Varði mark botnliðsins en bar samt af Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. október 2024 22:15 Tinna Brá átti gott sumar en gat þó ekki komið í veg fyrir fall Fylkis. Vísir/HAG Á laugardag lauk tímabilinu í Bestu deild kvenna í fótbolta með því að Breiðablik varð Íslandsmeistari. Þá var þegar ljóst að Fylkir og Keflavík væru fallin niður í Lengjudeildina en það var markvörður botnliðsins sem bar af þegar skoðað er markverðir komu í veg fyrir flest mörk á leiktíðinni. Þegar tímabilið var hálfnað tók Vísir saman tölfræði þökk sé tölfræðiveitunni Wyscout yfir markverði Bestu deildarinnar og hver þeirra hefði komið í veg fyrir flest mörk (e. prevented goals). Nú þegar tímabilinu er lokið er þess virði að skoða tölfræðina á nýjan leik. Vert er að taka fram að Mollee Swift, markvörður Þróttar Reykjavíkur, er ekki á listanum hér að neðan þar sem upplýsingar hennar er hreinlega ekki að finna á Wyscout. Líkt og Vísir vakti athygli á fyrr í sumar kemur á óvart að Telma Ívarsdóttir, markvörður Íslandsmeistara Breiðabliks, sé ekki efst á listanum en hún fékk varla á sig mark í sumar. Alls fékk Telma á sig 12 mörk í þeim 20 leikjum sem hún spilaði. Alls fékk Breiðablik á sig 13 mörk í 23 leikjum. Á endanum hlaut Telma gullhanskann en hann hlýtur sá markvörður sem fær á sig fæst mörk í deildinni. Það vekur vissulega athygli að þær tvær af þremur efstu á listanum yfir „prevented goals“ eru jafnframt þær sömu og fengu á sig flest mörk í deildinni. Það má því með sanni segja að þær hafi staðið í ströngu í sumar og ljóst að það er ekki hægt að kenna Tinnu Brá Magnúsdóttur um fall Fylkis niður í Lengjudeildina. Listann yfir þá markverði sem komu í veg fyrir flest mörk má sjá hér að neðan sem og hversu mörg mörk þær fengu á sig. Að lágmarki þurfti að spila fimm leiki til að komast á listann. Tinna Brá Magnúsdóttir (Fylkir) 21 leikur, 42 mörk á sig | Kom í veg fyrir 9.64 mörk Monica Wilhelm (Tindastóll) 21 leikur, 44 mörk á sig | Kom í veg fyrir 4.69 mörk Telma Ívarsdóttir (Breiðablik) 20 leikir, 12 mörk á sig | Kom í veg fyrir 3.79 mörk Aldís Guðlaugsdóttir (FH) 20 leikir, 40 mörk á sig | Kom í veg fyrir 3.49 mörk Erin McLeod (Stjarnan) 16 leikir, 25 mörk á sig | Kom í veg fyrir 2.25 mörk Harpa Jóhannsdóttir (Þór/KA) 10 leikir, 16 mörk á sig | 0.01 mark í mínus Birta Guðlaugsdóttir (Víkingur) 10 leikir, 11 mörk á sig | 0.42 mark í mínus Fanney Inga Birkisdóttir (Valur) 23 leikir, 18 mörk á sig | 2.3 mörk í mínus Shelby Money (Þór/KA) 12 leikir, 19 mörk á sig | 2.44 mörk í mínus Sigurbjörg Katla Sveinbjörnsdóttir (Víkingur) 12 leikir, 23 mörk á sig | 3.34 mörk í mínus Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving (Stjarnan) 5 leikir, 16 mörk á sig | 4.39 mörk í mínus Vera Varis (Keflavík) 20 leikir, 42 mörk á sig | 8.71 mark í mínus Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Körfubolti Fleiri fréttir Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Sjá meira
Þegar tímabilið var hálfnað tók Vísir saman tölfræði þökk sé tölfræðiveitunni Wyscout yfir markverði Bestu deildarinnar og hver þeirra hefði komið í veg fyrir flest mörk (e. prevented goals). Nú þegar tímabilinu er lokið er þess virði að skoða tölfræðina á nýjan leik. Vert er að taka fram að Mollee Swift, markvörður Þróttar Reykjavíkur, er ekki á listanum hér að neðan þar sem upplýsingar hennar er hreinlega ekki að finna á Wyscout. Líkt og Vísir vakti athygli á fyrr í sumar kemur á óvart að Telma Ívarsdóttir, markvörður Íslandsmeistara Breiðabliks, sé ekki efst á listanum en hún fékk varla á sig mark í sumar. Alls fékk Telma á sig 12 mörk í þeim 20 leikjum sem hún spilaði. Alls fékk Breiðablik á sig 13 mörk í 23 leikjum. Á endanum hlaut Telma gullhanskann en hann hlýtur sá markvörður sem fær á sig fæst mörk í deildinni. Það vekur vissulega athygli að þær tvær af þremur efstu á listanum yfir „prevented goals“ eru jafnframt þær sömu og fengu á sig flest mörk í deildinni. Það má því með sanni segja að þær hafi staðið í ströngu í sumar og ljóst að það er ekki hægt að kenna Tinnu Brá Magnúsdóttur um fall Fylkis niður í Lengjudeildina. Listann yfir þá markverði sem komu í veg fyrir flest mörk má sjá hér að neðan sem og hversu mörg mörk þær fengu á sig. Að lágmarki þurfti að spila fimm leiki til að komast á listann. Tinna Brá Magnúsdóttir (Fylkir) 21 leikur, 42 mörk á sig | Kom í veg fyrir 9.64 mörk Monica Wilhelm (Tindastóll) 21 leikur, 44 mörk á sig | Kom í veg fyrir 4.69 mörk Telma Ívarsdóttir (Breiðablik) 20 leikir, 12 mörk á sig | Kom í veg fyrir 3.79 mörk Aldís Guðlaugsdóttir (FH) 20 leikir, 40 mörk á sig | Kom í veg fyrir 3.49 mörk Erin McLeod (Stjarnan) 16 leikir, 25 mörk á sig | Kom í veg fyrir 2.25 mörk Harpa Jóhannsdóttir (Þór/KA) 10 leikir, 16 mörk á sig | 0.01 mark í mínus Birta Guðlaugsdóttir (Víkingur) 10 leikir, 11 mörk á sig | 0.42 mark í mínus Fanney Inga Birkisdóttir (Valur) 23 leikir, 18 mörk á sig | 2.3 mörk í mínus Shelby Money (Þór/KA) 12 leikir, 19 mörk á sig | 2.44 mörk í mínus Sigurbjörg Katla Sveinbjörnsdóttir (Víkingur) 12 leikir, 23 mörk á sig | 3.34 mörk í mínus Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving (Stjarnan) 5 leikir, 16 mörk á sig | 4.39 mörk í mínus Vera Varis (Keflavík) 20 leikir, 42 mörk á sig | 8.71 mark í mínus
Tinna Brá Magnúsdóttir (Fylkir) 21 leikur, 42 mörk á sig | Kom í veg fyrir 9.64 mörk Monica Wilhelm (Tindastóll) 21 leikur, 44 mörk á sig | Kom í veg fyrir 4.69 mörk Telma Ívarsdóttir (Breiðablik) 20 leikir, 12 mörk á sig | Kom í veg fyrir 3.79 mörk Aldís Guðlaugsdóttir (FH) 20 leikir, 40 mörk á sig | Kom í veg fyrir 3.49 mörk Erin McLeod (Stjarnan) 16 leikir, 25 mörk á sig | Kom í veg fyrir 2.25 mörk Harpa Jóhannsdóttir (Þór/KA) 10 leikir, 16 mörk á sig | 0.01 mark í mínus Birta Guðlaugsdóttir (Víkingur) 10 leikir, 11 mörk á sig | 0.42 mark í mínus Fanney Inga Birkisdóttir (Valur) 23 leikir, 18 mörk á sig | 2.3 mörk í mínus Shelby Money (Þór/KA) 12 leikir, 19 mörk á sig | 2.44 mörk í mínus Sigurbjörg Katla Sveinbjörnsdóttir (Víkingur) 12 leikir, 23 mörk á sig | 3.34 mörk í mínus Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving (Stjarnan) 5 leikir, 16 mörk á sig | 4.39 mörk í mínus Vera Varis (Keflavík) 20 leikir, 42 mörk á sig | 8.71 mark í mínus
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Körfubolti Fleiri fréttir Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Sjá meira