Bannað að kveðja og fjarlægður af öryggisgæslu Valur Páll Eiríksson skrifar 9. október 2024 17:47 Öryggisverðir fjarlægðu Saleh af æfingasvæði Jets. Perry Knotts/Getty Images Robert Saleh var í gær vísað úr starfi yfirþjálfara hjá NFL-liðinu New York Jets. Brottvísunin þykir umdeild vestanhafs og ekki síður hvernig að henni var staðið. Jets hefur ekki gengið vel í upphafi leiktíðar og liðið tapaði fyrir Minnesota Vikings í leik helgarinnar sem fram fór í Lundúnum. Þar var liðið ekki sannfærandi, sér í lagi sóknarlega, en sóknarleikurinn hefur verið helsta vandamál liðsins undanfarin misseri. Stórstjarnan Aaron Rodgers kom til liðsins á síðustu leiktíð en meiddist strax í fyrsta leik og var frá út leiktíðina. Hann er kominn aftur á fullt en hefur ekki gengið vel, frekar en öðrum sóknarmönnum Jets. Borið hefur á ósætti milli hans og Saleh síðustu vikur og hafa bandarískir miðlar gert að því buxurnar að Rodgers hafi haft mikið um brottreksturinn að segja. Saleh er sagður hafa lækkað sóknarþjálfara sinn, Nathaniel Hackett, í tign í gærmorgun, skömmu áður en hann var sjálfur boðaður á fund og sagt upp störfum. Rodgers og Hackett eiga gott samband og er leikstjórnandinn sagður hafa brugðist ókvæða við þeim tíðindum. Saleh með líbanska fánann á erminni í leik helgarinnar.Bob Kupbens/Icon Sportswire via Getty Images Pólitísk uppsögn? Skömmu eftir það var Saleh sagt upp og Jeff Ulbrich ráðinn til bráðabirgða í hans stað. Það sem vakti athygli við brottreksturinn er að Saleh var meinað að kveðja leikmenn liðsins og gert að yfirgefa svæðið strax. Og það í fylgd öryggisvarða. Saleh var eini múslimski þjálfarinn í NFL-deildinni og á rætur að rekja til Líbanon sem hefur dregist inn að meiri þunga inn í átök Ísrael og Palestínu að undanförnu. Saleh bar fána Líbanon á erminni í leiknum við Vikings um helgina og er greint frá því í bandarískum miðlum að það hafi eitthvað með uppsögnina að gera einnig. Saleh hefur oft borið fánann en samhengið þykir vandasamara eftir aukna aðkomu Líbanon að deilunum við Ísrael og sprengjuárásir Hezbollah á Ísraelsríki. CAIR, réttindabaráttuhópur múslima vestanhafs, hefur krafið New York Jets svara í ljósi brottreksturs hans og að hann hafi verið fjarlægður af svæðinu með afli í ljósi líbanska fánans sem hann bar. NFL Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Handbolti „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Handbolti Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti Fleiri fréttir Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Tók kast eftir óvænt tap og spaðinn fékk að finna fyrir því Sviss - Ísland | Leikur sem verður að vinnast Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Dagskráin í dag: Toppslagur í Grindavík Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Barry bjargaði stigi fyrir Everton Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Berglind Björg ólétt Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Spánverjar unnu Frakka og greiddu leiðina fyrir Alfreð EM í dag: Snjóstormur í Malmö og samsæriskenningar úr austrinu Segir Þjóðverja betri án stórstjörnunnar „Fókusinn er upp á tíu hjá okkur“ Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Alfreð kemur á óvart fyrir kvöldið Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Sjá meira
Jets hefur ekki gengið vel í upphafi leiktíðar og liðið tapaði fyrir Minnesota Vikings í leik helgarinnar sem fram fór í Lundúnum. Þar var liðið ekki sannfærandi, sér í lagi sóknarlega, en sóknarleikurinn hefur verið helsta vandamál liðsins undanfarin misseri. Stórstjarnan Aaron Rodgers kom til liðsins á síðustu leiktíð en meiddist strax í fyrsta leik og var frá út leiktíðina. Hann er kominn aftur á fullt en hefur ekki gengið vel, frekar en öðrum sóknarmönnum Jets. Borið hefur á ósætti milli hans og Saleh síðustu vikur og hafa bandarískir miðlar gert að því buxurnar að Rodgers hafi haft mikið um brottreksturinn að segja. Saleh er sagður hafa lækkað sóknarþjálfara sinn, Nathaniel Hackett, í tign í gærmorgun, skömmu áður en hann var sjálfur boðaður á fund og sagt upp störfum. Rodgers og Hackett eiga gott samband og er leikstjórnandinn sagður hafa brugðist ókvæða við þeim tíðindum. Saleh með líbanska fánann á erminni í leik helgarinnar.Bob Kupbens/Icon Sportswire via Getty Images Pólitísk uppsögn? Skömmu eftir það var Saleh sagt upp og Jeff Ulbrich ráðinn til bráðabirgða í hans stað. Það sem vakti athygli við brottreksturinn er að Saleh var meinað að kveðja leikmenn liðsins og gert að yfirgefa svæðið strax. Og það í fylgd öryggisvarða. Saleh var eini múslimski þjálfarinn í NFL-deildinni og á rætur að rekja til Líbanon sem hefur dregist inn að meiri þunga inn í átök Ísrael og Palestínu að undanförnu. Saleh bar fána Líbanon á erminni í leiknum við Vikings um helgina og er greint frá því í bandarískum miðlum að það hafi eitthvað með uppsögnina að gera einnig. Saleh hefur oft borið fánann en samhengið þykir vandasamara eftir aukna aðkomu Líbanon að deilunum við Ísrael og sprengjuárásir Hezbollah á Ísraelsríki. CAIR, réttindabaráttuhópur múslima vestanhafs, hefur krafið New York Jets svara í ljósi brottreksturs hans og að hann hafi verið fjarlægður af svæðinu með afli í ljósi líbanska fánans sem hann bar.
NFL Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Handbolti „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Handbolti Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti Fleiri fréttir Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Tók kast eftir óvænt tap og spaðinn fékk að finna fyrir því Sviss - Ísland | Leikur sem verður að vinnast Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Dagskráin í dag: Toppslagur í Grindavík Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Barry bjargaði stigi fyrir Everton Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Berglind Björg ólétt Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Spánverjar unnu Frakka og greiddu leiðina fyrir Alfreð EM í dag: Snjóstormur í Malmö og samsæriskenningar úr austrinu Segir Þjóðverja betri án stórstjörnunnar „Fókusinn er upp á tíu hjá okkur“ Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Alfreð kemur á óvart fyrir kvöldið Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Sjá meira