Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Kjartan Kjartansson skrifar 8. október 2024 08:52 Sam Bankman-Fried var stungið í steininn fyrir fjársvikin sem felldu FTX, þriðju stærstu rafmyntakauphöll heims fyrir tveimur árum. Vísir/EPA Fyrrverandi viðskiptavinir rafmyntakauphallarinnar FTX eiga von á allt að 16,5 milljörðum dollurum upp í kröfur sínar þegar skiptum á þrotabúinu lýkur. Sumir þeirra gætu fengið allt að fimmtungi hærri upphæð til baka en þeir áttu þegar félagið fór í þrot. FTX varð gjaldþrota eftir að viðskiptavinir gerðu áhlaup á kauphöllina í kjölfar frétta af vafasömum viðskiptaháttum stjórnenda hennar í nóvember 2022. Milljónir viðskiptavina hennar misstu þá aðgang að reikningum sínum. Sam Bankman-Fried, stofnandi og forstjóri FTX, var handtekinn og ákærður fyrir stórfelld fjársvik en hann hafði fært innistæður viðskiptavina FTX út úr kauphöllinni til þess að halda rafmyntavogunarsjóðinum Alameda Research á floti. Alls reyndust átta milljarða dollarar horfnir út úr FTX þegar félagið var tekið til gjaldþrotaskipta. Bankman-Fried var dæmdur í 25 ára fangelsi í fyrra. Nú segir skiptastjóri FTX að tekist hafi að endurheimta á bilinu 14,7 til 16,5 milljarða dollara af eignum FTX, að hluta til með því að seljar eignir eins og hlut í gervigreindarfyrirtækinu Anthropic. Þannig fái fyrrverandi viðskiptavinir FTX allt að 119 prósent af innistæðum sínum til baka á næstu mánuðum, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Sumum viðskiptavinum finnst það þó ekki nóg. Innistæður þeirra væru mun meira virði ef þeim hefði ekki verið stolið. Þeir benda máli sínu til stuðnings á að virði rafmyntarinnar bitcoin hafi þrefaldast frá því að FTX varð gjaldþrota. Gjaldþrot FTX Rafmyntir Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Kærasta rafmyntamógúls í fangelsi vegna FTX-svikanna Dómstóll í New York dæmdi Caroline Ellison, stjórnanda hjá rafmyntafyrirtækinu FTX, í tveggja ára fangelsi fyrir sinn þátt í stórfelldum fjársvikum. Hún hlaut vægari dóm fyrir að segja til Sams Bankman-Fried, stofnanda FTX og fyrrverandi kærasta hennar. 25. september 2024 10:11 Rafmyntakóngurinn í 25 ára fangelsi Sam Bankman-Fried, oft þekktur sem „rafmyntakóngurinn“, hefur verið dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir að hafa af viðskiptavinum sínum milljónir dala. 28. mars 2024 16:44 Óviss framtíð rafmyntageirans undir smásjá eftirlitsstofnana Rafmyntageirinn er undir smásjá bandarískra fjármálayfirvalda sem aldrei fyrr eftir að tvær af stærstu rafmyntakauphöllum heims voru kærðar í byrjun vikunnar. Prófessor í fjármálum segir að rafmyntir gætu orðið ónothæfar í kjölfarið en rafmyntafjárfestir telur geirann standa áhlaupið af sér. 8. júní 2023 07:01 Mest lesið Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira
FTX varð gjaldþrota eftir að viðskiptavinir gerðu áhlaup á kauphöllina í kjölfar frétta af vafasömum viðskiptaháttum stjórnenda hennar í nóvember 2022. Milljónir viðskiptavina hennar misstu þá aðgang að reikningum sínum. Sam Bankman-Fried, stofnandi og forstjóri FTX, var handtekinn og ákærður fyrir stórfelld fjársvik en hann hafði fært innistæður viðskiptavina FTX út úr kauphöllinni til þess að halda rafmyntavogunarsjóðinum Alameda Research á floti. Alls reyndust átta milljarða dollarar horfnir út úr FTX þegar félagið var tekið til gjaldþrotaskipta. Bankman-Fried var dæmdur í 25 ára fangelsi í fyrra. Nú segir skiptastjóri FTX að tekist hafi að endurheimta á bilinu 14,7 til 16,5 milljarða dollara af eignum FTX, að hluta til með því að seljar eignir eins og hlut í gervigreindarfyrirtækinu Anthropic. Þannig fái fyrrverandi viðskiptavinir FTX allt að 119 prósent af innistæðum sínum til baka á næstu mánuðum, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Sumum viðskiptavinum finnst það þó ekki nóg. Innistæður þeirra væru mun meira virði ef þeim hefði ekki verið stolið. Þeir benda máli sínu til stuðnings á að virði rafmyntarinnar bitcoin hafi þrefaldast frá því að FTX varð gjaldþrota.
Gjaldþrot FTX Rafmyntir Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Kærasta rafmyntamógúls í fangelsi vegna FTX-svikanna Dómstóll í New York dæmdi Caroline Ellison, stjórnanda hjá rafmyntafyrirtækinu FTX, í tveggja ára fangelsi fyrir sinn þátt í stórfelldum fjársvikum. Hún hlaut vægari dóm fyrir að segja til Sams Bankman-Fried, stofnanda FTX og fyrrverandi kærasta hennar. 25. september 2024 10:11 Rafmyntakóngurinn í 25 ára fangelsi Sam Bankman-Fried, oft þekktur sem „rafmyntakóngurinn“, hefur verið dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir að hafa af viðskiptavinum sínum milljónir dala. 28. mars 2024 16:44 Óviss framtíð rafmyntageirans undir smásjá eftirlitsstofnana Rafmyntageirinn er undir smásjá bandarískra fjármálayfirvalda sem aldrei fyrr eftir að tvær af stærstu rafmyntakauphöllum heims voru kærðar í byrjun vikunnar. Prófessor í fjármálum segir að rafmyntir gætu orðið ónothæfar í kjölfarið en rafmyntafjárfestir telur geirann standa áhlaupið af sér. 8. júní 2023 07:01 Mest lesið Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira
Kærasta rafmyntamógúls í fangelsi vegna FTX-svikanna Dómstóll í New York dæmdi Caroline Ellison, stjórnanda hjá rafmyntafyrirtækinu FTX, í tveggja ára fangelsi fyrir sinn þátt í stórfelldum fjársvikum. Hún hlaut vægari dóm fyrir að segja til Sams Bankman-Fried, stofnanda FTX og fyrrverandi kærasta hennar. 25. september 2024 10:11
Rafmyntakóngurinn í 25 ára fangelsi Sam Bankman-Fried, oft þekktur sem „rafmyntakóngurinn“, hefur verið dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir að hafa af viðskiptavinum sínum milljónir dala. 28. mars 2024 16:44
Óviss framtíð rafmyntageirans undir smásjá eftirlitsstofnana Rafmyntageirinn er undir smásjá bandarískra fjármálayfirvalda sem aldrei fyrr eftir að tvær af stærstu rafmyntakauphöllum heims voru kærðar í byrjun vikunnar. Prófessor í fjármálum segir að rafmyntir gætu orðið ónothæfar í kjölfarið en rafmyntafjárfestir telur geirann standa áhlaupið af sér. 8. júní 2023 07:01