Stofnun Félags Hafnarverkamanna: Ástæður og áhrif Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar 10. október 2024 16:01 Sumarið 2022 hófst undirbúningsvinna við stofnun Félags Hafnarverkamanna. Nokkrir vinnufélagar höfðu rætt þessi mál og reynt hafði verið að stofna deild hafnarverkamanna innan Eflingar, sem var stéttarfélag þeirra á þeim tíma, en það hafði ekki borið árangur. Hugmyndir um stofnun sérstaks félags eða deildar höfðu verið í umræðunni meðal hafnarverkamanna frá því að Dagsbrún sameinaðist öðrum stéttarfélögum í Eflingu árið 1998. Þessi sameining hafði leitt til þess að hafnarverkamenn fundu fyrir þörf á sérstakri hagsmunagæslu sem myndi einblína á þeirra sérstöku aðstæður og starfsskilyrði. Þegar farið var af stað, voru strax settar í gang viðræður við Sjómannafélag Íslands um að verða deild innan þeirra vébanda. Þær viðræður gengu afar vel, enda er Sjómannafélagið með fraktmenn skipafélaganna. Einnig sóttust stofnendur félagsins eftir tengingu við ITF, eða International Transport Workers' Federation, sem eru alþjóðleg samtök sem sameina verkalýðsfélög starfsmanna í flutningageiranum, þar á meðal hafnarverkamenn, sjómenn, flugfélagastarfsmenn, járnbrautarstarfsmenn og fleiri. ITF vinnur að því að bæta réttindi og starfsskilyrði flutningaverkamanna um allan heim með því að stuðla að alþjóðlegri samstöðu og hagsmunagæslu. Þrátt fyrir að félagið hafi orðið að deild innan Sjómannafélagsins í desember 2022, var baráttunni ekki lokið. Það þurfti að fara þrisvar sinnum fyrir félagsdóm. Hafnarverkamenn hafa lengi verið mikilvægur hluti af íslensku atvinnulífi, en starfsskilyrði þeirra hafa oft verið erfið og óstöðug. Á undanförnum árum hafa þeir staðið frammi fyrir auknum áskorunum, þar á meðal breytingum í skipulagi hafna, tækniframförum og aukinni samkeppni. Þessar breytingar hafa leitt til þess að hafnarverkamenn hafa þurft að berjast fyrir réttindum sínum og betri starfsskilyrðum. Félag Hafnarverkamanna setti sér skýr markmið og hlutverk við stofnunina:Bæta Starfsskilyrði: Félagið vinnur að því að bæta starfsskilyrði hafnarverkamanna, þar á meðal launakjör, vinnuumhverfi og öryggi.Fræðsla og Þjálfun: Félagið leggur áherslu á fræðslu og þjálfun hafnarverkamanna til að tryggja að þeir séu vel undirbúnir fyrir breytingar í starfsemi hafna.Hagsmunagæsla: Félagið stendur vörð um réttindi hafnarverkamanna og tryggir að þeir fái sanngjörn kjör og meðferð. Stofnun Félags Hafnarverkamanna var sett upp sem sameining hafnarverkamanna um allt land, ekki bara í Reykjavík. Verkefni næstu ára er að kynna félagið og baráttuna fyrir öðrum starfsmönnum hafna um allt land. Félagið hefur fengið hvatningu frá hafnarverkamönnum um allt land og er mikill áhugi á að taka þátt í baráttunni. Launamál, aðstaða og öryggi hafa verið aðal málin hjá hafnarverkamönnum um allt land, enda er þetta hættuleg vinna sem felur í sér stór tæki sem flytja þunga gáma og hættulegan varning eins og sprengiefni og ætandi sýrur. Slys á svæðunum skipafélagana eru sem betur fer ekki mörg, en því miður hafa orðið alvarleg slys undanfarin tvö ár, sem ég mun ræða í næstu skoðanagrein. Stofnun Félags Hafnarverkamanna árið 2022 mun marka tímamót í baráttunni fyrir betri starfsskilyrðum og réttindum hafnarverkamanna á Íslandi. Með skýrum markmiðum og sterkri hagsmunagæslu mun félagið hafa veruleg áhrif á starfsskilyrði og framtíð hafnarverkamanna. Næstu skref fyrir félagið felast í því að halda áfram að vinna að betri starfsskilyrðum og tryggja að hafnarverkamenn fái sanngjörn kjör og meðferð. SAMAN ERUM VIÐ STERK OG SAMSTAÐA SKILAR ÁRANGRI Höfundur er varaformaður Félags hafnarverkamanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarmál Stéttarfélög Vinnumarkaður Sverrir Fannberg Júlíusson Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Sumarið 2022 hófst undirbúningsvinna við stofnun Félags Hafnarverkamanna. Nokkrir vinnufélagar höfðu rætt þessi mál og reynt hafði verið að stofna deild hafnarverkamanna innan Eflingar, sem var stéttarfélag þeirra á þeim tíma, en það hafði ekki borið árangur. Hugmyndir um stofnun sérstaks félags eða deildar höfðu verið í umræðunni meðal hafnarverkamanna frá því að Dagsbrún sameinaðist öðrum stéttarfélögum í Eflingu árið 1998. Þessi sameining hafði leitt til þess að hafnarverkamenn fundu fyrir þörf á sérstakri hagsmunagæslu sem myndi einblína á þeirra sérstöku aðstæður og starfsskilyrði. Þegar farið var af stað, voru strax settar í gang viðræður við Sjómannafélag Íslands um að verða deild innan þeirra vébanda. Þær viðræður gengu afar vel, enda er Sjómannafélagið með fraktmenn skipafélaganna. Einnig sóttust stofnendur félagsins eftir tengingu við ITF, eða International Transport Workers' Federation, sem eru alþjóðleg samtök sem sameina verkalýðsfélög starfsmanna í flutningageiranum, þar á meðal hafnarverkamenn, sjómenn, flugfélagastarfsmenn, járnbrautarstarfsmenn og fleiri. ITF vinnur að því að bæta réttindi og starfsskilyrði flutningaverkamanna um allan heim með því að stuðla að alþjóðlegri samstöðu og hagsmunagæslu. Þrátt fyrir að félagið hafi orðið að deild innan Sjómannafélagsins í desember 2022, var baráttunni ekki lokið. Það þurfti að fara þrisvar sinnum fyrir félagsdóm. Hafnarverkamenn hafa lengi verið mikilvægur hluti af íslensku atvinnulífi, en starfsskilyrði þeirra hafa oft verið erfið og óstöðug. Á undanförnum árum hafa þeir staðið frammi fyrir auknum áskorunum, þar á meðal breytingum í skipulagi hafna, tækniframförum og aukinni samkeppni. Þessar breytingar hafa leitt til þess að hafnarverkamenn hafa þurft að berjast fyrir réttindum sínum og betri starfsskilyrðum. Félag Hafnarverkamanna setti sér skýr markmið og hlutverk við stofnunina:Bæta Starfsskilyrði: Félagið vinnur að því að bæta starfsskilyrði hafnarverkamanna, þar á meðal launakjör, vinnuumhverfi og öryggi.Fræðsla og Þjálfun: Félagið leggur áherslu á fræðslu og þjálfun hafnarverkamanna til að tryggja að þeir séu vel undirbúnir fyrir breytingar í starfsemi hafna.Hagsmunagæsla: Félagið stendur vörð um réttindi hafnarverkamanna og tryggir að þeir fái sanngjörn kjör og meðferð. Stofnun Félags Hafnarverkamanna var sett upp sem sameining hafnarverkamanna um allt land, ekki bara í Reykjavík. Verkefni næstu ára er að kynna félagið og baráttuna fyrir öðrum starfsmönnum hafna um allt land. Félagið hefur fengið hvatningu frá hafnarverkamönnum um allt land og er mikill áhugi á að taka þátt í baráttunni. Launamál, aðstaða og öryggi hafa verið aðal málin hjá hafnarverkamönnum um allt land, enda er þetta hættuleg vinna sem felur í sér stór tæki sem flytja þunga gáma og hættulegan varning eins og sprengiefni og ætandi sýrur. Slys á svæðunum skipafélagana eru sem betur fer ekki mörg, en því miður hafa orðið alvarleg slys undanfarin tvö ár, sem ég mun ræða í næstu skoðanagrein. Stofnun Félags Hafnarverkamanna árið 2022 mun marka tímamót í baráttunni fyrir betri starfsskilyrðum og réttindum hafnarverkamanna á Íslandi. Með skýrum markmiðum og sterkri hagsmunagæslu mun félagið hafa veruleg áhrif á starfsskilyrði og framtíð hafnarverkamanna. Næstu skref fyrir félagið felast í því að halda áfram að vinna að betri starfsskilyrðum og tryggja að hafnarverkamenn fái sanngjörn kjör og meðferð. SAMAN ERUM VIÐ STERK OG SAMSTAÐA SKILAR ÁRANGRI Höfundur er varaformaður Félags hafnarverkamanna.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun