„Ég vil fá þessa íslensku geðveiki sem landsliðin okkar nota“ Andri Már Eggertsson skrifar 10. október 2024 21:55 Benedikt Guðmundsson, þjálfari Tindastóls, á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Anton Brink Tindastóll vann ellefu stiga útisigur gegn ÍR 82-93 í 2. umferð Bónus deildar karla. Benedikt Guðmundsson, þjálfari Tindastóls, var þó ósáttur með spilamennsku liðsins. „Þetta hefur verið pirrandi hvernig við spilum fyrri hálfleik í fyrstu tveimur umferðunum. Við rífum okkur alltaf í gang í hálfleik og ætlum að ýta á einhvern takka en þetta var vondur fyrri hálfleikur,“ sagði Benedikt Guðmundsson og hélt áfram að tala um lélegan fyrri hálfleik Tindastóls. „Ég var ofboðslega ósáttur með fyrri hálfleikinn. Þetta var virkilega lélegt og við áttum tvo, þrjá gíra inni. Það gengur ekki að við séum að mæta svona mjúkir inn í leikinn. Við verðum að vera grjótharðir í 40 mínútur og þegar við rifum okkur í gang í seinni hálfleik vorum við að loka á sendingar og skot og það er það sem ég er að óska eftir í 40 mínútur.“ Tindastóll gekk frá ÍR í fjórða leikhluta þar sem heimamenn gerðu aðeins eitt stig á átta mínútum á meðan Tindastóll gerði 19 stig. „Ég vil fá þessa íslensku geðveiki sem landsliðin okkar nota og það hefur verið einkenni Tindastóls að vera grjótharðir og pínu villtir í gegnum tíðina. Ég er bara að reyna finna þetta einkenni og vonandi finnum við það fljótlega og verðum með í vetur.“ Eftir tvær umferðir hefur Tindastóll unnið einn leik og tapað einum leik gegn KR og ÍR sem komu úr næst efstu deild. Að mati Benedikts vantar margt upp á frammistöðu liðsins eftir tvær umferðir. „Við höfum átt hræðilega kafla þar sem við litum út eins og við höfum aldrei hist áður og svo höfum við átt frábæra kafla. Við erum að æfa hluti alla daga vikunnar og þó menni klikki á þessu í byrjun október er bara partur af þessu. Við erum að reyna bæta þetta og láta þetta vera gott eftir því sem líður á tímabilið. „Ég vil þó sjá þennan anda og sjá að menn hafi gaman af þessu og séu tilbúnir að gefa allt í þetta og taka við höggum og gefa högg. Það er það sem vantar ennþá en við höfum séð smá af því en það þarf að vera miklu meira,“ sagði Benedikt Guðmundsson að lokum. Tindastóll Bónus-deild karla Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Fleiri fréttir „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sjá meira
„Þetta hefur verið pirrandi hvernig við spilum fyrri hálfleik í fyrstu tveimur umferðunum. Við rífum okkur alltaf í gang í hálfleik og ætlum að ýta á einhvern takka en þetta var vondur fyrri hálfleikur,“ sagði Benedikt Guðmundsson og hélt áfram að tala um lélegan fyrri hálfleik Tindastóls. „Ég var ofboðslega ósáttur með fyrri hálfleikinn. Þetta var virkilega lélegt og við áttum tvo, þrjá gíra inni. Það gengur ekki að við séum að mæta svona mjúkir inn í leikinn. Við verðum að vera grjótharðir í 40 mínútur og þegar við rifum okkur í gang í seinni hálfleik vorum við að loka á sendingar og skot og það er það sem ég er að óska eftir í 40 mínútur.“ Tindastóll gekk frá ÍR í fjórða leikhluta þar sem heimamenn gerðu aðeins eitt stig á átta mínútum á meðan Tindastóll gerði 19 stig. „Ég vil fá þessa íslensku geðveiki sem landsliðin okkar nota og það hefur verið einkenni Tindastóls að vera grjótharðir og pínu villtir í gegnum tíðina. Ég er bara að reyna finna þetta einkenni og vonandi finnum við það fljótlega og verðum með í vetur.“ Eftir tvær umferðir hefur Tindastóll unnið einn leik og tapað einum leik gegn KR og ÍR sem komu úr næst efstu deild. Að mati Benedikts vantar margt upp á frammistöðu liðsins eftir tvær umferðir. „Við höfum átt hræðilega kafla þar sem við litum út eins og við höfum aldrei hist áður og svo höfum við átt frábæra kafla. Við erum að æfa hluti alla daga vikunnar og þó menni klikki á þessu í byrjun október er bara partur af þessu. Við erum að reyna bæta þetta og láta þetta vera gott eftir því sem líður á tímabilið. „Ég vil þó sjá þennan anda og sjá að menn hafi gaman af þessu og séu tilbúnir að gefa allt í þetta og taka við höggum og gefa högg. Það er það sem vantar ennþá en við höfum séð smá af því en það þarf að vera miklu meira,“ sagði Benedikt Guðmundsson að lokum.
Tindastóll Bónus-deild karla Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Fleiri fréttir „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sjá meira