„Þetta er bara órætt okkar á milli“ Árni Sæberg og Heimir Már Pétursson skrifa 8. október 2024 12:20 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir órætt hvenær kosningar fari fram á næsta ári. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segist ekkert hafa rætt hugsanlegar kosningar í vor við hina formenn ríkisstjórnarflokkanna. Landsfundur Vinstri grænna ályktaði um helgina að ganga verði til kosninga næsta vor. „Ég hef alltaf litið þannig á að ríkisstjórnin klári kjörtímabilið. Það má segja að það sé einhver áhorfsmunur hvort ríkisstjórn starfar fram í lok sumars eða kýs snemmsumars. En þetta er bara órætt okkar á milli,“ segir Bjarni Benediktsson forsætisráðherra en rætt var við hann að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Landsfundur Vinstri grænna samþykkti ályktun um helgina sem kveður á um að æskilegt væri að ganga til kosninga í vor. Í ályktuninni segir jafnframt að ríkisstjórnin hafi verið upphaflega mynduð árið 2017 í kjölfar óvæntra kosninga og þannig hafi komist á festa í stjórnmálum undir forystu Vinstri grænna. Síðan þá hafi hreyfingin náð fram mörgum mikilvægum málum en að brýn verkefni séu framundan. Til að hægt sé að halda ríkisstjórnarsamstarfinu áfram telji landsfundurinn að takast verði á við þau knýjandi verkefni sem blasa við á félagslegum grunni. Mætti ekki bíða ef erindið væri ekkert Bjarni segir að þeir sem kalla eftir vorkosningum þurfi að tala skýrt um það hvers vegna kjósa ætti að vori. Hann hafi heyrt að það sé góður taktur í því fyrir stjórnmálin í landinu að setja saman fjárlög að hausti og svo framvegis og þess vegna sé ekki heppilegt að kjósa að hausti. „Þetta geta alveg verið rök fyrir því að hafa vorkosningar eins og við erum vön á Íslandi til langs tíma. En hins vegar, ef menn telja að það sé orðið tímabært að kjósa vegna þess að menn hafi lokið erindi sínu, þá má það ekki bíða of lengi og þetta er kjarnaatriði málsins. Ef ríkisstjórn er með mál á dagskrá, sem hún getur klárað, þá á hún bara að halda áfram að starfa þar til að þarf að kjósa. Stjórn hins vegar sem er með mál á sinni þingmálaskrá eða stjórnarsáttmála, sem hún hefur ekki burði til að ljúka við og ekki er sátt um forgangsröðun mála, sem eru nægilega í takt við stöðuna í samfélaginu, slík ríkisstjórn verður að ljúka störfum og pakka saman.“ Óskýr skilaboð Bjarni segir það óskýr skilaboð að landsfundurinn gefi það undir fótinn að það sé komið gott af ríkisstjórnarsamstarfinu en velja svo tíma eftir marga mánuði til að ganga til kosninga. „Mér finnst það ekki ríma mjög vel saman.“ „Mín sýn er einfaldlega að þessi ríkisstjórn hafi skyldu til að vinna af fullum krafti alla daga að framfaramálum fyrir þjóð sína. Ef hún hefur ekki lengur burði til þess á hún að hætta og kjörtímabilinu lýkur í september.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Formenn stjórnarflokkanna hljóti að ræða framhaldið Nýkjörinn formaður Vinstri grænna segir forystufólk stjórnarflokkanna væntanlega setjast niður á næstunni til að ræða framhald stjórnarsamstarfsins fram að kosningum, sem Vinstri græn vilja að fari fram næsta vor. Forgangsraða verði málum á félagslegum forsendum. 7. október 2024 19:23 Augljóst að ríkisstjórnarsamstarfið sé að nálgast leiðarlok Ingibjörg Isaksen þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir ekkert óvænt við samþykkt ályktunar á landsfundi Vinstri grænna um að ríkisstjórnarsamstarf Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks sé að nálgast leiðarlok var. Í ályktuninni segir meðal annars að ganga verði til kosninga næsta vor. Hún telur ekki ástæðu til að ræða ályktunina á fundi þingflokks Framsóknar. 7. október 2024 09:01 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
„Ég hef alltaf litið þannig á að ríkisstjórnin klári kjörtímabilið. Það má segja að það sé einhver áhorfsmunur hvort ríkisstjórn starfar fram í lok sumars eða kýs snemmsumars. En þetta er bara órætt okkar á milli,“ segir Bjarni Benediktsson forsætisráðherra en rætt var við hann að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Landsfundur Vinstri grænna samþykkti ályktun um helgina sem kveður á um að æskilegt væri að ganga til kosninga í vor. Í ályktuninni segir jafnframt að ríkisstjórnin hafi verið upphaflega mynduð árið 2017 í kjölfar óvæntra kosninga og þannig hafi komist á festa í stjórnmálum undir forystu Vinstri grænna. Síðan þá hafi hreyfingin náð fram mörgum mikilvægum málum en að brýn verkefni séu framundan. Til að hægt sé að halda ríkisstjórnarsamstarfinu áfram telji landsfundurinn að takast verði á við þau knýjandi verkefni sem blasa við á félagslegum grunni. Mætti ekki bíða ef erindið væri ekkert Bjarni segir að þeir sem kalla eftir vorkosningum þurfi að tala skýrt um það hvers vegna kjósa ætti að vori. Hann hafi heyrt að það sé góður taktur í því fyrir stjórnmálin í landinu að setja saman fjárlög að hausti og svo framvegis og þess vegna sé ekki heppilegt að kjósa að hausti. „Þetta geta alveg verið rök fyrir því að hafa vorkosningar eins og við erum vön á Íslandi til langs tíma. En hins vegar, ef menn telja að það sé orðið tímabært að kjósa vegna þess að menn hafi lokið erindi sínu, þá má það ekki bíða of lengi og þetta er kjarnaatriði málsins. Ef ríkisstjórn er með mál á dagskrá, sem hún getur klárað, þá á hún bara að halda áfram að starfa þar til að þarf að kjósa. Stjórn hins vegar sem er með mál á sinni þingmálaskrá eða stjórnarsáttmála, sem hún hefur ekki burði til að ljúka við og ekki er sátt um forgangsröðun mála, sem eru nægilega í takt við stöðuna í samfélaginu, slík ríkisstjórn verður að ljúka störfum og pakka saman.“ Óskýr skilaboð Bjarni segir það óskýr skilaboð að landsfundurinn gefi það undir fótinn að það sé komið gott af ríkisstjórnarsamstarfinu en velja svo tíma eftir marga mánuði til að ganga til kosninga. „Mér finnst það ekki ríma mjög vel saman.“ „Mín sýn er einfaldlega að þessi ríkisstjórn hafi skyldu til að vinna af fullum krafti alla daga að framfaramálum fyrir þjóð sína. Ef hún hefur ekki lengur burði til þess á hún að hætta og kjörtímabilinu lýkur í september.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Formenn stjórnarflokkanna hljóti að ræða framhaldið Nýkjörinn formaður Vinstri grænna segir forystufólk stjórnarflokkanna væntanlega setjast niður á næstunni til að ræða framhald stjórnarsamstarfsins fram að kosningum, sem Vinstri græn vilja að fari fram næsta vor. Forgangsraða verði málum á félagslegum forsendum. 7. október 2024 19:23 Augljóst að ríkisstjórnarsamstarfið sé að nálgast leiðarlok Ingibjörg Isaksen þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir ekkert óvænt við samþykkt ályktunar á landsfundi Vinstri grænna um að ríkisstjórnarsamstarf Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks sé að nálgast leiðarlok var. Í ályktuninni segir meðal annars að ganga verði til kosninga næsta vor. Hún telur ekki ástæðu til að ræða ályktunina á fundi þingflokks Framsóknar. 7. október 2024 09:01 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Formenn stjórnarflokkanna hljóti að ræða framhaldið Nýkjörinn formaður Vinstri grænna segir forystufólk stjórnarflokkanna væntanlega setjast niður á næstunni til að ræða framhald stjórnarsamstarfsins fram að kosningum, sem Vinstri græn vilja að fari fram næsta vor. Forgangsraða verði málum á félagslegum forsendum. 7. október 2024 19:23
Augljóst að ríkisstjórnarsamstarfið sé að nálgast leiðarlok Ingibjörg Isaksen þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir ekkert óvænt við samþykkt ályktunar á landsfundi Vinstri grænna um að ríkisstjórnarsamstarf Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks sé að nálgast leiðarlok var. Í ályktuninni segir meðal annars að ganga verði til kosninga næsta vor. Hún telur ekki ástæðu til að ræða ályktunina á fundi þingflokks Framsóknar. 7. október 2024 09:01