Gaz-leikur Pavels: „Það eru margir hákarlar að synda í kringum Val“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. október 2024 08:01 Gömlu liðsfélagarnir Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon að gaza. stöð 2 sport Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon völdu Val gegn Þór Þ. sem Gaz-leik 2. umferðar Bónus deildar karla. Þeir hituðu á sinn einstaka hátt upp fyrir þennan áhugaverða leik á Hlíðarenda. Í vetur ætlar Pavel, ásamt félögum sínum, að taka einn leik fyrir í hverri umferð Bónus deildar karla, hita veglega upp fyrir hann og lýsa honum svo á Stöð 2 BD í kvöld. Þór vann Njarðvík í 1. umferð Bónus deildarinnar á meðan Valur tapaði fyrir Stjörnunni. Íslandsmeistararnir töpuðu einnig fyrir Keflavík í Meistarakeppni KKÍ og geta því tapað sínum þriðja leik í röð í kvöld. „Nafnið sem ég fann á þennan leik er: Hvað nú leikurinn? Þórsararnir byrja öll tímabil sem miðjulið, einhvern veginn. Þeir fá aldrei að vera með í þessu efsta mengi með þeim sem eru taldir líklegastir til að vinna titilinn. Þeir eru alltaf í þessum miðjuhóp og einu skrefi frá því að komast upp,“ sagði Pavel í upphitunarþættinum. „Þeir unnu frábæran sigur á Njarðvík í 1. umferð, eru að fara á útivöll til Íslandsmeistaranna og hvað nú? Sigur gæti sent mjög stór skilaboð á deildina.“ Klippa: Gaz-leikur Pavels: Valur - Þór Þ. Pavel fór svo yfir það sem er í húfi fyrir Íslandsmeistara Vals. „Valsarar eru búnir að tapa einhverjum leikjum og hafa í sannleika sagt ekki litið neitt frábærlega út. Íslandsmeistarar með fullt af væntingum á herðum sínum og hvað nú? Sigur í þessum leik gæti róað hlutina ansi vel niður fyrir þá,“ sagði Pavel. „Það eru margir hákarlar að synda í kringum þá, sem eru tilbúnir að taka við af þeim, og það er mikilvægt fyrir þá núna að bægja þeim frá; segja þeim að láta okkur í friði. Við segjum það bara til að selja þennan leik. Það er mikið undir fyrir bæði lið.“ Upphitunarþáttinn má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Bein útsending frá GAZ-leik Pavels hefst á Stöð 2 BD klukkan 19:05 í kvöld. Hægt verður að horfa á alla leiki umferðarinnar á Sportrásum Stöðvar 2 og Skiptiborðið verður á sínum stað á Stöð 2 Sport klukkan 19:10. Bónus-deild karla Valur Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Gaz-leikur Pavels: Stanslaust djamm gegn bingókvöldi Pavel Ermolinskij ætlar ásamt félögum sínum að taka einn leik fyrir í hverri umferð Bónus-deildar karla í körfubolta í vetur. Þeir Helgi Már Magnússon hituðu með hressilegum hætti upp fyrir leik Álftaness og Keflavíkur. Pavel mun svo lýsa honum með Jóni Arnóri Stefánssyni á Stöð 2 BD í kvöld. 3. október 2024 08:31 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fleiri fréttir Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Sjá meira
Í vetur ætlar Pavel, ásamt félögum sínum, að taka einn leik fyrir í hverri umferð Bónus deildar karla, hita veglega upp fyrir hann og lýsa honum svo á Stöð 2 BD í kvöld. Þór vann Njarðvík í 1. umferð Bónus deildarinnar á meðan Valur tapaði fyrir Stjörnunni. Íslandsmeistararnir töpuðu einnig fyrir Keflavík í Meistarakeppni KKÍ og geta því tapað sínum þriðja leik í röð í kvöld. „Nafnið sem ég fann á þennan leik er: Hvað nú leikurinn? Þórsararnir byrja öll tímabil sem miðjulið, einhvern veginn. Þeir fá aldrei að vera með í þessu efsta mengi með þeim sem eru taldir líklegastir til að vinna titilinn. Þeir eru alltaf í þessum miðjuhóp og einu skrefi frá því að komast upp,“ sagði Pavel í upphitunarþættinum. „Þeir unnu frábæran sigur á Njarðvík í 1. umferð, eru að fara á útivöll til Íslandsmeistaranna og hvað nú? Sigur gæti sent mjög stór skilaboð á deildina.“ Klippa: Gaz-leikur Pavels: Valur - Þór Þ. Pavel fór svo yfir það sem er í húfi fyrir Íslandsmeistara Vals. „Valsarar eru búnir að tapa einhverjum leikjum og hafa í sannleika sagt ekki litið neitt frábærlega út. Íslandsmeistarar með fullt af væntingum á herðum sínum og hvað nú? Sigur í þessum leik gæti róað hlutina ansi vel niður fyrir þá,“ sagði Pavel. „Það eru margir hákarlar að synda í kringum þá, sem eru tilbúnir að taka við af þeim, og það er mikilvægt fyrir þá núna að bægja þeim frá; segja þeim að láta okkur í friði. Við segjum það bara til að selja þennan leik. Það er mikið undir fyrir bæði lið.“ Upphitunarþáttinn má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Bein útsending frá GAZ-leik Pavels hefst á Stöð 2 BD klukkan 19:05 í kvöld. Hægt verður að horfa á alla leiki umferðarinnar á Sportrásum Stöðvar 2 og Skiptiborðið verður á sínum stað á Stöð 2 Sport klukkan 19:10.
Bónus-deild karla Valur Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Gaz-leikur Pavels: Stanslaust djamm gegn bingókvöldi Pavel Ermolinskij ætlar ásamt félögum sínum að taka einn leik fyrir í hverri umferð Bónus-deildar karla í körfubolta í vetur. Þeir Helgi Már Magnússon hituðu með hressilegum hætti upp fyrir leik Álftaness og Keflavíkur. Pavel mun svo lýsa honum með Jóni Arnóri Stefánssyni á Stöð 2 BD í kvöld. 3. október 2024 08:31 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fleiri fréttir Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Sjá meira
Gaz-leikur Pavels: Stanslaust djamm gegn bingókvöldi Pavel Ermolinskij ætlar ásamt félögum sínum að taka einn leik fyrir í hverri umferð Bónus-deildar karla í körfubolta í vetur. Þeir Helgi Már Magnússon hituðu með hressilegum hætti upp fyrir leik Álftaness og Keflavíkur. Pavel mun svo lýsa honum með Jóni Arnóri Stefánssyni á Stöð 2 BD í kvöld. 3. október 2024 08:31