„Við þolum ekki þetta ástand mikið lengur“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 10. október 2024 19:31 Ólafur Guðbjörn Skúlason framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum segir að starfsemi spítalans sé komin að algjörum þolmörkum. Fjöldi sjúklinga liggi framm á göngum, aðgerðum hafi verið frestað og álag starfsfólks sé óhóflegt. Vísir/Bjarni Landspítalinn hefur aldrei staðið frammi fyrir öðrum eins innlagnarvanda en spítalinn hefur verið vikum saman á hæsta viðbragðsstigi. Framkvæmdastjóri hjúkrunar segir starfsemina komna að algjörum þolmörkum. Innviðir heilbrigðiskerfisins hafi ekki vaxið í takt við samfélagsþróun. Síðustu ár hefur reglulega verið greint frá óhóflegu álagi á Landspítalanum í fjölmiðlum. Síðustu mánuði hefur álagið hins vegar sjaldan eða aldrei verið jafn óhóflegt. Spítalinn hefur aldrei verið eins lengi á hæsta viðbragðsstigi og nú og ekki er útlit er fyrir að það skáni í bráð. Átti að vera undantekning Aðgerðum hefur verið frestað, fólk hleypur hraðar og og næstum hundrað sjúklingar liggja fram á gangi að sögn Ólafs Guðbjörns Skúlasonar framkvæmdastjóra hjúkrunar. „Við ákváðum að greina stöðu innlagna í þrjú stig árið 2023 þar sem efsta stigið er ofurálag og viðbragðsstig. Við erum nú búin að vera á því stigi í næstum þrjár vikur en upphaflega gerðum við ráð fyrir að slíkt gerðist aðeins í algjörum undantekningartilfellum. Ágústmánuður var næstum því eins slæmur en þá vorum við meira en helming tímans á þriðja stigi,“ segir Ólafur. Landspítalinn tekur saman innlagnastig en eins og sést hér hefur spítalinn verið á rauðu samfellt í 21 dag.Vísir Gætu þurft að fresta aðkallandi aðgerðum Hann segir þetta hafa víðtæk áhrif á alla starfsemi spítalans. „Síðustu tvo daga höfum við til dæmis þurft að fresta átta aðgerðum. Ef fram fer sem horfir þurfum við líka að fresta stórum sérhæfðum aðgerðum sem Landspítalinn getur aðeins sinnt eins og heila- eða krabbameinsaðgerðum og það viljum við alls ekki gera,“ segir hann. Ástandið reyni gríðarlega á starfsfólk og sjúklinga. „Við getum sagt að hér sinni fólk flóknustu verkefnunum í íslenskri heilbrigðisþjónustu, með afar fáar hendur og á lægstu launum. Þetta gerir það líka að verkum að við þurfum að setja sjúklinga í rými sem eru ekki ætluð þeim eins og á ganga og í önnur skúmaskot en nú eru 94 sjúklingar í þeirri stöðu,“ segir hann. Aðspurður um hvort hann sjái fram á að ástandið skáni á næstunni svara hann því neitandi. Hins vegar sé það afar aðkallandi. „Við þolum þetta ástand ekki mikið lengur,“ segir hann. Hópur fólks fastur á spítalanum Þá séu alltof margir sem sjúklingar sem liggja á spítalanum og bíði þar eftir öðrum úrræðum. Við erum núna með 87 einstaklinga sem ættu að vera á öðru þjónustustigi. Bara ef það yrði lagað þá hefði það mikið að segja. Þetta eru aðstæður sem við stjórnum ekki og virðast vera samfélaginu ofviða. Ólafur sendir stjórnvöldum tóninn. „Orsökin fyrir þessu er að innviðir heilbrigðiskerfisins hafa ekki vaxið í samræmi við fjölgun, öldrun, ferðamenn og innflytjendur. Stjórnvöld verða að gera gangskör í því að skala kerfið upp í takt við þessa nýju þörf,“ segir hann að lokum. Landspítalinn Heilbrigðismál Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Eldri borgarar Tengdar fréttir Sjúklingum Landspítala fjölgaði um 4.500 milli ára Landspítali tók á móti 4.500 fleiri sjúklingum á árinu 2023 en árið á undan. Það jafngildi því að spítalinn sinni tólf fleiri einstaklingum á degi hverjum en árið áður. 17. maí 2024 14:01 Fjölgun atvika gæti verið jákvætt merki Forstjóri lækninga á Landspítalanum segir að sífellt fleiri ábendingar berist um að eitthvað hafi hugsanlega farið úrskeiðis í starfseminni. Þjónustan sé þó ekki að versna heldur öryggismenning að aukast. Ákveðið hefur verið að ráða talsmann sjúklinga á spítalann. 9. apríl 2024 20:00 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Sjá meira
Síðustu ár hefur reglulega verið greint frá óhóflegu álagi á Landspítalanum í fjölmiðlum. Síðustu mánuði hefur álagið hins vegar sjaldan eða aldrei verið jafn óhóflegt. Spítalinn hefur aldrei verið eins lengi á hæsta viðbragðsstigi og nú og ekki er útlit er fyrir að það skáni í bráð. Átti að vera undantekning Aðgerðum hefur verið frestað, fólk hleypur hraðar og og næstum hundrað sjúklingar liggja fram á gangi að sögn Ólafs Guðbjörns Skúlasonar framkvæmdastjóra hjúkrunar. „Við ákváðum að greina stöðu innlagna í þrjú stig árið 2023 þar sem efsta stigið er ofurálag og viðbragðsstig. Við erum nú búin að vera á því stigi í næstum þrjár vikur en upphaflega gerðum við ráð fyrir að slíkt gerðist aðeins í algjörum undantekningartilfellum. Ágústmánuður var næstum því eins slæmur en þá vorum við meira en helming tímans á þriðja stigi,“ segir Ólafur. Landspítalinn tekur saman innlagnastig en eins og sést hér hefur spítalinn verið á rauðu samfellt í 21 dag.Vísir Gætu þurft að fresta aðkallandi aðgerðum Hann segir þetta hafa víðtæk áhrif á alla starfsemi spítalans. „Síðustu tvo daga höfum við til dæmis þurft að fresta átta aðgerðum. Ef fram fer sem horfir þurfum við líka að fresta stórum sérhæfðum aðgerðum sem Landspítalinn getur aðeins sinnt eins og heila- eða krabbameinsaðgerðum og það viljum við alls ekki gera,“ segir hann. Ástandið reyni gríðarlega á starfsfólk og sjúklinga. „Við getum sagt að hér sinni fólk flóknustu verkefnunum í íslenskri heilbrigðisþjónustu, með afar fáar hendur og á lægstu launum. Þetta gerir það líka að verkum að við þurfum að setja sjúklinga í rými sem eru ekki ætluð þeim eins og á ganga og í önnur skúmaskot en nú eru 94 sjúklingar í þeirri stöðu,“ segir hann. Aðspurður um hvort hann sjái fram á að ástandið skáni á næstunni svara hann því neitandi. Hins vegar sé það afar aðkallandi. „Við þolum þetta ástand ekki mikið lengur,“ segir hann. Hópur fólks fastur á spítalanum Þá séu alltof margir sem sjúklingar sem liggja á spítalanum og bíði þar eftir öðrum úrræðum. Við erum núna með 87 einstaklinga sem ættu að vera á öðru þjónustustigi. Bara ef það yrði lagað þá hefði það mikið að segja. Þetta eru aðstæður sem við stjórnum ekki og virðast vera samfélaginu ofviða. Ólafur sendir stjórnvöldum tóninn. „Orsökin fyrir þessu er að innviðir heilbrigðiskerfisins hafa ekki vaxið í samræmi við fjölgun, öldrun, ferðamenn og innflytjendur. Stjórnvöld verða að gera gangskör í því að skala kerfið upp í takt við þessa nýju þörf,“ segir hann að lokum.
Landspítalinn Heilbrigðismál Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Eldri borgarar Tengdar fréttir Sjúklingum Landspítala fjölgaði um 4.500 milli ára Landspítali tók á móti 4.500 fleiri sjúklingum á árinu 2023 en árið á undan. Það jafngildi því að spítalinn sinni tólf fleiri einstaklingum á degi hverjum en árið áður. 17. maí 2024 14:01 Fjölgun atvika gæti verið jákvætt merki Forstjóri lækninga á Landspítalanum segir að sífellt fleiri ábendingar berist um að eitthvað hafi hugsanlega farið úrskeiðis í starfseminni. Þjónustan sé þó ekki að versna heldur öryggismenning að aukast. Ákveðið hefur verið að ráða talsmann sjúklinga á spítalann. 9. apríl 2024 20:00 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Sjá meira
Sjúklingum Landspítala fjölgaði um 4.500 milli ára Landspítali tók á móti 4.500 fleiri sjúklingum á árinu 2023 en árið á undan. Það jafngildi því að spítalinn sinni tólf fleiri einstaklingum á degi hverjum en árið áður. 17. maí 2024 14:01
Fjölgun atvika gæti verið jákvætt merki Forstjóri lækninga á Landspítalanum segir að sífellt fleiri ábendingar berist um að eitthvað hafi hugsanlega farið úrskeiðis í starfseminni. Þjónustan sé þó ekki að versna heldur öryggismenning að aukast. Ákveðið hefur verið að ráða talsmann sjúklinga á spítalann. 9. apríl 2024 20:00