel hægt að snúa blaðinu við og nýta betur þann mannauð sem býr í kjörnum fulltrúum og starfsfólki bæjarins. Fyrsta skrefið sem bæjarstjórn þarf að stíga er að hækka útsvarið á meðan jafnvægi næst í rekstri sveitarfélagsins. Samhliða útsvarshækkun þurfa bæjarfulltrúar og fagnefndir í samstarfi við starfsfólk að skoða útgjaldahliðina og finna tækifæri til hagræðingar í stjórnkerfi bæjarins. Ljúka þarf við stefnumótun í stærstu málaflokkum sveitarfélagsins með það að markmiði að veita framúrskarandi þjónustu með sem hagkvæmasta hætti. Ráðast þarf markvisst í skipulagningu miðbæjarsvæðisins til að mynda byggingarétt sem bærinn getur selt og einnig fjölgað íbúum og fyrirtækjum sem styrkja tekjur bæjarins. Með þessum markvissu skrefum náum við jafnvægi á rekstur sveitarfélagsins, eflum þjónustu við íbúa og getum byrjað að sinna viðhaldi á fasteignum samhliða því að byggja upp nauðsynlega innviði. Þetta eru þau hlutverk sem kjörnir fulltrúar fá greitt fyrir að sinna og það er kominn tími til að við tökum hlutverki okkar alvarlega. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingar og óháðra á Seltjarnarnesi
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun