Skjáskotin hafi ekki farið í dreifingu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. október 2024 11:29 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata. Vísir/Vilhelm Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata segir að hvorki hún né þingflokkur Pírata hafi beitt sér gegn lýðræðislegra kjörinni framkvæmdastjórn flokksins. Hún segir því fara fjarri að hún eða þingflokkurinn hafi brotið persónuverndarlög, skjáskot af spjalli stjórnarmeðlima hafi ekki farið í neina dreifingu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þórhildi sem hún birtir á samfélagsmiðlinum Facebook. Tilefnið eru viðbrögð Atla Þórs sem sagði í gær að þingflokkur Pírata hefði brotið á honum og átta öðrum Pírötum með því að skoða, dreifa og taka fyrir einkasamtöl hópsins um stjórnmálaþátttöku innan Pírata. Atli var látinn taka pokann sinn eftir umdeildan aðalfund flokksins. Mikill styr hefur staðið um starfsemi Pírata eftir aðalfund flokksins, þar sem mikil nýliðun varð í framkvæmdastjórn hans og tveir stjórnarmenn voru felldir í atkvæðagreiðslu. Ánægð með nýliðunina Þórhildur Sunna segir í yfirlýsingu sinni að undanfarið hafi fyrrverandi samskiptastjóri þingflokks Pírata endurtekið lýst yfir óánægju sinni með þingflokkinn í fjölmiðlum í kjölfar þess að honum var sagt upp störfum. Hún segir trúnaðarbrest hafa orðið en að öðru leyti geti hún lögum samkvæmt ekki tjáð sig um mál einstaka fyrrum starfsmanna. Hún verði þó að leiðrétta ákveðnar rangfærslur. „1. Ég ítreka að hvorki ég né þingflokkur Pírata höfum beitt okkur gegn lýðræðislega kjörinni stjórn félagsins, hvað þá reynt að steypa henni af stóli. 2.Því fer fjarri að ég eða aðrir í þingflokki Pírata hafi farið á svig við persónuverndarlög. Umrædd skjáskot, sem bárust þingflokknum og minnst hefur verið á í fjölmiðlaumfjöllun, fóru ekki í nokkra dreifingu eins og ranglega hefur verið haldið fram.“ Þórhildur segist að lokum vilja taka það fram að hún sé mjög glöð að sjá nýliðun aukast í flokknum. Hún sé ánægð með þann sterka liðsauka af frábæru og sambærilegu fólki sem hafi fengist til trúnaðarstarfa innan hreyfingarinnar. „Hvort sem það er í framkvæmdastjórn, stefnu og málefnanefnd, Ungum Pírötum eða stjórnum aðildarfélaga, og ég hlakka til að vinna með þeim spennandi málefnastarf á næstunni.“ Píratar Alþingi Tengdar fréttir Nýkjörinn formaðurinn hættur og varamenn fá atkvæðisrétt Halldór Auðar Svansson, sem kjörinn var formaður framkvæmdastjórnar Pírata á aðalfundi flokksins þann 7. september, hefur stigið til hliðar sem formaður. Framkvæmdastjórn flokksins hefur sett sér vinnureglu sem veitir varamönnum í stjórninni jafnan atkvæðisrétt og aðalmenn. 30. september 2024 15:52 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þórhildi sem hún birtir á samfélagsmiðlinum Facebook. Tilefnið eru viðbrögð Atla Þórs sem sagði í gær að þingflokkur Pírata hefði brotið á honum og átta öðrum Pírötum með því að skoða, dreifa og taka fyrir einkasamtöl hópsins um stjórnmálaþátttöku innan Pírata. Atli var látinn taka pokann sinn eftir umdeildan aðalfund flokksins. Mikill styr hefur staðið um starfsemi Pírata eftir aðalfund flokksins, þar sem mikil nýliðun varð í framkvæmdastjórn hans og tveir stjórnarmenn voru felldir í atkvæðagreiðslu. Ánægð með nýliðunina Þórhildur Sunna segir í yfirlýsingu sinni að undanfarið hafi fyrrverandi samskiptastjóri þingflokks Pírata endurtekið lýst yfir óánægju sinni með þingflokkinn í fjölmiðlum í kjölfar þess að honum var sagt upp störfum. Hún segir trúnaðarbrest hafa orðið en að öðru leyti geti hún lögum samkvæmt ekki tjáð sig um mál einstaka fyrrum starfsmanna. Hún verði þó að leiðrétta ákveðnar rangfærslur. „1. Ég ítreka að hvorki ég né þingflokkur Pírata höfum beitt okkur gegn lýðræðislega kjörinni stjórn félagsins, hvað þá reynt að steypa henni af stóli. 2.Því fer fjarri að ég eða aðrir í þingflokki Pírata hafi farið á svig við persónuverndarlög. Umrædd skjáskot, sem bárust þingflokknum og minnst hefur verið á í fjölmiðlaumfjöllun, fóru ekki í nokkra dreifingu eins og ranglega hefur verið haldið fram.“ Þórhildur segist að lokum vilja taka það fram að hún sé mjög glöð að sjá nýliðun aukast í flokknum. Hún sé ánægð með þann sterka liðsauka af frábæru og sambærilegu fólki sem hafi fengist til trúnaðarstarfa innan hreyfingarinnar. „Hvort sem það er í framkvæmdastjórn, stefnu og málefnanefnd, Ungum Pírötum eða stjórnum aðildarfélaga, og ég hlakka til að vinna með þeim spennandi málefnastarf á næstunni.“
Píratar Alþingi Tengdar fréttir Nýkjörinn formaðurinn hættur og varamenn fá atkvæðisrétt Halldór Auðar Svansson, sem kjörinn var formaður framkvæmdastjórnar Pírata á aðalfundi flokksins þann 7. september, hefur stigið til hliðar sem formaður. Framkvæmdastjórn flokksins hefur sett sér vinnureglu sem veitir varamönnum í stjórninni jafnan atkvæðisrétt og aðalmenn. 30. september 2024 15:52 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Nýkjörinn formaðurinn hættur og varamenn fá atkvæðisrétt Halldór Auðar Svansson, sem kjörinn var formaður framkvæmdastjórnar Pírata á aðalfundi flokksins þann 7. september, hefur stigið til hliðar sem formaður. Framkvæmdastjórn flokksins hefur sett sér vinnureglu sem veitir varamönnum í stjórninni jafnan atkvæðisrétt og aðalmenn. 30. september 2024 15:52