Snjókoma og hálka á höfuðborgarsvæðinu á fimmtudag Lovísa Arnardóttir skrifar 8. október 2024 10:39 Ekki liggur fyrir hversu mikið mun snjóa en veðurfræðingur segir að það gætu verið nokkrir sentímetrar. Vísir/Vilhelm Á fimmtudagsmorgun er líklegt að íbúar á Suður- og Vesturhluta landsins, þar með talið höfuðborgarbúar, muni vakna með nokkurra sentímetra snjó á götunum. Á Norður- og Norðausturlandi verða él þannig meira og minna allt landið verður hvítt að einhverju leyti. Það byrjar að snjóa aðfaranótt fimmtudags og verður líklega allt farið um kvöldið eða daginn eftir. Samkvæmt veðurspá Veðurstofunnar verður þá norðan og norðaustan 8 til 15 metrar á sekúndu og víða dálítil snjókoma eða slydda. Hiti verður líklega á bilinu 0 til 4 stig við suður- og vesturströndina að deginum, en annars frost 0 til 5 stig. Í veðurspá veðurfræðingsins Einars Sveinbjörnssonar kemur fram að það muni snjóa mest í austurhverfunum á höfuðborgarsvæðinu, sem standa hærra. Þessu muni fylgja hálka og ekki síður á gangstéttum og útivistarstígum. Á Norður- og Norðausturlandi muni einnig gera snjóföl á láglendi en ekki fyrr en seinnipartinn. Byrjar á Hellisheiði í dag Kristín Hermannsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofunni, segir að einnig muni snjóa í dag. Aðallega á Hellisheiði og á fjallvegum í kringum okkur. „Það verður ekki í byggð í dag en á fimmtudaginn lítur út fyrir að það verði snjókoma eða slydda í byggð. Þetta gætu verið einhverjir sentímetrar þegar við vöknum á fimmtudagsmorgun,“ segir Kristín. Hún segir þetta ekki óvanalegt fyrir þennan árstíma. „Þetta byrjar oft í október. Þetta er ekki óvenjulegt. Það hefur snjóað einhvern tímann í öllum mánuðum ársins. En það er núna að koma ákveðinn bakki úr vestri og okkur sýnist að þetta verði snjókoma frekar en slydda,“ segir hún og að snjórinn verði líklega farinn á föstudag. Veður Færð á vegum Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Gengur á með skúrum sunnan- og vestanlands Útlit fyrir þokkalegt veður Hægfara lægð yfir landinu Víða væta með köflum en rigningin samfelld á Suðausturlandi Bjart veður víðast hvar en víða frost í nótt Bjart suðvestantil en skýjað fyrir norðan og austan Víða bjart yfir landinu í dag Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Norðan kaldi eða stinningskaldi í dag Hæglætisveður um páskana Snjókoma eða slydda norðan- og austantil Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Rigning í flestum landshlutum og kaldara loft Fremur hlýtt en bætir í vind í kvöld Rigning sunnan- og vestantil Hiti gæti farið í sextán stig norðantil Hiti gæti náð átján stigum fyrir norðan og austan Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Allt að 14 stiga hiti á Austurlandi í dag Hvassir vindstrengir á Snæfellsnesi en milt loft yfir landinu Hlýnar í veðri en kólnar ört eftir sólsetur Síðasta lægðin í bili gengur norður yfir landið Víða snjókoma, slydda eða rigning í nótt Dregur úr vindi þegar líður á daginn Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Hlýnandi veður Veðurviðvaranir um helgina Góður möguleiki á að sjá deildarmyrkva Snjókoma sunnantil eftir hádegi Stöku skúrir eða slydduél sunnan heiða Sjá meira
Samkvæmt veðurspá Veðurstofunnar verður þá norðan og norðaustan 8 til 15 metrar á sekúndu og víða dálítil snjókoma eða slydda. Hiti verður líklega á bilinu 0 til 4 stig við suður- og vesturströndina að deginum, en annars frost 0 til 5 stig. Í veðurspá veðurfræðingsins Einars Sveinbjörnssonar kemur fram að það muni snjóa mest í austurhverfunum á höfuðborgarsvæðinu, sem standa hærra. Þessu muni fylgja hálka og ekki síður á gangstéttum og útivistarstígum. Á Norður- og Norðausturlandi muni einnig gera snjóföl á láglendi en ekki fyrr en seinnipartinn. Byrjar á Hellisheiði í dag Kristín Hermannsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofunni, segir að einnig muni snjóa í dag. Aðallega á Hellisheiði og á fjallvegum í kringum okkur. „Það verður ekki í byggð í dag en á fimmtudaginn lítur út fyrir að það verði snjókoma eða slydda í byggð. Þetta gætu verið einhverjir sentímetrar þegar við vöknum á fimmtudagsmorgun,“ segir Kristín. Hún segir þetta ekki óvanalegt fyrir þennan árstíma. „Þetta byrjar oft í október. Þetta er ekki óvenjulegt. Það hefur snjóað einhvern tímann í öllum mánuðum ársins. En það er núna að koma ákveðinn bakki úr vestri og okkur sýnist að þetta verði snjókoma frekar en slydda,“ segir hún og að snjórinn verði líklega farinn á föstudag.
Veður Færð á vegum Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Gengur á með skúrum sunnan- og vestanlands Útlit fyrir þokkalegt veður Hægfara lægð yfir landinu Víða væta með köflum en rigningin samfelld á Suðausturlandi Bjart veður víðast hvar en víða frost í nótt Bjart suðvestantil en skýjað fyrir norðan og austan Víða bjart yfir landinu í dag Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Norðan kaldi eða stinningskaldi í dag Hæglætisveður um páskana Snjókoma eða slydda norðan- og austantil Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Rigning í flestum landshlutum og kaldara loft Fremur hlýtt en bætir í vind í kvöld Rigning sunnan- og vestantil Hiti gæti farið í sextán stig norðantil Hiti gæti náð átján stigum fyrir norðan og austan Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Allt að 14 stiga hiti á Austurlandi í dag Hvassir vindstrengir á Snæfellsnesi en milt loft yfir landinu Hlýnar í veðri en kólnar ört eftir sólsetur Síðasta lægðin í bili gengur norður yfir landið Víða snjókoma, slydda eða rigning í nótt Dregur úr vindi þegar líður á daginn Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Hlýnandi veður Veðurviðvaranir um helgina Góður möguleiki á að sjá deildarmyrkva Snjókoma sunnantil eftir hádegi Stöku skúrir eða slydduél sunnan heiða Sjá meira