Telja óstaðbundin störf of kostnaðarsöm Kjartan Kjartansson skrifar 9. október 2024 11:05 Ríkið vill fjölga óstaðbundnum störfum til þess að styrkja landsbyggðina. Þau gera fólki kleift að starfa fyrir ríkisstofnanir sem eru flestar á höfuðborgarsvæðinu en búa allt annars staðar, til dæmis á Kópaskeri. Vísir/Vilhelm Mannauðsstjórar ríkisstofnana telja mikinn kostnað helsta ókost óstaðbundinna starfa og að hann geti dregið úr hvata til þess að auglýsa slík störf. Óstaðbundin störf geti aukið framboð umsækjenda fyrir stofnanir. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu um reynsluna af óstaðbundnum störfum sem rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri vann með styrkjum úr Byggðarannsóknasjóði og byggðaáætlun. Hún byggist meðal annars á viðtölum við mannauðsstjóra ríkisstofnana með óstaðbundið starfsfólk og einstaklinga í óstaðbundnu starfi. Mannauðsstjórunum var tíðrætt um kostnaðinn við óstaðbundnu störfin sem felst meðal annars í leigu á skrifstofurýmum og ferðalögum starfsfólks til höfuðstöðva stofnana. Kostnaðurinn gæti dregið úr hvata til að auglýsa óstaðbundin störf jafnvel þótt slík störf hentuðu stofnunum vel. Einn mannauðsstjóranna sem var rætt við sagðist ekki ætla að ráða fleiri óstaðbundna starfsmenn nema aukinn fjárhagslegur stuðningur frá ríkinu fengist til þess. Innviðaráðherra samþykkti að styrkja óstaðbundin störf um allt að 150 milljónir króna af byggðaáætlun til þess að fjölga þeim í lok sumars. Mannauðsstjórar sögðu það geta verið jákvætt skref en einhverjir þeirra töldu einfaldara að auka fjármagn með óstaðbundnu starfsfólki frekar en að sækja þyrfti um styrki með þeim. Ánægð með reynsluna af störfunum Starfsfólkið sjálft sagðist heilt yfir farsælt í starfi, upplifa jákvætt viðhorf gagnvart óstaðbundnum störfum og að það hefði ekki áhyggjur af neikvæðum áhrifum á framtíðaratvinnumöguleika. Reynsla af óstaðbundnum störfum sýndi þvert á móti fram á sjálfstæði í starfi og öguð vinnubrögð. Einn helsti kostur óstaðbundnu starfanna að mati starfsfólksins sjálfs var að geta unnið starf sem væri ekki í boði á svæðinu sem það byggi á. Óstaðbundin störf fjölguðu ennfremur atvinnutækifærum fyrir háskólamenntað fólk á landsbyggðinni. Störfin gerðu fólki ekki aðeins kleift að skipta um starf án þess að flytja fjölskyldu sína á milli landshluta heldur einnig að flytja á nýjan stað og taka starfið með sér. Mannauðsstjórar nefndu það sem kost að þeir gætu valið hæfasta fólkið óháð búsetu. Einstaklingarnir sjálfir sögðu að þeir hefðu ekki sótt um starf hjá stofnun á höfuðborgarsvæðinu nema vegna þess að það var óstaðbundið. Þannig gætu óstaðbundin störf aukið framboð umsækjenda fyrir stofnanir. Vilja fjölga vinnuklösum til að rjúfa einangrun Fjarlægðin frá vinnufélögum var helsti gallinn sem óstaðbundnir starfsmenn nefndu og áhrif hennar á samskipti. Dæmi væru um að fólk hefði sagt upp óstaðbundnum störfum vegna samskiptavanda við yfirmenn og samstarfsfólk. Bæði mannauðsstjórar og óstaðbundnir starfsmenn lýstu sérstökum áhuga á að fjölga svonefndum vinnuklösum eða fjarvinnslurýmum í sem flestum bæjarfélögum til þess að sporn við félagslegri einangrun óstaðbundins starfsfólks. Það töldu þeir árangursríkara en að bjóða óstaðbundnum starfsmönnum skrifborð hjá stofnununum sem hefðu þegar aðsetur þar sem þeir byggju. Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinnumarkaður Byggðamál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu um reynsluna af óstaðbundnum störfum sem rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri vann með styrkjum úr Byggðarannsóknasjóði og byggðaáætlun. Hún byggist meðal annars á viðtölum við mannauðsstjóra ríkisstofnana með óstaðbundið starfsfólk og einstaklinga í óstaðbundnu starfi. Mannauðsstjórunum var tíðrætt um kostnaðinn við óstaðbundnu störfin sem felst meðal annars í leigu á skrifstofurýmum og ferðalögum starfsfólks til höfuðstöðva stofnana. Kostnaðurinn gæti dregið úr hvata til að auglýsa óstaðbundin störf jafnvel þótt slík störf hentuðu stofnunum vel. Einn mannauðsstjóranna sem var rætt við sagðist ekki ætla að ráða fleiri óstaðbundna starfsmenn nema aukinn fjárhagslegur stuðningur frá ríkinu fengist til þess. Innviðaráðherra samþykkti að styrkja óstaðbundin störf um allt að 150 milljónir króna af byggðaáætlun til þess að fjölga þeim í lok sumars. Mannauðsstjórar sögðu það geta verið jákvætt skref en einhverjir þeirra töldu einfaldara að auka fjármagn með óstaðbundnu starfsfólki frekar en að sækja þyrfti um styrki með þeim. Ánægð með reynsluna af störfunum Starfsfólkið sjálft sagðist heilt yfir farsælt í starfi, upplifa jákvætt viðhorf gagnvart óstaðbundnum störfum og að það hefði ekki áhyggjur af neikvæðum áhrifum á framtíðaratvinnumöguleika. Reynsla af óstaðbundnum störfum sýndi þvert á móti fram á sjálfstæði í starfi og öguð vinnubrögð. Einn helsti kostur óstaðbundnu starfanna að mati starfsfólksins sjálfs var að geta unnið starf sem væri ekki í boði á svæðinu sem það byggi á. Óstaðbundin störf fjölguðu ennfremur atvinnutækifærum fyrir háskólamenntað fólk á landsbyggðinni. Störfin gerðu fólki ekki aðeins kleift að skipta um starf án þess að flytja fjölskyldu sína á milli landshluta heldur einnig að flytja á nýjan stað og taka starfið með sér. Mannauðsstjórar nefndu það sem kost að þeir gætu valið hæfasta fólkið óháð búsetu. Einstaklingarnir sjálfir sögðu að þeir hefðu ekki sótt um starf hjá stofnun á höfuðborgarsvæðinu nema vegna þess að það var óstaðbundið. Þannig gætu óstaðbundin störf aukið framboð umsækjenda fyrir stofnanir. Vilja fjölga vinnuklösum til að rjúfa einangrun Fjarlægðin frá vinnufélögum var helsti gallinn sem óstaðbundnir starfsmenn nefndu og áhrif hennar á samskipti. Dæmi væru um að fólk hefði sagt upp óstaðbundnum störfum vegna samskiptavanda við yfirmenn og samstarfsfólk. Bæði mannauðsstjórar og óstaðbundnir starfsmenn lýstu sérstökum áhuga á að fjölga svonefndum vinnuklösum eða fjarvinnslurýmum í sem flestum bæjarfélögum til þess að sporn við félagslegri einangrun óstaðbundins starfsfólks. Það töldu þeir árangursríkara en að bjóða óstaðbundnum starfsmönnum skrifborð hjá stofnununum sem hefðu þegar aðsetur þar sem þeir byggju.
Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinnumarkaður Byggðamál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira