Drottningin baðst afsökunar á því að geta ekki boðið betra veður Lovísa Arnardóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 8. október 2024 08:50 Forseta- og konungshjónin hittust á að gömlu tollbryggjunni í Kaupmannahöfn í morgun. Vísir/AP Ríkisheimsókn Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, og Björns Skúlasonar eiginmanns hennar til Danmerkur hófst í dag. Forsetahjónin komu siglandi að gömlu tollbryggjunni í Kaupmannahöfn klukkan tíu að staðartíma þar sem konungshjónin, Friðrik X og kona hans Mary, tóku á móti þeim. Almenningi var boðið að fylgjast með komu þeirra við bryggjuna. Skömmu en forsetahjónin komu siglandi voru mættir tugir úr hirð konungs á hestum. Sendinefndir frá Íslandi og Danmörku tóku á móti þeim við rauðan dregil og konungshjónin sjálf. Þau heilsuðust og virtist fara vel á með þeim. Mary drottning baðst afsökunar á því að geta ekki beðið þeim upp á betra veður.Í Kaupmannahöfn er þokukennt veður, rakt og von á rigningu. Þau spjölluðu í dálitla stund, heilsuðu sendinefndunum og settust svo upp í hestakerruna. Með kerrunni fóru þau svo til formlegrar móttökuathafnar við Amalíuborgarhöll, með stuttri viðkomu í borgarvirkinu, Kastellet, þar sem blóm verða lögð að minnisvarða. Mikill fjöldi er samankominn til að fylgjast með.Vísir/Elín Margrét Fjallað er um heimsóknina á vef danska ríkisútvarpsins í dag. Þar segir að konungshjónin fái það hlutverk að viðhalda góðu sambandi Íslendinga og Dana. Margréti Danadrottningu hafi tekist að milda sambandið eftir að Íslendingar lýstu yfir sjálfstæði 1944 þegar Íslendingar sögðu skilið við konunginn. Í frétt DR er meðal annars fjallað um heimsókn Vigdísar Finnbogadóttur til Danmerkur árið 1981. Sameiginlegur blaðamannafundur Vigdísar og Margrétar Þórhildar hafi endað í einskonar uppistandi þar sem blaðamenn skiptust á að hlæja að leiðtogunum tveimur. Friðrik X Danakonungur tók vel á móti Höllu á gömu tollbryggjunni í morgun.Vísir/AP Konungs- og forsetahjónin fái það hlutverk í dag að fylgja eftir þessum fundi og stemningunni á honum. Í tilkynningu um heimsóknina kom fram að eftir heimsóknina í borgarvirkið fari forsetahjónin ásamt konungshjónunum í Jónshús. Það verður í fyrsta sinn sem þjóðhöfðingi Danmerkur sækir menningarmiðstöð Íslands í Kaupmannahöfn heim. Heimsóknin er fyrsta ríkisheimsókn Höllu Tómasdóttur en hefð er fyrir því að fyrsta heimsókn nýs forseta í embætti sé til Danmerkur. Þetta er jafnframt fyrsta ríkisheimsókn Friðriks X Danakonungs í hlutverki gestgjafa eftir að hann varð konungur í janúar á þessu ári. Markmið heimsóknarinnar er að styrkja söguleg tengsl Íslands og Danmerkur og efla enn frekar hið nána samband þjóðanna að því er segir í tilkynningu frá embætti forseta Íslands. Danmörk Forseti Íslands Kóngafólk Friðrik X Danakonungur Halla Tómasdóttir Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Almenningi var boðið að fylgjast með komu þeirra við bryggjuna. Skömmu en forsetahjónin komu siglandi voru mættir tugir úr hirð konungs á hestum. Sendinefndir frá Íslandi og Danmörku tóku á móti þeim við rauðan dregil og konungshjónin sjálf. Þau heilsuðust og virtist fara vel á með þeim. Mary drottning baðst afsökunar á því að geta ekki beðið þeim upp á betra veður.Í Kaupmannahöfn er þokukennt veður, rakt og von á rigningu. Þau spjölluðu í dálitla stund, heilsuðu sendinefndunum og settust svo upp í hestakerruna. Með kerrunni fóru þau svo til formlegrar móttökuathafnar við Amalíuborgarhöll, með stuttri viðkomu í borgarvirkinu, Kastellet, þar sem blóm verða lögð að minnisvarða. Mikill fjöldi er samankominn til að fylgjast með.Vísir/Elín Margrét Fjallað er um heimsóknina á vef danska ríkisútvarpsins í dag. Þar segir að konungshjónin fái það hlutverk að viðhalda góðu sambandi Íslendinga og Dana. Margréti Danadrottningu hafi tekist að milda sambandið eftir að Íslendingar lýstu yfir sjálfstæði 1944 þegar Íslendingar sögðu skilið við konunginn. Í frétt DR er meðal annars fjallað um heimsókn Vigdísar Finnbogadóttur til Danmerkur árið 1981. Sameiginlegur blaðamannafundur Vigdísar og Margrétar Þórhildar hafi endað í einskonar uppistandi þar sem blaðamenn skiptust á að hlæja að leiðtogunum tveimur. Friðrik X Danakonungur tók vel á móti Höllu á gömu tollbryggjunni í morgun.Vísir/AP Konungs- og forsetahjónin fái það hlutverk í dag að fylgja eftir þessum fundi og stemningunni á honum. Í tilkynningu um heimsóknina kom fram að eftir heimsóknina í borgarvirkið fari forsetahjónin ásamt konungshjónunum í Jónshús. Það verður í fyrsta sinn sem þjóðhöfðingi Danmerkur sækir menningarmiðstöð Íslands í Kaupmannahöfn heim. Heimsóknin er fyrsta ríkisheimsókn Höllu Tómasdóttur en hefð er fyrir því að fyrsta heimsókn nýs forseta í embætti sé til Danmerkur. Þetta er jafnframt fyrsta ríkisheimsókn Friðriks X Danakonungs í hlutverki gestgjafa eftir að hann varð konungur í janúar á þessu ári. Markmið heimsóknarinnar er að styrkja söguleg tengsl Íslands og Danmerkur og efla enn frekar hið nána samband þjóðanna að því er segir í tilkynningu frá embætti forseta Íslands.
Danmörk Forseti Íslands Kóngafólk Friðrik X Danakonungur Halla Tómasdóttir Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira