„Annað hvort væri ég ólétt eða að hætta“ Aron Guðmundsson skrifar 10. október 2024 12:33 Ásta Eir lauk ferli sínum með sjálfum Íslandsmeistaratitlinum Vísir/Einar Líkt og greint var frá í upphafi vikunnar hefur Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði nýkrýndra Íslandsmeistara Breiðabliks í fótbolta ákveðið að leggja skóna á hilluna. Ákvörðun Ástu á sér aðdraganda og átti hún hjartnæma stund með liðsfélögum sínum fyrir nokkrum vikum síðan er hún greindi þeim frá ákvörðun sinni. Ferill Ástu Eirar fékk fullkomin endalok um síðastliðna helgi er Breiðablik tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta í kjölfar hreins úrslitaleiks við Val um titilinn í úrslitakeppni efri hluta Bestu deildarinnar. Degi eftir að titillinn var í höfn birtist myndskeið á samfélagsmiðlum Breiðbliks þar sem Ásta Eir greindi frá þeirri ákvörðun sinni að láta gott heita af knattspyrnuiðkun. Þremur Íslandsmeistaratitlum, þremur bikarmeistaratitlum og mörgum góðum minningum ríkari. Ásta fór að leiða hugann að endalokum ferilsins fyrir nýafstaðið tímabil og eftir því sem leið á það tímabil var það skýrara í hennar huga að nú væri rétti tímapunkturinn til þess að leggja skóna á hilluna. Hún hafði látið fjölskyldu sína vita af þessum vangaveltum og fyrir nokkrum vikum síðan bað hún um fund með þjálfarateymi Breiðbliks og þar leysti hún frá skjóðunni. „Ég sagði þjálfarateyminu frá þessu fyrst fyrir ekki svo löngu síðan. Nokkrum vikum. Sem var dálítið skemmtilegt þegar að ég hugsa til baka. Ég hef verið þannig leikmaður að ég er ekki oft að biðja um fund með þjálfarateyminu. Og það var alveg greinilegt á þeim að þeirra hugsun var að annað hvort væri ég ólétt eða að fara hætta. Þau lásu mig greinilega vel.“ Svo kom að því að segja liðsfélögunum frá þessu. „Svo ákvað ég að segja stelpunum þetta fyrir kannski tveimur til þremur vikum síðan. Það var eiginlega erfiðasti parturinn. Ég var búin að hugsa einhverja ræðu í hausnum á mér og æfa hana svona hundrað sinnum í bílnum á leiðinni á æfingar. Vildi reyna að passa mig að halda andliti en svo féllu tár. Þær grétu með mér og þetta var ótrúlega góð stund að eiga fyrir okkur allar. Þær sýndu mér mjög mikinn stuðning og ég gæti ekki hafa beðið um betri liðsfélaga til að klára þennan feril með. Ég er þeim ótrúlega þakklát.“ Viðtalið við Ástu Eir í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Enn neðar má svo finna hlekk á viðtalið í hlaðvarpsformi. Besta deild kvenna Breiðablik Íslenski boltinn Kópavogur Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Handbolti Fleiri fréttir „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Sjá meira
Ferill Ástu Eirar fékk fullkomin endalok um síðastliðna helgi er Breiðablik tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta í kjölfar hreins úrslitaleiks við Val um titilinn í úrslitakeppni efri hluta Bestu deildarinnar. Degi eftir að titillinn var í höfn birtist myndskeið á samfélagsmiðlum Breiðbliks þar sem Ásta Eir greindi frá þeirri ákvörðun sinni að láta gott heita af knattspyrnuiðkun. Þremur Íslandsmeistaratitlum, þremur bikarmeistaratitlum og mörgum góðum minningum ríkari. Ásta fór að leiða hugann að endalokum ferilsins fyrir nýafstaðið tímabil og eftir því sem leið á það tímabil var það skýrara í hennar huga að nú væri rétti tímapunkturinn til þess að leggja skóna á hilluna. Hún hafði látið fjölskyldu sína vita af þessum vangaveltum og fyrir nokkrum vikum síðan bað hún um fund með þjálfarateymi Breiðbliks og þar leysti hún frá skjóðunni. „Ég sagði þjálfarateyminu frá þessu fyrst fyrir ekki svo löngu síðan. Nokkrum vikum. Sem var dálítið skemmtilegt þegar að ég hugsa til baka. Ég hef verið þannig leikmaður að ég er ekki oft að biðja um fund með þjálfarateyminu. Og það var alveg greinilegt á þeim að þeirra hugsun var að annað hvort væri ég ólétt eða að fara hætta. Þau lásu mig greinilega vel.“ Svo kom að því að segja liðsfélögunum frá þessu. „Svo ákvað ég að segja stelpunum þetta fyrir kannski tveimur til þremur vikum síðan. Það var eiginlega erfiðasti parturinn. Ég var búin að hugsa einhverja ræðu í hausnum á mér og æfa hana svona hundrað sinnum í bílnum á leiðinni á æfingar. Vildi reyna að passa mig að halda andliti en svo féllu tár. Þær grétu með mér og þetta var ótrúlega góð stund að eiga fyrir okkur allar. Þær sýndu mér mjög mikinn stuðning og ég gæti ekki hafa beðið um betri liðsfélaga til að klára þennan feril með. Ég er þeim ótrúlega þakklát.“ Viðtalið við Ástu Eir í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Enn neðar má svo finna hlekk á viðtalið í hlaðvarpsformi.
Besta deild kvenna Breiðablik Íslenski boltinn Kópavogur Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Handbolti Fleiri fréttir „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Sjá meira